Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Síða 21
ÞÆTTIR
45
ferst^þar árlega fjöldi manna úr allri eymd og
vesöld, svo að enginn veitir því eftirtekt.
Þessi Kínverjagreni, ásamt hinum mörgu
brennivínskjöllurum heyra til hinna myrkrari
hliðar þessarar glæsilegu alheimsborgar, og
verða þessir staðir jafnan með svörtustu^ blett-
um á skildi hennar.
* * * * * *
* * *
Það er kunnugt, að Kínverjar drekka ekki
vín sér til tjóns, en reykja allra þjóða mest
opíum, eins og Tyrkir og fleiri austurlanda-
þjóðir. Englendingar fluttu þangað fyrst opí-
um frá Indlandi, en þegar Kínverjar sáu, hve
skaðlegt það var og banvænt þjóðinni, lög-
tóku þeir aðflutningsbann á þvi í land sitt.
En það varð mikill hnekkir opíumkaupmönnun-
um ensku; fengu þeir þá ensku stjórnina til
þess að segja Kínverjum stríð á hendur, og
stóð það um 2 ár (1840—1842); unnu Eng-
lendingar sigur og neyddu Kínverja til að
kaupa opíum og aðrar enskar vörur eftir sem
áður. Svona geta mannúðar- og mentunarþjóð-
unum stundum orðið mislagðar hendur, þegar
um fjármunalegar. hag er að ræða.
Pættir
úr landnámabók jaröarinnar.
Aðrar nýlendur höfðu verið settar á
stofn þar í grend, en þær fóru allarforgörðum
að mestu, og gengu undir forustu Balbóa. En
allerfitt varð honum þó að halda þar uppi
yf'rráðum sínum. Landsbúar voru herskáir og
illvígir, og gátu heldur ekki látið það alt í té,
sem Spánverjar vildu af þeim hafa. Balbóa tók
sig því upp með nokkuð af liði sínu og fór
að leita að héraði einu, sem mjög var látið
af- Fundu þeir þar Iand vel ræktað og blóm-
'ega bæi. Höll höfðingjans var 150 skrefa
löng
og 80 skrefa breið, og var var þar geymt
firnin öll af brauðeplum og öðrum vistum.
Urðu þeir forviða yfir þessari sjón. Einna
mest undruðust . þeir líksalina í höll þessari.
Héngu þar í mottum smyrlingar forfeðra höfð-
ingjans, og voru þeir allir prýddir allskonar
skarti og verndargripum, og bar það vitni um
hverja helgi menn höfðu á leifum hinna fram-
liðnu foringja. Spánverjar náðu hér í firnin
öll af gullpjátri og höfðu með sér, en Ientu
svo í rifrildr við skiftin. Sonur höfðingjans
varð hissa á þessu, benti til vesturs, þar sem
lág og skógi vaxin fjöll var að sjá í fjarska
og kallaði uop: »En hvað þið skuluð vera að
rífast út af öðru eins smáræði og þessum
gullþynnum. Ef ykkur langar svo mikið í þær,
þá veit eg af landi, sex sólir (dagleiðir) héðan,
þar sem nóg er til af slíku. Þegar þið kom-
ið upp á hálsana þarna, sjáið þið annað haf,
sem er eins og þetta, og skip á sigliugu fram
og aftur.« Auðvitað átti hann ekki við að
gullið væri þar, því að það var miklu fjær,
heldur átti hann við hafið kyrra, vestan við
Ameríku.
Retta þótti Spánverjum góðar fréttir og
héldu nú að þeii væru rétt komnir í gulpara-
dísina. En Balbóa þóttist of liðfár til þess að
ráðast í slíka för, og sendi því til Haiti til
Diegó Kólumbusar, sem þá var orðinn þar
landsstjóri og bað hann um styrk til þessarar
ferðar. Kólumbus sendi honum hjálp, þótt lít-
il væri, en skipið fórst á leiðinni. Regar Bal-
bóa fór að leiðast biðin, sendi hann síðasta
riddara sinn til Spánar að biðja hjálpar, en
sjálfur fór hann með 160 manna þar um næstu
landshluta og fékk mikið gull saman, en lands-
menn voru honum illvígir, svo að hann hélt
heim aflur til Santa María. Fór nú aftur að
bera á nauð og basli í nýlendunni, en þá kom
skip og lið frá Kólumbusi, og fylgdi það með
að Balbóa var gerður yfirhöfðingi fararinnar.
Að líkindum hefir það verið að undirlagi Spán-
arkonungs. Balbóa lagði af stað l.sept. 1513
með 190 Spánverja, og hafði með sér 600
innlenda burðarmenn, til þess að bera farang-
ur þeirra yfir hálsana. Héldu þeir svo áfram
um þrjár vikur, að ekkert varð til fyrirstöðu.
En þá hittu þeir fyrir scr höfðingja einn vold-