Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Side 22

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1911, Side 22
46 NÝJA RKVÖLDVÖKUR ugan, er sat fyrir þeim. Þó gátu þeir komist að honum óvörum að nóttu til og náð hon- um. Peir tóku höfðingjann og helztu gæðinga hans, alls 40 manns, feldu yfir þeim lífláts- dóm, og siguðu síðan á þá blóðhundum, og rifu þeir þá til bana. Blóðhunda þessa höfðu Spánverjar að jafnaði með sér á þessum ferðum, Leiðin varð æ torsóttari eftir því sem iengra leið, þótt fjöllin væri ekki meira en um 1000 metra há; það var yfir votlenda dali, ár og læki að fara. Oft urðu þeir að ryðja sér braut með sverðinu gegnum þétta skóga, og moraði þar alt af eiturormum. Loks komust þeir upp á efstu brúnina eftir 24 daga. Blasti þá Kyrra- hafið, endalaust og ægilegt, við sjónum þeirra. Peir stóðu þar orðlausir af fögnuði, féllu ósjálf- rátt á hné og báðust fyrir. Balbóa lét síðan hlaða þar nokkrar vörður til minja, reisti þar kross og skar nafn konungs í börkinn á nokkr- um trjám. Petta var 25. september. 4 dögum síðar voru þeir komnir niður að sjó (það var San Miguelsvíkin í Panamaflóanum). Par óð Balbóa fram í sjóinn með sverð og fána og lagði Kyrrahafið hátíðlega undir vald og yfir- ráð Spánarkonungs. Fóru þeir svo ögn með landi fram og sáu ey eina, er sögð var auð- ug mjög af perlum, enda mörg perlumið með ströndinni. En ekki sá hann sér fært að halda lengra inn í landið með svo léttan liðskost, og sneru því heimleiðis aftur með mikinn auð meðferðis og náðu heim í nýlenduna 19. jan. 1514. Balbóa hafði engan mann mist í þess- ari merkilegu ferð, því að þótt hann væri ó- væginn við höfðingja þá, er honum snerust and- vígir, kaus hann þó heldur að gera sér þá vinveitta, er nokkurs máttu sín, og tókst það furðanlega vel. Hann var að sönnu harð- skiptinn og grimmur ef í hart fór, en hann lét sjaldan drepa menn að óþörfu, og aldrei nema eftir nákvæma yfirvegun. Pessi ferð Balbóa er einhver hin djarfmann- legasta og snillilegasta ferð á landaleitatímun- um, og bendir á það, að Balbóa var mikil- menni. En á meðan þetta gerðist, hafði spánska stjórnin heima ráðið af að senda gamlan karl af ágætri aðalsætt, Pedrarias d’Avila, til þess að taka við landstjórastörfum í þessum ný- fengnu löndum. En þó varð dráttur á að þeir færu af stað, því að fréttir bárust um það að ný lönd væru fundin, og væri þar ótæmandi auður. Urðu þá allir helztu menn Spánar upp til handa og fóta og þurftu endilega með, til þess að afla sér fjár ef ekki frama: Fjöldi riddara og og göfugmenna, og meira að segja gamlar aðalsfrúr, réðust til vesturfarar, auk margra annara, er síðar koma við sögur. Pessi floti lagði loks af stað 11. apr. 1514; voru skipin 22 og 1500 manns á; þeir tóku land í Santa María við Dariu 30. júní. Pegar þeir komu, var Balbóa í strigatreyju og með skó úr brugnum hampþræði á fótum, og var að þekja kofann sinn með nokkrum Indiönum. Komu þá til hans offíserar d’Avila og sögðu honum komu hans og hverra erinda hann væri þar kominn. Fyrsta verk d’Avíla var að stefna Balbóa fyrir dóm og dæma háa fjársekt á hendur honum. Pað ætlaði að verða að vandræðum í nýleudunni að hafa vistir til handa öllum þessum hóp, og það því fremur, sem vistabúr þeirra brann, og engisprettur eyddu akra þeirra; sótt kom og upp í nýlendunni og dóu 500 Spánverjar úr henni. Pannig gekk alt á tréfótum fyrir d’Avila, og þó hægt hefði verið að koma skipulagi á nýlenduna, vantaði hann bæði vit og lag til þess. Balbóa kvænt- ist þar dóttur landsstjórans og hafði eitthvert af hinum lægri embættum á hendi, og gekk flest vel, sem hann hafði afskifti af. Fyltist þá d’Avila haturs og öfundar á tengdasyni sínum, því að hann var bæði virtur og elskaður af hermönnum sínum, og notaði þetta varmenni sér lítilfjörlegt smáatvik til þess að steypa hon- um í glötun. Balbóa var sakaður um það, að hann ætlaði að strjúka með skipaflota, sem verið var að búa til frekari landaleita í Kyrra- hafinu. Balbóa vissi sér einskis ótta von, þeg- ar d’Avíla sendi Pízarró einn góðan veðurdag til þess að handsama hann. Síðan var Balbóa dreginn fyrir lög og dóm, sakaður um upp- hlaup og landráð, og halshöggvinn ásamt fjór-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.