Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Blaðsíða 5
HYPATIA. 125 nýjar freistingar með hverjum degi. — Hann getur sent . , . hvern sem hann vill. Og þó — ef eg væri —í Alexandríu að minsta kosti — gæti eg ráðið ráð dag frá degi. Eg mundi áreiðanlega hafa betur gát á vegum mínum. Og margt gæti viljað til, sem maður á sízt von á. Pembó, vinur minn, heldurðu að eg drýgi synd með því að hlýða patríarkanum?« »A,« svaraði Pembó og hló við, »áðan varstu á því að flýja út í eyðimörkina. Og nú, þegar þú finnur þefinn af ófriðnum í fjarska, gerist þú óðara ókyr sem ólmur víghestur. Farðu, og guð fylgi þér. Pú missir einskis í við það; þú ert ofgamall til þess að verða ástfanginn, offátækur til þess að kaupa þér biskupsdæmi og ofvandaður til þess að láta gefa þér það.« »Er þér alvara?« sagði Arseníus. »Hvað sagði eg þér úti í garðinum?« svar- aði Pembó; »farðu og hafðu upp á syni okk- ar og sendu mér fregnir af honum.« »Æ, já, skömm er að, hvað eg er verald- lega sinnaður,* mælti Arseníus; »eg hef alveg gleymt að spyrja eftir honum; hvernig líður piltinum, æruverðugi herra?« »Hverjum svo sem?« svaraði Pétur. »Honum Fílammoni, andlegum syni okkar, sem við sendum ofan eftir fyrir þremur mán- uðum?« svaraði Pembó; »hann hefur líklega orðið hafinn eitthvað hærra?« »Hann er frá,« sagði Pétur fyririitlega. »Frá?« æptu báðir karlarnir í einu. »Já, bölvaður óþokkinn, og bölvun Júdas- ar hvílir á honum. Hann var ekki búinn að vera þrjá daga hjá okkur, þegar hann barði roig á almanna færi í garði patríarkans, kast- aði kristinni trú og hljóp svo til heiðnu kon- unnar, hennar Hypatíu, enda er hann blind- skotinn í henni.« Báðir karlarnir litu hver á annan, föinuðu upp og ógn og skelfingu var að sjá á svip þeirra. »Ástfanginn í Hypatiu?« sagði Arseníus að síðustu. ■ »Pað er ómögulegt,« sagði Pembó með grátekka. Pað hefur verið farið illa og kald- hranalega að drengnum — honum hefur verið sýnt ranglæti; hann var ekki vanur öðru en blíðu og ástúðlegu atlæti, og gat því ekki þol- að annað. Pið eruð grimmlyndir menn og ó- trúir ráðsmenn guðs. Drottinn mun heimta blóð barns síns af ykkar höndum.« »Rétt er nú það,« hrópaði Pétur og spratt upp í reiði sinni. »Petta er réttlætið í veröld- inni. §kammið mig, skammið patríarkann, skammið alla veröldina, nema þá bersyndugu. Eins og flasfenginn og uppstökkur maður geti ekki gert grein fyrir því öllu saman. Jú, það held eg. Eins og ungir bjánar hafi aldrei áður ur látið glepjast af fallegri snoppu.« »Ó, vinir mínir,« kallaði Arseníus, »hví eruð þið að kastast á smánarorðum að óþörfu; eg er sá eini, sem á að bera ávíturnar. Eg gaf þér ráðið, Pembó. — Eg sendi hann í burtu. Eg kem með —strax —undireins og hætti ekki fyr en eg finn hann. Eg skal faðma kné hans þangað til að hann kennir í brjósti um hærur mínar. Lofum Heraklíanusi og Órestesi að gera það sem þeim sýnist. Pað kemur ekki mál við mig.— Eg ætla að Ieita að syni mín- um, segi eg. Eg hratt honum saklausum út í freistingar Babýlonar. Blóð hans kemur yfir mitt höfuð—eins og eg hefði ekki nógar synd- ir samt að bera, þó þetta bættist ekki við. Ó, Absalon, sonur minn. Guð gæfi eg hefði dáið fyrir þig, sonur minn.« TÓLFTI KAPÍTULI. Munaðarheimar. Húsið, sem þau Pelagía og Amalinn tóku á leigu, er þau voru sezt að í Alexandríu, var eitt með hinum skrautlegustu húsum borgar- innar. Pau höfðu nú átt þar heima um þrjá mánuði, og hafði Pelagía prýtt það með öllu því, er telja má til Paradísar letinnar og mun- aðarins. Sjálf var hún auðug. Og gotnesku gestirnir hennar höfðu fullar hendur fjár af rómversku herfangi og lofuðu henni og fylgi-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.