Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Blaðsíða 8
128
NYJAR KVÖLDVÓKUR.
rangt og anda og drauga og hitt og annað
leiðindaþvaður. Og þó hef eg aldrei séð þeim
liði agnarögn betur en hverjum hinna.«
»Hún hlýtur að hafa verið völva,« tautaði
Úlfur hálflágt.
»Hún er full af sérþótta og eg hata hana,«
sagði Pelagía.
»Hvað er völva?« spurði ein af stúlkunum.
«Skepna sem líkist þér álíka og laxinn mar-
hnútnum.«
»Ó,« sagði Amalinn, »það vildi eg við
værum komnir upp á Alpafjöll, þó ekki væri
nema dálitla stund, og værum að renna okkur
á skjöldum fram af hengjunum, svo að hríðin
ryki um okkur. Pað væri gaman.«
»Pú ert undarlegur maður —og margt hefur
víst drifið á daga þína,« sagði Pelagía.
»Ójá,« svaraði Amalinn drýgindalega, »eg
hef átt í mörgu um dagana, það er víst.«
Já, Herkúles minn, þú hefur unnið þínar
tólf þrautir, og bjargað Hesíóne þinni undan
óvaútum í tilbót. Og fyrir það ætlar hún að
annast um þig alla æfi sjálfrar sín vegna, og
vernda þig fyrir öllum hættum,« sagði Pelagía
og vafði örmunum utanum nautshálsinn á hon-
um og dró hann niður að sér.
»En segið mér, hvað er völva,« sagði stúlk-
an aftur.
»Móðir mín var völva,« svaraði Goðrekur,
»en eg vil ekki fara eins og fuglinn, sem skít-
ur í sitt eigið hreiður. Eg vil heldur heyra sög-
ur um villidýr og drauga, gýgjar, eldfnæsandi
dreka og nykra — sem væri hægt að vinna eins
og feður okkar gerðu.«
»Feður ykkar hefðu aldrei unnið nykra, ef
þeir hefðu ekki verið —« sagði Úlfur.
»Eins og við — það veit eg vel,« svaraði
Amalinn; en segðu mér eitt, Úlfur, hefurðu
nokkurntíma séð nykur?»
»Bróðir minn sá einn í Englandshafi; skrokk-
urinn var eins og á vísundi, hausinn eins og
á ketti og skegg á eins og á manni, og álnar-
langar skögultönnur náðu alla leið ofan á brjóst.
Petta skrímsli sat um fiska. Bróðir minn skaut
á hann ör, og þá stakk hann sér og kom ekki
upp aftur.«
»Hvað er nykur, Agilmundur?« spurði ein
stúlkan.
»Sjóskrímsli sem etur sæbúana,* svaraði
hann. »Pað var margt af þeim, þar sem forfeð-
ur okkar voru, og svo af vampýrum, sem lædd-
ust upp úr foræðum á nóttunni og sugu blóð
úr hermönnunum.«
Pelagía horfði ofan í vatnsþróna og lék sér
að vatnsgusum í uppgerðar hugsunarleysi; ef
til vill til þess að láta ekki bera á heitum roða
sem hljóp fram í kinnar hennar og einhverju,
sem féll í vatnið og var líkast tárum.
»Og þú hefur sjálfsagt drepið eitthvað af
þessum óvættum, Amalrekur?«
»Og því er nú miður, nei, góða mín. For-
feður okkar eyddu þeim svo að þær sjást varla
nú orðið á ættlandi voru.«
»Já, það voru nú menn í þá daga,« sagði
Úlfur.
»Pað mesta sem eg hef lagt að velli,« hélt
Amalinn áfram, »var höggormur einn í Dónár-
foræðunum, Hvað var hann nú aftur langur?«
»Fjórir faðmar,« svaraði Úlfur.
»Og villiuxi lá þar hjá honum, sem hann
var nýbúinn að drepa. Eg spilti matfriðnum
fyrir honum. Var ekki svo, Úlfur?«
»Jú,« sagði karlinn ánægjulega. »Pað var
hörð og erfið viðureign. En eg er nú annars
að hugsa um annað. Eg ætla að fara síðari
hluta dagsins og hlusta á hana, þessa ungu
völvu.«
»Pað er ágætt. Við skulum fara allir, drengir.
Okkur leiðist þá ekki þá stundina.«
»Ó, nei, nei, nei,« æpti Pelagía, »gerðu það
ekki, þú mátt það ekki.«
»Pví þá ekki, barnið mitt?«
»Hún er fordæða — hún — eg elska þig
þá aldrei framar, ef þú fer — ef þú gerir það.
Eina ástæðan er það,. sem hann Agilmundur
sagði um það, hvað hún væri falleg.«
»So? ertu hrædd um, að mér lítist betur á
björtu lokkana hennar en svörtu lokkana þína?«