Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Blaðsíða 16
136 NYJAR KVÖLDVÖKUR. »Eg fór að leita að Zarisu og fann hana í garðinum. Hún sat þar í jasmín-laufskála, var að laga á sér hárið og notaði gosbrunnsþróna sem spegil. Hár hennar var mikið og fallegt, féll niður um brjóst og herðar og tók henni niður fyrir mitti. Eg skundaði til hennar með útbreiddan faðminn. Hún faðmaði mig að sér sem systir og fann að því við mig, að eg liefði látið sig bíða svona lengi. »Við settumst við gosbrunninn, og eg flýtti mér að segja henni það, sem eg hafði heyrt. »Æ, segirðu satt,« sagði hún. »Pá er sælu okkar lokið.« »Því þá það,« sagði eg; »ætlarðu að hætta að elska mig, af því eg er ekki bróðir þinn?« »Nei, alls ekki,« hélt hún áfram; »en ef það er heyrum kunnugt, að við séum ekki systkyn, þá þykir það ekki tilhlýðilegt, að við sáum öllum stundum saman.« »Og upp frá þessu urðu fundir okkarmeð allt öðrum hætti; við umgengumst ekki hvort annað lengur sem bróðir og systir. Oft bar fundum okkar saman hjá jasmíntrjánum. Zarisa var nú gerbreytt. Hún var þögul og fremur dauf í bragði og tók mér nú aldrei með slíkri blíðu og alúð sem áður; og þegar eg kom og settist niður hjá henni, roðnaði hún og leit niður fyrir sig. Mér fór að verða órótt innan- brjósts. Ótti og von skiftust á í hjarta mínu, sem og ætíð eru samfara sannri ást. Eg gerð- ist því órólegur og áhyggjuíullur og harmaði mjög þá sæludaga, þegar við vorum hvort öðru sem bróðir og systir. En þótt gervallur heimurinn hefði i boði verið, hefði eg ekki viljað vera bróðir hennar. , »Um þessar mundir fékk fóstri minn skipun frá kónginum í Granada þess efnis, að gerast yfirmaður í kastalanum Coyn, sem lá á landa- mærunum. Hann tók því að búa sig undir að flytja búferlum með alla fjölskyldu sína. En mér tilkynti hann að eg yrði að vera eftir í Cartoma. Eg ságðist ekki vilja skilja við Zarisu, því eg elskaði hana. »Sú er einmitt orsök þess, að eg vil ekki hafa þig með í för minni,* sagði hann. »Nú er tími til kominn, Abendaraez, að þú fáir að vita leyndarmál ættar þinnar. Pú ert ekki son- ur minn og Zarisa ekki systir þín.& »Ó, eg veit það alt,« sagði eg; -»og eg elska hana þúsund sinnum meira en nokkur bróðir getur elskað systur sína. F*ú hefur alið okkur upp hvort með öðru og kent okkur að þykja vænt hvoru um annað. Og gæfa annars er gæfa hins, því hjörtu okkar eru tengd að eilífu, traustum trygðaböndum. Pau mátt þú ekki slíta. En sýndu nú, hvað þú getur gert og vilt gera fyrir mig. Vertu nú í sannleika faðir og gef mér dóttur þína Zarisu fyrir konu.« »En nú seig brúnin á gamla manninum. »Hef eg gabbað sjálfan mig?« sagði hann. »Hafið þið sett ykkur upp á móti mér — þið, sem eg hef annast og alið önn fyrir? Er það endurgjaldið fyrir föðurumhyggju þá, er eg hef auðsýnt þér, að þú fíflar dóttur mína og kennir henni að lítilsvirða föður sinn? Vissu- lega væri það fullgild ástæða fyrir mig að neita þér um dóttur mína, þar sem þú ert af útlögum komirin og ert sjálfur landrækur í Granada. Mundi eg þó ekki hafa tekið tillit til þess; en annað verra er riú uppi á teningnum. Og aldrei get eg fyrirgefið þér það, að þú hefur með brögðum og undirferli reynt að ná henni á þitt vald.« »Eg reyndi á allar lundir að sannfæra karl- inn og mýkja, og bera hönd fyrir höfuð okk- ar Zarisu, en alt var árangurslaust. Gramur í geði skildist eg við hann, fór til Zarisu og sagði henni aila málavöxtn; sagði henni, að við yrðum að skilja fyrir fult og allt og mund- um aldrei fá að sjást framar. »Faðir þinn mun gæta þín stranglega. Og ekki mun á löngu líða, áður en nýr biðill kemur að biðja þín, því þú ert ung og fögur og faðir þinn vell- auðugur. Pá mun eg gleymast.« »Zarísa setti ofan í við mig fyrir vantraust mitt og fullvissaði mig um, að hún skyldi aldrei bregðast mér. En eg gerði mig ekki enn ánægð- an með þetta, og var því enn efablandinn og vonlaus um framtíð okkar og skilnað. Hún komst við af hugarangri mínu og sorg og lof-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.