Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Blaðsíða 6
126
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
konum hennnar og sínum að eyða því eftir
vild. En þetta Iið átti ekki annríkt. Rað var
ekki vandi að afla sér fæðis á Egyftalandi, og
það þó mikið væri í borið. Og nóg var um
vínföngin —fáir þeirra gengu ódruknir til hvílu
á kvöldin. Gátu sálir þessara hermanna óskað
sér betri vistar í Valhöll?
Svo hugsaði þessi hópur, sem flatmagaði
í glóandi aftanhitanum úti í garðinum einn
daginn í sömu vikunni sem Pétur lesari gerði
að raska friðnum í munklífinu í Sketis. Reir
voru hinir rólegustu.
Stórborgin fyrir utan var hávær. Órestes
fór með vélum og undirferli og Kýrillos gerði
honum alt ilt sem hann gat. Forlög heillar
heimsálfu virtust leika á reiðiskjálfi. En það
beit ekki á risaliðið þarna inni. Jafnvel upp-
reisn Heraklíanusar og samsæri Órestesar, sem
allir töldu víst, var í þeiria augum aðeins
barnáleikur; og þeir ætluðu að sitja hjá og
horfa á og hlæja að og veðja um það dag-
lengis. Hinum vitrari þeirra, eins og Úlfi og
Smið, var það merki almennrar spillingar,
sprungur í þjóðfélagsmúrinn, og þeir ætluðu
sér að skrefa út yfir vegginn áður en hann
hryndi til grunna.
En þangað til ætluðu þeir að eiga náðugt
í þessari Paradís. I miðjum garðinum var
vatnsþró, og var í kring um hana súlnaröð
af rauðum og grænum porfýr, en á milli súln-
anna gægðust fram snjóhvítar myndastyttur.
Við vatnsþróna var sígjósandi gosbrunnur, og
þeytti hann svalandi regnúða yfir mímósur og
gullapaldra, en suðan í honum blandaðist sam-
an við tíst og kvak fuglanna, er hreiðruðu sig
í blómarunnunum.
Öðrumegin gosbrunnsins flatmagaði Amal-
inn stór og tröllslegur undir blaðabreiðuni
dvergpálma. Bjarta hárið hans var vafið víti-
viðarlaufi. Hann hélt á gullbikar í hendi, forn-
um grip og frægum frá Indlandi og hafði
hann oft orðið herfangsfé. Pelagía lá þar
hjá, og hallaði sér út yfir barminn á gos-
brunninum og dýfði hendinni letilega ofan í
vatnið, og naut þar í löngum teigum ánægj-
unnar af því að lifa eins og fuglarnir í garð-
inum.
Hinumegin við vatnsþróna lágu þeir vinir
og félagar Amalreks og hafði hver þeirra hjá
sér eina svarteygða blómarós, sem hjálpuðu
þeim til að fylla bikara þeirra og tæma þá;
þar voru Goðrekur Jörmunreksson og Agilrek-
ur Brandsson, sem báðir töldu ætt sína til
guðanna eins og Amalinn, og síðastur en ekki
síztur var svo hetjan og spakmennið Smiður
Tröllason, er var manna mest metinn fyrir
listir sínar; því hann kunni ekki aðeins að
smíða alla hluti, skip og armbönd og alt þar
í milli, járna hesta og lækna þá, særa öll ó-
heilindi út úr mönnum og skepnum, rista
rúnir, ráða hermerki, spá um veður, ráða vind-
um og drekka.alla undir borð nema Úlf Ó-
viðarson. Og á meðan hann hafði dvalið á
meðal Mösógota, hafði hann lært talsvert í
latínu og grísku og töluvert að lesa og draga
til stafs.
Skamt eitt frá honum lá gamli Úlfur upp
í loft, reisti borðstóla og hafði hendurnar
undir hnakkanum. Hann var hálfsofandi en
gaf samt við og við orð í belg í samtali því
er þar fór fram:
»Gott vín þetta — er ekki svo?«
»Afbragð. Hver hefur keypt það fyrir
okkur?«
»GamIa Mirjam keypti það á uppboði eft-
ir gamlan skattheimtumann. Maðurinn fór á
hausinn, og hún kvaðst hafa fengið það fyrir
hálft verð.«
»Var honum mátulegt, okraranum. En það
skal eg ábyrgjast að kerlingarflegðan hefur
samt grætt vel á því.«
»Eins og okkur megi ekki vera sama. Við
getum látið það eftir okkur að borga manna-
lega.«
»það verður nú ekki lengi, ef það á að
ganga svona til lengi,« umlaði Úlfur.
»F*á förum við og vinnum okkur meira
inn. Eg er orðinn uppgefinn á iðjuleysinu.*
»Ef manni leiðist, þarf maður ekki að
liggja með letinni,« sagði Goðrekur, við Úlfur