Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Blaðsíða 24
144 NYJAR KVÖLDVÖKUR. aðar eins og sagan ber með sér. En það eiít er víst, að hefði Brynjólfur Jónsson þekt Hjalmar eitthvað nokkuð — eg þekti hann því miður oflítið til þess að læra að skilja hann og var ofungur þá — þá mundi sagan hafa orðið öðruvísi sögð. Ef til vill hefði hún orð- ið réttara sögð. Eg hef heyrt ýmsar sögur í þessari bók töluvert öðruvísi, en þær eru þar sagðar, og sumar eðlilegri og sennilegri í sambandi við vísur þær, sem sögunni eru sam- faia. Hvort er réttara, get eg ekki sagt með vissu. Ef til vill gæti eg leiðrétt eitthvað af því seinna. En það er eitt, sem mér finst til- finnanlega vanta í söguna, alveg eins og í sögu Sigurðar Breiðfjörðs. f*að er engin minsta tilraun gerð til þess að skilja manninn, því hann var svona og því hann varð svona, eins og þessar sögur segja hann hafi verið. Eg skal játa það, að það er vandi mikill að rita æfi- sögur svo vel sé, ef þær eiga að vera annað og betra en þessi útfararminningalofdýrð, sem klingir nú hringlandi í flestum æfisögum eða æfiágripum, sem út koma, en skýra ekki mann- inn á nokkurn hátt. Og því meiii vandi er með að fara, hafi verið töluverður misfellur á manninum eða honum hefur verið í allmiklu áfátt, en þó verið inikið í hann< spunnið. Hjálmar hafði sína bresti, en hann hafði líka sína kosti. Og það var síður en svo að lífið lékið við hann. Þeir voru báðir olbogabörn lukkunnar, Sigurður og hann, hver á sinn hátt. Og það mun ekki hafa bætt þá. Sigurður var lundmýkri — Hjálmar var hrikalegur, bæði líkamlega og andlega. Eins og hann var stór- orður og stórgerður, þegar hann tók á þvf lakara, og beitti á það listarsnild sinni, svo gat hann og verið það í hinu betra, hefði líf- ið breitt mjúkan faðm á móti honum, en ekki snúið að honum verri endanum. Það gat ekki bætt annan eins mann eins og hann var, og fann að hann var, að verða beiningamaður síð- ari hluta æfinnar, þó aldrei væri nema vina að leita. Það átti samt ekki við hann. Lífsbeiskjan gerði hann í einu apran og auðmjúkan. Og hann vissi það, en gat ekki að því gert. Enda ei það auðfundið, að þegar hann lætur ísland fagna konungi sínum á Ringvelli 1874, þá er það kvæði ort með hans lífi og blóði — það ei hann sjálfur, sem fagnar þar konungi sínum í nafni Fjallkonunnar. Hann gat verið eins heit- ur á hinn veginn, eins og hann var heiftúðug- ur í skömmunum. Og kvæði hans og vísur bera svo af flestu öðru sem er til, einkanlega að þessum snildarlegu líkingum, sem hann heldur út og rekur til enda, miklu betur og lengra en flestir, að eg ekki segi allir' aðrir. Reyndar verður það oft átakanlegast í skamma- vísunum. Sem dæmi má nefna: „Siglir einn úr satans vör“ eða „Hespaði dauðinn hönd- um tveim“. Eftir því sem sagan á bls. 196. segir frá ástæðunum til þess, hvernig Hjálmar botnaði vísuhelming Bjargar, verður botninn ekkert annað en illhryssingslegt hrákyrði út í bláinn, og dómur söguritarans eðlilegur og réttmætur — ef til vill. En eftir þeirri útgáfu, sem eg hef af sögunni, og er höfð eftir manni úr Skagafirði, verður botninn eðlilegt tilsvar af Hjálmari. Svo er um fleira í bókinni. En þótt eg hafi þannig margt við bókina að athuga og svona lagaðar æfisögur, felur hún í sér mikinn og margvíslegan fróðleik. Mig vantar mest samúðina, sem fylgir söguhetjun- um í „Þur. form. og Kbsr. m.“ en orsökin er auðskilið. Þar var höf. kunnugur ættunum og bygðarlaginu. Hér varð hann að fá alt á aðra hönd. I því iiggur munurinn. En sá mun- ur er meiri en flestir hyggja. J. J- ----4-30&+------ Haglega fyrir komið. Frændinn (við börnin sem nýbúin eru að taka inn lýsi hjá móður sinni): »Nú, ykkur þykir lýsið gott?« Börnin: »Nei, þvert á móti, en við fáum 5 aura fyrir hverja skeið sem við tökum.« Frændinn: »Og fyrir þá kaupið ykkur gott?» Börnin: »Nei, mamma lætur þá í spari- byssuna.« Frændinn: »En þegar hún er orðin full?« Börnin: »Þá kaupir mamma aftur lýsi.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.