Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Blaðsíða 9
HYPATÍA.
129
’ »Eg£hrædd um?« æpti Pelagía og spratt
upp másandi af reiði. »Nei, komið þið—við
skulum öll fara — strax — og ganga á móti
þessari nunnu, sem þykist of vitur til þess að
tala við kvenmenn og of hrein til þess að elska
karlmann. hinnið þið gimsteinana mína. Söðlið
þið hvíta múlasnann. Við skulum ferðast með
konunglegum prís. Við þurfum ekki að skamm-
ast okkar fyrir ástaguðsfatnaðinn, stúlkur, held-
ur sveipa okkur rólega saffransjölunum, og
klæðast hverju því sem annars þarf með. Kom-
um og látum okkur sjá, hvort Afrodita (ásta-
dísin) getur ekki minkunarlaust boðið út Pallas
Aþenu (vísindagyðjunni) með uglunni hennar.«
Hún gekk rösklega út úr súlnagarðinum.
Hinir þrír ungu menn ráku upp skellihlátur, en
Úlfur horfði á með brúnaþungri ánægju.
»Svo þið ætlið þá að fara að hlusta á kven-
spekinginn,« mælti Smiður.
»Pegar heilög og spakvitur kona talar,«
svaraði Úifur, »má hermaðurinn hlusta á sér
að minkunarlausu. Bauð ekki Álrekur (Alarik)
okkur að fara vægilega með nunnurnar í Róm?
Pó eg sé ekki kristinn, eins og hann var, lét
eg mér þó enga Iægingu þykja að þiggja bless-
un þeirra, þótt eg væri helgaður Óðni; og
eins mun eg aðfara nú, Smiður Tröllason.«
Framh.
LOFORÐIÐ.
Eftir L. G. Moberly.
Framh.
»Eg ætlaði einmitt að segja yður að móðir
mín sagði mér ekki neitt um fólk sitt. Eg spurði
hana opt, hvort eg ætti ekki móðurbróður eða
móðursystur, — mig langaði svo mikið til að
eiga nákomna frændur eins og flest börn
eiga — en hún vildi aldrei segja mér neitt
um það.«
Vitið þér þá heldur ekki, hvort móðir yðar
hafði nokkrar fastar tekjur? — Eg bið yður
að afsaka, þótt eg sé að grenslast eftir þessu,
en sem forráðamaður yðar er það nauðsyn-
legt fyrir mig fá sem mestar upplýsingar um
ykkur mæðgur, áðuren eg tek ákvarðanir um
framtíð yðar.«
»Yðurer velkomið að spyrja mig um allt
sem þér viljið,» sagði stúlkan ofurlítið undr-
andi. »Fyrst móðir mín hefir beðið yður fyr-
ir mig, vil eg gera allt sem þér segið mér.
Eg held að móðir mín haf! engar tekjur haft
nema þær sem hún vann fyrir. Áður en hún
veiktist, veitti hún tilsögn í hljóðfæraslætti og
fékk fyrir það svo mikið, að hún átti ofurlítinn
afgang. Þegar hún veiktist, sagði hún að við
yrðum að lifa af því meðan það entist.»
»Á hverju lifðuð þér eftir að móðir yðar
fór á spítalann?«
»Móðir mín fékk mér alla þá peninga sem
hún átti eftir þegar hún fór, og eg geymdi
þá í blikköskju í herbergi mínu, en nú eru
þeir búnir, nema fáeinir skildingar, sem eg
skulda frú %rooks fyrir húsaleigu.«
»Og þegar þeir voru búnir, hvernig ætl-
uðuð þér þá að lifa?» spurði læknirinn, sem
alt í einu langaði til að forvitnast um, hvað
hún mundi hafa tekið fyrir, hefði enginn tekið
hana að sér.
»Þá mundi eg hafa reynt að fá mér
vinnu,« sagði hún blátt áfram. »Eg hef að
vísu ekki lært mikið, af því við vorum svo
fátækar, og móðir mín hafði svo lítinn tíma
til að kenna mér. Eg hef þó lært að syngja
og frú Brooks hefir nokkuð kent mér að
búa til mat. Mér lætur bezt að syngja. En ef
til vill gæti eg fengið stöðu sem þjónustustúlka.*
17