Nýjar kvöldvökur - 01.06.1912, Blaðsíða 10
130
NÝJAR KV0LDVÖKUR.
Anderson horfði á litla sakleysislega en grát-
þrútið andlitið hennar og hann fann til þess
og iðraðist þess nú, að hann skyldi nokkru
sinni hafa talað höstugt eða kuldalega til
þessa ógæfusama einstæðings.
»Jeg held ekki að þessi störf, sem þér
nefnduð, yrðu yður hentug,» sagði hann vin-
gjarnlega og mýkri í máli en áður. «Við verð-
um að reyna að koma yður fyrir í betri
stöðu, — og hér getið þér að minsta kosti
ekki verið.»
»Get eg ekki verið hér?» spurði Hope og
horfði undrunarfullum augum á lækninn.
Ó, — eg kvíði fyrir að þurfa að fara í nýtt
leiguhús, þær eru sumar slæmar konurnar,
sem standa fyrir þeim eg hefi þekt nokkrar
þeirra, Rær eru sumar ekkert gull í skel.»
Vesalings Hope hafði lært að þekkja sumar
af þessum forstöðukonum hinna fátæklegri
leiguhúsa í Lundúnaborg, því móðir hennar
hafði nokkuð oft haft vistaskifti eftir að dóttir
hennar fór að bera skynbragð á hlutina kring-
um sig.
»Ef yður er það ekki móti skapi,« sagði
hún, »vil eg helzt vera hérna, þar sem eg er,
ef eg get eigi fengið vist þar sem eg get
unnið fyrir mér; frú Brooks er að minnsta
kosti vingjarnleg og góð við mig, hún er betri
en flestar leiguhússforstöðukonur, það er eg
nærri viss um.» ^
«Rér eigið ekki að fara í annað leiguhús,«
sagði læknirinn, og það brá fyrir brosi á hinu
alvarlega andliti hans, «Rað er eigi ætlun
mín að þér eigið ávalt að búa í þessum
fátækramanna leiguhúsum.«
«Hvar mundi ég þá geta verið? Rér mun-
uð þá aldrei ætla að taka mig heim til yðar,«
sagði hún með barnslegri einfeldni,
Rað voru hin vingjarnlegu orð læknisins
og brosið sem Hope hafði tekið eftir, sem
veittu henni hugdirfð til að bera fram þessa
spurningu.
Naumast hafði hún slept orðinu þegar
brosið hvarf af vörum læknisins. tjég get en
ekki sagt yður, hvort þér eigið að flytja,«
sagði hann stuttur í spuna. »Eg þarf að hugsa
um þetta nokkra daga, og svo skal eg lála
yður vita að hvaða niðurstöðu eg kemst. í
bráðina er bezt að þér fáið þessa peninga,«
og hann tók upp pyngju sína og fékk henni
eitthvað af peningum. Þetta ætti að nægja þar
til eg tek nánari ákvarðanir.«
«Rakka margsinnis,« sagði Hope, vandræða-
legri fyrir það, að hún tók eftir því að lækn-
irinn talaði nú með minni innileik en áður,
»Má eg svo ekki vera kyr hjá frúBrooks?«
»Er það hæðarmark óska yðar og framtíð-
arvona að fá að vera hér kyr?» spurði Iæknir-
inn með beiskjubrosi.«
»Nei, það er það ekki,« sagði hún hálf-
hrædd, »en það er nú svona, að eg þekki frú
Brooks, og hún þekkir mig, og eg er svo
hrædd við allt nýtt og óþekt.«
Þannig er því varið fyrir mörgum; þeir
hanga fast við það gamla, sem þeir þekka,
einungis af því þeir hafa vanist því, en eru
eins og þessi unga stúlka hræddir ,við flest
nýtt og óþekt, enda þótl það ef til vill geymi
þeim sanna hamingju.
IV.
»Góði Miles! reyndu nú að vera sanngjarn,
reyndu sem snöggvast að gera þér Ijóst, hvað
það er sem þú ert að biðja hana móður þína
um. Hvernig ætti eg, sem, eins og þú veizt, er
svo lasinn og þoli ekkert ónæði, aðfara að því
að taka að mér átján ára stúlku, sem þarf mik-
illlar leiðbeiningar, eftir því sem þú skýrir frá.
Nei, bíddu nú við og gríptu ekki fram í fyrir
mér, lofaðu henni móður þinni að tala út.« —
og frú Anderson bandaði hvítu hendinni sinni
með mörgu hringunum að syni sínum, sem
ætlaði að koma með athugasemd.
»Eg fæ varla leyfi til að segja nokkurt orð
þegar þú ert hér, Mi!es,« hélthún áfram í mæðu-
legum róm, »þú ert svo óttalega drotnunargjarn
og svo ónærgætinn, alveg eins og hann aum-
ingja, kæri faðir þinn var.« Og frúnni fanst
ásta'ða til að taka fram litla silkiklútinn og strjúka
honum einu sinni yfir sitt augað í hvort sinn.