Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Page 3

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Page 3
SMARÁGDÁ. Saga frá Miklagarði eftir Augúst Niemann. 1. Mæðginin. Á þiifari enska herskipsins »Royal Sovereign« á höfninni í Port Said stóðu maður og kona og ræddust við alvarlega, án þess að láta há- vaðann í kring koma sér neitt við. ,Það var farið að kvölda, Ijóskerin á skipinu, Ijósin í af- girtum gulbrúnum húsunum í borginni og rauð- tnóskulegur, dauflegur ljósbjarmi frá vatnsflet- tnum sló daufri glætu yfir höfnina, en alvarleg- ur máninn og blikandi stjörnurnar horfði ofan af dökkum himninum á annríkið og stritið. Skipið var á förum. Á þilfarinu úði og grúði af hvítklæddum sjóliðsmönnum og hásetum og 1 miðri þvögunni stóð varðmaður eins og stytta, nteð byssu á öxl, í rauðri treyju með livítan ftjálm og skein af fáguðum hjálmbroddinum Seni gull væri. Skarkalinn var ennþá meiri þeim megin á skipinu, sem að bo'rginni vissi. Þar 'águ tvö lág og breið kolaskip upp við háa, bfynvarða skipshliðina, og við Ijósglætuna frá e,dinum í stórum járnkörfum, sem hengdar voru uPp í möstur kolaskipanna, unnu hinir alþektu ^olamenn frá Port Said, þessir ágætu verkamenn 1 staerstu kolastöð heimsins. Kolaskipin lágu ^Vert upp að öðru og frá borðstokk þeirra v°ru lögð borð á ská upp að lestarhlerum her- sfopsins; á borðunum hlupu tvær raðir dökk- *e'tra manna, upp öðrumegin og niður hinu- meg>n, með fulfa kolakörfu upp, tóma niður. ^n hvort voru það karlmenn eða konur? Þeir v°ru eins og svartir skuggar, klæddir poka, sem f’uldi höfuðið og nakinn líkamann niður að hnjám. pejr hlupu, æptu og sungu alveg sam- taka, þeir flýttu sér, létu röðina ekki riðlast, ýttu hver öðium og liðu áfram eins og svipir undirheimum. Kaldur vindur blés innan úr N. Kv. VIII. 1. Lybíu-eyðimörk yfir Menzale-vatnið og þeytti reyk og ryki út á Miðjarðarhaf. Pað voru mæðgin sem voru að tala saman á þilfarinu: frú ísabella af hertogaættinni Pem- broke og einkasonur hennar, Hugh de Lucy. Hún hafði komið frá Kairó til þess að kveðja son sinn, sem ætlaði að fara á »Royal Sovereign® til Aþenuborgar og þaðan til Miklagarðs í þjón- ustu ríkisins. Hún ætlaði að vefja hann örm- um að skilnaði, gefa honum nokkur heilræði og hverfa síðan aftur til Kairó, þangað sem hennar störf kölluðu hana ; hún var nefnilega hjúkrunarkona í enska spítalanum þar. Frú ísabella hafði verið mjög fögur og var alþekt áður fyrir það, hvað hún var lagin við það að ríða mestu fjörhestum á dýraveiðum yfir stokka og steina, garða og keldur, en þegar hún sá, að átrúnaðargoðið hennar, hann Hugh hennar, var orðinn fullorðinn maður, göfugur í hugsunarhætti og vandaður, þá fanst henni að hún þyrfti ekki lengur að elta unaðsemdir þessa heims, þar eð maðurinn hennar var þá látinn, og gaf sig alla við kristilegri góðgerða- semi. Hún hafði gefið fátækum allan sinn mikla auð og hjúkraði nú sjúkum. Hún var ennþá fögur ásýndum, og ef til vill ennþá fegurri nú heldur en áður þegar mannkærleikinn skein ekki út úr andlitsdráttun- um. Mjallhvítar hærurnar krýndu ennið og þessi háa, hvítklædda kona var eins og einhver æðri vera. Hugh sonur hennar var höfði hærri en hún, samsvaraði sér vel, hafði æft og liðkað líkamann með leikfimi og dýraveiðum; hann var því Ijómandi fallegur á velli og allar hreyf- ingar hans eftir þvi. Hver vöðvi hans virtist vera fullþroskaður, hörundsliturinn var blóm- 1

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.