Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Síða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Síða 4
2 NYJAR KVÖLDVÖKUR. legur og bar vott um að hann hafði verið í veðurlagi bæði norðlægari og suðlægari landa og blakknað og roðnað á dýraveiðum og her- förum. Hann var mjög líkur móður sinni á- sýndum, en andlitsdrættirnir mýkri vegna æsk- unnar, augnaráðið bar vott um blíðlyndi og glaðlyndi um leið. Hann var í kjól eins og allir tignir Englendingar eru á kvöldin um mat- artíma, en á höfðinu hafði hann húfu, sem hallaðist mikið aftur í hnakkann. »Já, mamma,« sagðí hann, »þegar eg í Ad- en fékk skipun um að fara til Miklagarðs, þá fanst mér eins og gamall draumur væri að ræt- ast. Eg hef ekki sagt þér það ennþá, að þegar eg var f Feneyjum í fyrra vor, þá kom eg í San Lazaró, armenska klaustrið, sem er þar í einum hólmanum og þar sem er stórt bóka- safn og þrentsmiðja fyrir austurlenzkar bækur. Eg vildi sjá herbergið þar sem hinn frægi ætt- ingi okkar, Byron lávarður, vann. Pegar eg var inni þar sem hann hafði hugsað og ort svo mikið, þá Iifnaði sú ósk í brjósti mér, að hefj- ast handa og berjast til þess að frelsa kúgaða og þjakaða kristna þjóð, eins og hann. Pessi ósk hefur fest rætur hjá mér, og þegar eg heyrði að eg ætti að verða aðstoðarmaður sendiherra okkar í Miklagarði, þá vaknaði þessi gamla löngun mín, og eg vona að eg geti einhverju áorkað. Það er eins og stjórnin ætli líka að taka rögg á sig, enda er það hreinasta minkun, hvað hún hefur verið aðgerðalaus og horft á Tyrki kúga Armena. Rað verður að reka þessa grimmu siðleysingja út úr Norðurálfunnil* »Já, Hugh minn, eg vona það líka, og eg vildi að Gladstone hefði framkvæmdarvald og og gæti gert meira en að tala. En eg er hrædd um að ættingi okkar, Byron lávarður, hafi látið Ieiðast af löngun í æfintýri og af skáldlegum guðmóði fyrir fornri frægð Grikkja, og eg vona að þú hafir altaf aðalefnið hugfast; því að jöllu okkar starfi verðum við að hafa fyrir augum málefni frelsarans, endurlausnara heimsins. — Nú verð eg víst að kveðja þig, eg sé að verk- ið er á enda og að skipið ér á förum.« »Já, stundin er komiu. Við verðum að borða úti á hafinu. — Vertu nú sæl, mamma, og líði þér vel! * »Þau tókust í hendur og korfðust í augu. Rað virtist snöggvast sem frú ísabellu ætlaði að fara eins og rómversku konunni, sem rétti 6yni sínum skjöldinn, og hvetja hann til hreysti, en tilfinningarnar hennar báru hana ofurliði, hún faðmaði soh innilega að sér og kysti hann. »Vertu sæll, Hughl* »Vertu sæl, mamma!« Hún gekk niður skipsstigann, og beið henn- ar þar ruggandi, egypskur bátur. Hugh hjálp- aði móður sinni niður í bátinn, dökku róðrar- mennirnir lögðust á árar, og hann starði í rauð- leitri ljósglætunni á eftir hvítklæddri konunni, þangað til hún steig í land og hvarf upp í götuna við Café de la Bourse. Svo sneri hann sér við og fór niður til sjóforingjanna. Skipið fór hægt á stað, smá- herti svo á sér og klauf brátt öldurnar hinu- megin við stóra bylgjubrjótinn úti fyrir höfn- inni í Port Said. 2. »Royal Sovereign.* Þegar sóiin kom upp og speglaði sig í hafinu, var búið að þco alt sót og öll merki eftir svörtu álfana í Port Said og herskipið þeysti mjallahvítt eftir bláum bylgjum Miðjarð- arhafsins. Hið þunga brynskip skar sig áfram með ógnarþunga og þeytti frá sér hvítu löðr- inu á báða bóga og aftur af því sáust löður- rákirnar svo langt sem augað eygði. Skínandi löðrið lá eins og íshroði á dimmbláum iðandi haffletinum. »Royal Sovereign« fór ekki styztu leið til Aþenuborgar. Honum hafði verið skipað að sýna á sér brynjaðan belginn, ægilegu fallbyssu- kjaftana cg hið tignarlega enska merki í siglu- toppinum framan við hafnirnar í Krít; þarvoru óeirðir vegna þess að nokkur tyrknesk herskip höfðu verið send þangað landstjórninni til hjálp- ar. Ensku stjórninni þótti það ráðlegast að áminna bæði kristna menn og Múhameðs menn þar á eynni um það, að enski flotinn er alstað-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.