Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Page 8
6
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
sjór hafði líka verið ókyr og bylt »Heru« dug-
lega a báða enda.
»Verið þér sælir,« sagði Hugh við Armen-
ann, þegar hann fór.
»Verið þér sælir,« svaraði hinn, »og mér
þykir mjög vænt um að hafa kynst yður.«
4. Armenar.
Hugh varð glaður við að frétta að austur-
ríska skipið væri enn ekki farið; annars hefði
hann orðið að bíða í marga daga í Aþenu-
borg og fara svo á einhverju skipi ítalska fé-
lagsins; á hverju miðvikudagskvöldi kl. 7 fór
austurríska skipið beina leið frá Piræus til
Miklagarðs. Hann hafði því eina stund til þess
að koma sér fyrir; hann fékk menn til þess að
flytja fram kistur sínar og veiðibyssur og kom
svo sjálfur á eftir glaður í bragði yfir því að
komast úr öllum óþrifnaðinum á gríska skip-
inu og yfir í hítt.
Þegar hann var búinn að þvo sér og skifta
fötum, kom hann upp úr káetu sinni til þess
að sjá hin fornfrægu fjöll og sjá þegar skipið
færi af stað, og varð þá steinhissa á því að
reka óðara augun í Armenann. Par stóð Saoul
Kaljyattian fursti í gljáleður-stígvélum og yfir-
höfn eftir enskri tísku — og ekki einn, heldur
með fleira fólki. Hann var að tala við stúlku,
sem Hugh varð svo mikið um að sjá, að hann
alveg steingley mdi furstanum og þeim ými-
gusti, sem hann hafði á honum.
Hún var raunar með andlitsslæðu, en þeg-
ar gullnir geislar kvöldsólarinnar skinu á hana,
gat hann samt greint frítt andlit og stór svört
augun. Hún var beinvaxin og aðskorin, svört,
skósíð silkikápan, sem fóðruð var loðskinni,
huldi ekki yndisleik sköpulagsins. En auk þessa
var eitthvað sérstakt töfrandi, sem einkendi alt
viðmót hennar og hertók huga Englendingsins,
sem var móttækilegur fyrir alt fagurt. Honum
fanst, að á þessum fornhelgu stöðum, í nánd
við Olympos, væri einhver dísin þaðan kom-
in niður til mannanna. Hann dauðlangaði til
að athuga hana nánar, en bannsett slæðan á
svartri loðhúfunni varnaði honum þess. Smá-
atvik truflaði þessar háfleygu hugsanir hans.
Furstinn snerist á hæli og kinkaði vinsamlega
kolii til hans; það var auðséð að þessi skarp-
skygni maður hafði tekið eftir því, að Hugh
horfði aðdáunaraugum á stúlkuna; en hvernig
gat þessi maður, sem áður var svo kurteis,
dirfzt að heilsa svo óskammfeilnislega og kunn-
uglega? Hugh tók ekki kveðjunni, blóðið hljóp
fram í kinnar honum; hann fór út að borð-
stokk og fór að athuga burtför skipsins — en
var ekki eins rótt í skapi og vanalega.
Um leið og skipið fór af stað, var hringt
til matar, og Hugh fór niður í borðsalinn í
von um að sjá stúlkuna aftur við borðið. Pjónn-
inn skipaði í sæti, og Hugh lenti á milli tveggja
karlmanna; stúlkuna sá hann hvergi. Loksins
þegar verið var að enda við súpuna, kom
hún, og fylgdu henni tveir menn, Saoul fursti
og aldraður maður með langt, hvftt skegg.
Pau settust öll við hitt borðið, á móti Hugh
og til hliðar. Hann gleymdi nú öllu, sem í
kringum hann var og hafði ekki hugann á öðru
en ókunnu stúlkunni; hún var fagurlega búin,
klædd eftir ensku sniði, í mjög flegnum kjól
úr Ijómandi silki, svo að fagur hálsinn sást
greinilega; kolsvart hárið krýndi breitt ennið
eins og kóróna, augun voru stór og róieg;
honum fanst hörundsliturinn einkennilegur, hann
var ekki róslitaður og ekki heldur fölur, hör-
undið virtist honum eins og gagnsætt og lit-
urinn eins og á smágerfasta marmara.
»Viljið þér ekki ólífur?« sagði rödd við
hliðina á honum, »þær eru alveg nýjar.*
Hugh leit við stúrinn á svip og sá, að
þjónninn var að rétta honum fat; hann hafði
ekki fylgst með í borðhaldinu. En hver dirfð-
ist að bjóða honum nýjar ólifur? Hann sá að
boðið kom frá hægri sessunaut hans, sem beið
þess að fatið með hinum gómsæta rétti kæm-
ist áleiðis. Hugh tók engar ólífur, þó að hon-
um þættu þær mjög góðar; fatið hélt því
leiðar sinnar til sessunautsins, sem tók drjúg-
um af því. Hann var hörundsdökkur, ófríður,
smávaxinn maður, með gilt, bogið nef; en