Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Qupperneq 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Qupperneq 13
VINNUMAÐURINN. 11 hlíðaröxl þeirri sem aðgreindi þessa sveitar- hluta, lá bærinn Miklaholt; var þingstaður, og hreppurinn nefndur Holtshreppur, þar var kirkja °g aðsetursstaður prestsins. Rótti sú jörð góð að flestu leyti. Bæir stóðu í röðum að austan og vestanverðu í dalnum, og náði sú lögun út að Miklaholti. í hverfinu þar fyrir norðan lágu bæir á víð og dreif á öldumynduðu flat- lendi, sem var umvafið allskonar víðí og fleiri hraftjurtum. Efnahagur bænda var allgóður, þó óvíða væru stórbændur, en flestir höfðu nóg fyrir sig og sína, og mjög margir áttu jörðina sem þeir sátu á, og allir skuldlausir. Ef nokk- Ur skuldaði öðrum, var það við framfærslusveit Þess hins sama. Þegar eg eiginlega man fyrst eftir mér, var eg í fóstri hjá hjónunum, sem bjuggu í dalnum, nokkuð innan við Miklaholt, á bæ sem Qrund hét. Þau hétu Jón og Ása; eigi attu þau börn, en höfðu alið upp 2 börn önn- Ur en mig, sem látist höfðu nálægt fermingar- aldri og man eg lítið eftir þeim. Eg var tekin a 6 ári. Foreldrar mínir voru þá dánir, hún Þá fyrir 2 árum, en hann orðið bráðkvaddur tveimur dögum áður en fóstri minn sótti mig. Foreldrar mínir dvöldu í húsmensku á næsta við Qrund, og höfðu eigi átt önnur börn en mig, Eign þeirra hafði rétt hrokkið fyrir útför, eða eftir því sem eg hef komist næst, tékk fóstri minn ekki álnarvirði með mér. Eg nian eftir þegar faðir minn lézt, þá kom Árni ~~ svo hét húsbóndinn — inn í baðstofu, og var svo undarlegur, alt gekk í. hvíslingum og °tti sýndist mér á hverju andliti; svo fór hann ul og vinnumaður hans með, en eg var lok- aður inni í baðstofuhúsi og lítil stúlka sem hjónin áttu, en við sáum í gegn um rifu á þilinu, að þeir komu með föður minn og lögðu hann í rúm í frambaðstofu, breiddu svo tjald fyrir framan, en sátu þó lengi innan við, og hekti eg að föt föður míns, voru lögð fram fyrir tjaldið og þvottavatn og áhöld borin inn- fyrir. Eg vildi æða framfyrir og koma til pabba, hví mér fanst alt þetta svo óvanalegt og hræði- le8t, en stulkan þaggaði niður í mér. Morg- uninn eftir var mér sagt að hann væri dáinn, og þá var hann tekinn úr rúminu og borinn fram í skála, þá þótti mér óttalegast af öllu að sjá hann vafinn hvítu líni, hátt og lágt. og sjá hann liggja á fjöl, grét eg stjórnlaust eða orgaði, meðan á þessu stóð, svo eg var sár fyrir brjóstinu það sem eftir var dagsins. Mestu óhljóðin minkuðu í mér, meðan sungið var yfir líkinu, þá man eg fyrst eftir mínum kæra fósturföður, því hann hafði verið fenginn til að bera fram líkið og syngja yfir því. Daginn eftir að þetta skeði, sótti hann mig og bar sumt af leiðinni en ögn gat eg gengið, því færi og veður var indælt. Þetta var á einmánuði. Síðar var mér sagt að Árni bóndi hefði fundið föður minn, Iiggjandi meðvitundarlaus- an -á hlöðugólfi, sem var við hús á túninu. Nokkru fyr um daginn hafði hann gengið til húsanna og ekki kent neins meins, svo menn vissu. Fljótlega hefi eg víst gleymt föðurmissinum, því forsjónin veitti mér aðra foreldra, svo góða, að varla er hugsanlegt að betri gætu verið, þó að bönd blóðs og skyldu hefðu frá upphafi tengt mig við þau, og sá dagur var þá ekki upprunninn að skömm þætti að því, að fara gagnstætt þessu með munaðarleysingja, og því einstætt dæmi líklegasl. Bæði hjónin voru samanvalin í því að ann- ast mig og elska, hann var eftirlátari og hvers- dagslega blíðari, en hún var stöðugri í allri stjórn á mér, enda var hún það yfirleitt á heim- ilinu. Fyrirhyggja inni og úti var Iangtum meiri hjá henni en honum, þó hann væri duglegur til allra verka, og það með afbrigðum. Hann var þrekinn á vöxt, meðalmaður á hæð og hvatur í spori, bjartur að yfirlitum og ljóshærður með hátt og beint nef og stórt enn' og varð snemma sköllóttur. Hún var há og grönn með dökt hár mik- ið, fremur toginleit en rjóð f andliti, gráleit augu, kinnbeinin í stærra lagi og ennið breitt. Yfirandlitið tiltölulega meira um sig en niður- andlitið, því hakan var mjó og munnurinn nettur. Nokkuð var hún svipmikil og máske 2*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.