Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Síða 15
VINNUMAÐURINN. 13 að út af þessu gjaldi kæmust ekki flestir, en fyrirhyggju þurfti til þess, því kaupstaðarferðir voru ekki tíðar, að birgja sig til langs tíma með hverri, bæði af nauðsynjavöru, brennivíni o. fl. Nú var þessi öldungur varla orðinn ferða- fer um sóknir sínar, og að flestu aftur farið, nema sízt með róminn, en þrátt fyrir alt, héld- ust við allar gamlar venjur og engum kom til hugar að hann hætti prestskapnum. Enginn talaði neitt, utan velvildarorðum, og viðkvæði var 'að »blessuðum sauðnum® segðist vel, eins °g ætíð hefði verið. Einstöku beztu bændurn- ’ri fórust orð á þá leið, að það væri orðið lítið sveitarútsvar prestsins, og hefði ætíð verið fremur rýrt, því hann hafði aldrei búmaður verið, en einlægt væri þó að draga af því, og undarlegur ormur væri í efnum þessara presta, þeir gætu aldrei þrifist, þó þeir nytu þessara miklu og margbrotnu tekna, en til hvers væri að tala um það, þó hann nú blessaður segði af sér, þá kæmi einhver í staðinn sem aldrei e*gnaðist neitt, og yrði þó líklega miklu eftir- gangssamari með gjöldin. Svo væru þeir marg- lr þessir nýju prestar alveg raddlausir eins og fiskar, og hvaða gagn eða ánægja væri þá að Þeitn. Skollinn skyldi hafa alla rómlausa presta. Vor það sem eg var 14 ára gamall, og skyldi ganga til prestsins, til að búa mig und- lr fermingu, var séra Geir mjög lasinn, annað veifið í rúminu; það var álitin gigt sem að honum gekk, og messuföll urðu óvenjulega Utörg það vor. Fermingarbörnum sem fjærst voru i sóknunum, var komið fyrir um tíma í Srend við prestssetrið hér og þar, þau sem attu heima nálægt, máttu heima sitja og var eg eitt þeirra. Við vorum 15 úr öllum sóknunum. Ekki var það oft sem við gengum heim á prests- setr>ð, við fórum annanhvorn dag í hálfan mán- uð; þá settumst við hringinn í kringum karl- lnn f baðstofuhúsi hans. Hann var í lausarúmi °g var það haft á miðju gólfi. Rýður var hann 1 viðmóti við okkur og lét okkur lesa stutt, Því við vorum mörg þó kverið væri langt. Biblíusögur átti hann ekki við í það sinn. Tölu- vert brýndi hann fyrir okkur að forðast synd- ina, og þó enn meir -- af því að hún væri óumflýjanleg, og Satan sæti á svikræðum við mannanna kyn — að iðrast rækilega, til að fá fyrirgefningu, sökum fórnardauða Krists, því sá illi óvinur hlyti að láta undan því valdi, sem tekið hefði á sig allar mannanna syndir, ef iðrunin væri nógu heit og andinn sundur- kraminn. En áftur talaði hann furðulítið um það, að innræta sér kenningar Krists, sjaldan um kjarnann í ræðum hans, meira um strangt réttlæti, en kærleika drottins, og yfirhöfuð lítið um siðgæði hér í lífi og rétta breytni við bræður og systur. Hjá honum var að fá öfluga viðvörun við löstum og glæpum, en síður upp- hvatning til mannúðar og bróðurkærleika, og þó var hann sjálfur drenglyndur og vildi öll- um vel. — Á þrenningarhátíðinni fermdi presturinn okk- ur, var þá farinn að hressast nokkuð, en þó með veikum burðum. Fermingardaginn var veður kalt af norðri, en úrkomulítið fram að hádegi, úr því skall á brunastórhríð, svo um messutímann heyrðist varla til prestsins og var hann þó hátalaður, en til barnanna heyrðu víst fáir af söfnuðin- um. En þó veðrið væri ægilégt, var eg hálf- feginn, að það varð til þess að ekki heyrðist til mín, því eg var feiminn. Eg hafði aldrei verið yfirheyrður á kirkjugólfi, og þó eg kynni viðstöðulaust kverið mitt og gengi vel að svara út úr, var einhver beygur í mér við fullorðna fólkið. Eg hefi víst hugsað að það væri svo hámentað úr skóla lífsins. »Svo lengi lærir sem lifir*' hefur mér þá komið til hugar, en því ver hefur mér ekki reynst svo vera alment síð- an, og mörgum orðið kverið og biblían, ókunn- ur heimur, þó nógar þululærdóm hati fengið úr þeim í óráði bernskunnar. Rannig leið þessi dagur, sem var sunnudagurinn í 7. viku sum- ars. Flestir komust heim að kveldi, því ögn rofaði til, nema það sem lengst var aðkomið, hafði tekið sér gistingu á leiðinni heim. Hreppsstjórinn í Holtshreppi hét Pórður og bjó rausnarbúi í Ási í Skógahverfi, vel mið-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.