Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Page 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Page 16
14 NYIAR KVÖLDVÖKUR. aldra maður, og hafði verið við sveitarstjórn- ina, síðan hann byrjaði búskap. Launaður var hann af hreppsfé, nú á síðari árum og það með ríflegri upphæð, en þá voru föst laun hreppstjóra ekki komin í gildi. Enginn annar vildi taka þann starfa á hendur, heldur ekki eins vaxinn því, hreppurinn var stór og sveit- arþyngslin mikil, þó margir bændur væru efna- menn sem mikið þoldu. Rórður var skynsam- ur og allvel að sér í mörgu, kappsmaður mik- ill og hlaut það flest fram að ganga sem hann vildi. Rað var komið í vana að sitja og standa eftir hans fyrirskipun. Mörgum þótti nóg um ráðríki hans, en það bætti um, að hann var hreinlyndur og fór ekki á bak við neinn, með það sem hann ætlaði að gera. Ef geðofsi hans og frekja spilti fyrir einhverju máli, þar sem þéttlyndi og þrautseigja var á móti, hafði hann sér til aðstoðar bónda í grendinni, sem Magn- ús hét og var skýr maður, geðhægur og lipur í viðtali. Hann sendi Pórður af örkinni, til að fá því framgengt með góðu, sem hann sá að ekki mundi vinnast með harðfengi, og eins að koma mörgu smávegis í lag, með sinni ljúf- mannlegu framkomu, sem hinum þótti fyrir neðan sig að eiga við, en innan frá afkimum og skúmaskotum í bæjunum, og eftir götuslóð- um, skomingum og lautardrögum í milli bæj- anna fram og aftur, læddist sá orðasveimur að annar væri óþolandi harðstjóri, en hinn ó- hreinlyndur smjaðrari, en sannast sagt, stjórn- uðu báðir vel, þó það væri gert sitt með hverju móti. Báðir voru vel efnaðir, en Rórð- ur langt um meir, enda var hann í launuðu embætti; en hinn hafði ekkert fyrir mörg ó- mök og talsvert vanþakklæti. — Tveimur árum eftir að eg var fermdur, voru harðindi mikil frá sólstöðum og fram í 4. viku sumars. Víða jarðbönn allan þennan tíma. Voru þá flestir í Skarðsárdal þrotnir með hey fyrir fé og hross, þegar leið að sumarmálum og eftir það, og búnir að reka út í Skógahverfi þegar batinn byrjaði. Par hafði lengst af verið snöp, og nokkrir sem hjálpað gátu um hey, þó engjar væru elcki grösugar. Fóstri minn var annar af tveimur mönnum í dalnum, sem aflagsfær var, enda dró hann sig ekki í hlé, og lét af hendi hey daglega, þar til að ekki var nægilegt eftir handa kúnum þegar batnaði, þó alt kæmist af hjá honum, og yfirleitt varð ekki fellir, nema sumir mistu nokkuð af lömb- um undan ám sínum; mátti það ekki mikið heita eftir áhorfum, en batinn var góður, þeg- ar hann kom, og jörðin kjarngóð, þegar hún kom undan svo viðvarandi snjóbreiðu, sem á henni hafði legið. Retta vor fékk Þorður hreppsstjóri tilkynn- ingu um það vestan úr Bitru, að svo fljótt sem ísa leysti, svo vegir yrðu færir, væri í á- formi að taka upp og flytja hreppaflutningi hjón nokkur ásamt tveimur börnum þeirra, sem eftir öllum fengnum upplýsingum hlytu að eiga framfærslusveit í hans hreppi. Bréf það sem kom að vestan, gat þess þó um leið, að grunur hefði lagst á þessi hjón um sauða- þjófnað og fleira, og væri nú sem stæði und- ir rannsókn, en allra nýjustu líkur bentu þó til þess, að þau mundu sleppa, og með því að þau væru öreigar, mundi ékki verða dregið að flytja þau á stað þegar hægt væri. Líka væri nú farið að lána styrk til viðurværis þeim, upp á væntanlegt endurgjald frá Holthreppi, en æskiiegt væri að styrkur sá væri ekki meiri, en ítrasta nauðsyn krefði. Bæði hreppsstjórinn og aðrir könnuðust vel við sveitfesti mannsins. Hann hét Einarog hafði alizt upp hjá bændum, sem enn voru uppi í hreppnum. Unglingur hafði hann farið í vistir vestur um sveitir, og komið sér heldur vel. Heyrst hafði að hann hefði komist í kunn- ingskap við stúlku, sem orðlögð var fyrir skap- vonzku og vargsæði í flestri framkomu og því alstaðar illa liðin og hvergi nema ár í stað. Hún var orðin miðaldra, þegar hún narraði þennan meinlausa ungling til að giftast sér, og ásamt öðrum óknyttum sýnt sig í að stela. Flestir trúðu því fljótt, að hún hefði komið mannnræflinum til þess, og undirokað hann í því sem öðru, þó hann hefði verið frómur, meðan hann var sjálfum sér ráðandi. Hún hafði

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.