Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Page 19
UNDIR ÞlLJUM.
17
ríkjunum. Var hamingjan honum svo hliðholl
þar, að skoðun hans var sú, að Ameríka væri
það eina land á hnettinum, sem væri þess vert,
að maður lifði þar, það eina land, sem maður
— eftir hans eigin orðum — gæti lifað í »eins
°g mann langaði til, og gæti unnið sér inn
fleiri peninga en presturinn við greftranina.«
Eg hafði kynst honum strax eftir að við létum
úr höfn í London. Hið einkennilega hatur hans
á öllum enskum stofnunum, heift hans á öllu
evrópsku stéttadrambi og hinar ofsalegu árásir
hans á marga þá siði, sem Norðurálfumenn
a'ast upp við og venja sig ósjálfrátt á, höfðu
hrifið
mig gersamlega, og skemt mér svo vel,
að við vorum ekki komnir langt niður með
Themsá, þegar við höfðum í góðu samlyndi
haft endaskifti á gömlu Evrópu: vikið frá keis-
urum og kóngum, stungið páfanum í gustuka-
hæli, gert upptæk hin stóru erfðaóðul, rifið
n'ður landamerki þjóðanna og búið til undir-
dýnur handa öreigalýðnum úr þjóðbúningunum.
Þegar við höfðum náð Norðursjónum, og
veðrið versnaði með deginum, hafði samræða
okkar stirðnað smátt og smátt. Eg vildi nota
tekifærið til að gefa gætur að Iofti og legi, svo
hafið og seglskipin höfðu nú tekið hug minn
iastari tökum en landa og stéttaskipun Evrópu.
Eg hafði nær því gleymt því, að eg stóð á
þhfarinu á stóru eimskipi, þegar fyrnefndri
sPurningu var beint til mín af hinum áður-
nefnda skipstjóra.
Eg svaraði honum brosandi, að eg hefði
staðið í altof nánu sambandi við sjóin nú sfð-
nstu árin, til þess að leggja af hendi þess-
ar fórnir, sem flestum þættu svo erfiðar.
Hann brosti aftur á móti, og skýrði mér frá
að hann hefði gefið mér gætur um nokkurn
h’ma, og altaf séð mig á sama stað með allri
athygli minni á lofti og sjó, og það hefði hann
tekið sem órækt vitni þess, að eg væri sjóveik-
Ur- Nú yrði hann að játa að með allri skarp-
skygni sinni hefði sér missýnst, og þess vegna
v'ldi hann eggja mig á að koma undir þiljur
með sér og tæma eitt glas. »Pér megið vera
Vlss Um>« hélt hann áfram, um leið og hann
dró augun í pung og snéri sér á móti vind-
inum, »að við fáum bráðum sjóinn á flatt skip
og þá megið þér hypja yður niður, hvort sem
þér viljið eða ekki. Vindurinn er nú þegar
meiri en nógur, og eg þori að ábyrgjast, að
hann hvessir með nóttinni heldur en hitt. Og
verði skipinu beitt tveim strikum nær vindi,
skal eg hengja mig upp á, að hásetarnir þurfa
ekki að þvo þilfarið í fyrramálið.
Eg sá, að hann hafði rétt að mæla og lof-
aði að koma, þegar eg hafði reykt úr pípunni
minni. Hann gerði sig ánægðan með það og
gekk undir þiljur, en eg dvaldi enn um fjórð-
ung stundar á þilfarinu.
Það var kolníða myrkur. Skipið seig nið-
ur í öldudalina djúpa og breiða, og lyftist aft-
ur upp á næstu hrönn, eins og skepna, sem
þefar í vindinn til þess að vita, hvað hann ber
með sér. Alt var koldimt nema einstöku.Ijós-
rákir, sem köstuðust frá vélarrúminu.
Pað leið ekki á löngu þar til eg fékk að
þreifa á því, að stefnunni hafði verið breytt.
Hátt hvítblátt löðrið rauk alt í einu yfir stjór-
borðssíðuna, og þungur öldufaldur brotnaði
inn á miðju skipsins, valt suðandi og skvamp-
andi aftur þilfarið og rennbleytti langan og
magran stýrimann, sem bölvaði honum duglega
fyrir áleitnina. Við hnykkinn hafði eg senzt á
fjórum fótum út að borðstokknum hléborða.
Þegar eg þóttist viss um að hér væri enginn
griðastaður fyrir mig, þá hafði eg mig að stig-
anum, sneri mér við á sjómannahátt, og steig
fast og karlmannlega aftur á bak niður stigann.
Stofa undir þiljum á eimskipi, að kvöldi til,
þegar vont er í sjóinn líkist altaf sjálfri sér:
Hengilampi sentist fram og aftar undir Ioftinu,
stunur og andvörp heyrast úr hliðarherbergj-
unum alt í kring. Rjónarnir á sífeldum hlaup-
um með undarleg blikkílát, sem líta grunsam-
lega út. Loftið er heitt og þungt og undar-
lega samblandað ýmsum efnum. Og aðeins
hraustustu kempurnar sjást við matborðið.
A meðal þessara útvöldu og hraustu fann
eg strax vin minn Ameríkumanninn.
»Nú hafið þér fengið nóg af því þarna
1