Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Síða 21
UNDIR PILJUM.
19
Pytur vindsins gegnum opinn glu<rgann, há-
vaðinn af sjóunum, þegar þeir brotnuðu a þil-
farinu, brakið í trjám og dyrum, og stunur
þeirra sjóveiku, voru alt saman raddir sem
mintu á kringumstæðurnar. Samtalið fór líka
eftir því. Sögur um sjóferðir, góð og ill skip,
góð og vond veður — helzt þó vond — um
lífið á Themsá, í kínverska hafinu, meðal Hott-
entottanna, skiftust um hjá okkur. Og einn okk-
ar hafði einmitt beðið um púns í þriðja sinn,
í staðinn fyrir það sem niður fór, þegar ullar-
teppapakkinn, sem eg hafði veitt eftirtekt, varð
skyndilega órólegur og háar stunur heyrðust
frá sama stað, svo honum hlaut að líða óvenju-
■ega illa.
Trúboðinn stóð upp f mesta flýti og hafði
s'g til legubekkjarins með nokkrum erfiðismun-
um án þess að missa fótanna. Samt var kom-
mn þar á undan honum þjónustusamur andi
með hið fyrnefnda blikkílát. Trúboðinn þukl-
aði eitthvað á teppunum, tautaði nokkur hug-
hreystingarorð, líkust særingum til sjóveikinnar,
gerði tilraun með vatnsglas, og sneri síðan við
t'l eldsins — eða púnsins — með svo hátíðleg-
um svip, að það var eins og hann hefði ver-
•ð að þjónusta deyjandi mann.
Ameríkumaðurinn, sem hafði veitt öllum
^reyfingum hans nákvæma eftirtekt, stakk tungu
broddinum út í kinnina, sem sneri að mér; og
eftir að hafa látið fyrirlitningu sína í ljós á
Þennan hugvitsamlega hátt fyrir hinum hjálp-
sama trúboða, spurði hann í sakleysislegasta
róm, sem nokkur getur átt, hvort Mr. Snugg-
,ns sýndi altaf sífeldlega þennan mannkærleika,
eða hvort hann léti sér sérstaklega ant um þenn-
au sjúkling. Trúboðinn leit eitt augnablik rann-
sakandi á hið veðurbarða andlit sjómannsins;
en þegar það breytti sér ekki neitt, spenti hann
greipar um toddyglasið og sagði með djúpu
andvarpi:
»Eg leitast við eftir mínu veiku kröftum
að breyta eins við alla menn í Kristi, og hjálpa
°g hugga þegar eg finn þá sorgmæddu. Eg hef
'íka sérstakar skyldur til að vaka og biðja yfir
þessum sjúklingi, því að guð hefur einu siiini
valið mig óverðugan til að frelsa þessa sál frá
glötun og auka við hans góðu hjörð ^einum
villuráfandi sauð.«
»Nú, er því þannig varið,« skaut sá ameríski
inn í. Þá má þessi góða |hjörð — sem þér
kallið hana — vera yður mjög nákomin. En
hvað sem því líður, þá sýnistjmér sauðnum
yðar líða fremur illa. En herra guð! Maður
er þó altaf maður, þó þér nefnið hann sauð.
En þjónninn hélt að hann hefði haft hita, þeg-
ar hann kom á skipið; aðjminsta kosti var mér
sagtj að hann hefði strax á ánni vafið sig inn
í ullarteppi og beðið um vatn, ~og það er þó
ekki gott merki, En þér ættuð að gefa gætur
að, Mr. Snuggins, að herfang yðar gefi ekki
festarnar eftir og dragist aftur úr. Hvað eg á
við með því? Eg á við, guð minn góður, að
manntetrið geti hrokkið upp af áður en þér
getið betlað einn eyri út úr honum handa
söfnuði yðar. Pað lítur út fyrir að þér efist
um þetta, Mr. Snuggins. En eg skal segja yður
og þeini hinuin eina sögu um það, hvernig
hitinn og sjóveikin gerðu út af við þá yndis-
legustu veru, sem eg hefi^séð á æfi minni.
Pað er eitt af því, sem eg get aldrei gleymt,
og eitt af því sem eg tala nauðugur um.^En
eg get nú einu sinni ekki þolað það, að menn
trúi þvi ekki sem eg segi, og þessvegna skul-
uð þér, Mr. Snuggins, fá að heyra söguna.*
Ameríku maðurinn tók glasið sitt, tæmdi
það í einum teig, gaf síðan þjóninum vina-
lega merki, og lét hann ekki standa á sér með
efni í nýtt glas. Eftir það tók hann til orða:
»Pið vitið ef til vill, góðir hálsar, eða
að minsta kosti hef eg sagt löndum mínum það,
að á yngri árum mínum var eg á enskum skip-
um. Pað var eitt af því sem eg hefði aldrei
átt að gera, ekki sízt ef eg hefði hugsað út í
það, að það er til fólk hinumegin hafsins, sem
ekki kærir sig meira um England en matbaun,
og sem hefur skip, ersetja þá fyrst toppseglin
upp, þegar þessir ensku kolakassar og sorp-
körfur snúa kilinum upp. En eg var eins og
áður segir, á þessum sóðalegu döllum, og var
V