Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Síða 22
20
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
nýráðinn, þegar það gerðist sem nú ætla eg
að segja.
Eg var ráðinn stýrimaður á skonnortu, sem
fór strandferðir milli Rotterdam, London og
Leith. Skipstjórinn var raunar duglegur maður
en tók sér fulloft »neðan í því,« — Mr. Simson,
þér verðið að hjálpa yður sjálfir, hér ér koní-
ak og sykur — og þegar svo bar undir tók
eg við stjórninni. Skipstjóri lá þá í rúminu
og var var veikur að sagt yar, og fólkið á
skipinu lést trúa því, þar tií hann klæddi sig
aftur.
Vegna þess að skipið fór strandferðir, og
var fljótara og reglulegra í ferðum en mörg
önnur fengum við stöku sinnum farþegja; ann-
aðhvort þá, sem skipstjóri þekti sjálfur eða þá
sem hann var beðinn fyrir. Til þess að betur
færi um þá, var káetunni skift í tvent méð skil-
rúmi, því að hún var nógu breið áður. Með
því móti fengum við tvær káetur, aðra fyrir
farþegja og aðra fyrir okkur; og var sú, sem
farþegar notuðu nefnd »salurinn«. Nokkrir af
hásetunum nefndu hana líka »Örkina hans Nóa,«
vegna þess að matsveinninn, sem hafði lært
málaraiðn, þegar hann var drengur, hafði málað
hana þvera og endilanga undir þilfarinu með
öllum hugsanlegum dýramyndum, bæði lands
og lagar skepnum.
Bæði skipstjóri og skip voru frá Lowestoft
og gerðum við stundum svolítinn útúrdúr þar
inn og spjölluðum við gamla félaga. Á haustin
þegar ljótt var útlit og engir farþegjar, gerð-
um við oft þessar ferðir þar inn. Þannig var
það einn seinnipart dags f október, rétt eftir
að þokan hafði lagt sig eins og múr á milli
okkar og landsins, að við fórum þessa gömlu
leið. Með grunnlóðið í hendinni og lúðurinn
við munninn fundum við leiðina inn að haf-
skipabryggjunni og bundum langfestar utarlega
eftir að hafa búið alt undir brottför, þégar þok-
unni létti af.
(Framh.)
Menningarþættir.
2. Ahrif náttúruþekkingarinnar.
Orsökin til nærfelt allra þeirra stóibreytinga,
sem orðið hafa á vinnubrögðum manna á síð-
ustu tímum, liggur nær einvörðungu í því, að
menn hafa snúið sér nær náttúrunni en áður
var. Hvar sem einhverjar verulegar framfarir
hafa á orðið í þeirri grein, eiga þær kyn sitt
að rekja til aukinnar náttúruþekkingar. Og þar
sem náttúran og vinnan hafa tekið höndum
saman, hefur myndazt ný starfsemisgrein, sem
kölluð er iðnfræði (Teknik); takmark hennar
er það að efla bæði iðnað og vísindi jöfnum
höndum eftir föngum, hleypa nýju lffi í hvort-
tveggja og hvetja bæði til að herða sig að ná
nýjum framfarabrautum.
Iðnfrœði myndaðist fyrst á 17. öld, og á
rót sína að rekja til hinna miklu framfara nátt-
úruvísindanna, sem áttu upphaf sitt að þakka
öðrum eins mönnum eins og Galilei, Koper-
nikusi, Newton, Huyghens og eftirmönnum
þeirra. Á síðara helmingi 18. aldar fanst svo
sú vélin upp 1769, sem mestu byltingu hefur
gert í öllum iðnaði í veröldinni, gufuvélin,
enda þótt hún gæti ekki notið sfn' að fullu í
Norðurálfunni fyr en menn voru farnir að jafna
sig aftur eftir Napóleonsstyrjaldirnar; þó var
farið að nota hana í þarfir samgangnanna um
1830 á járnbrautum og gufuskipum; eftir 1880
hefur gufuvélin fengið hættulegan keppinaut þar
sem rafurmagnið er.
Afleiðing þessarar stórkostlegu byltingar
hefur orðið sú að hin dauðu öfl, sem felast í
skauti náttúrunnar, hafa verið knúð til að vakna
og þjóna mönnunum. Menn þurfa nú ekki leng-
að sætta sig eingöngu við að nota sína krafta
eina og vinnudýra sinna, heldur hafa þeir nú
orðið ráð á þvi að nota sér öfl þau er sofið
hafa í vatninu, gufunni og rafmagninu, og er
vant að mæla þá krafta í hestöflum. Árið 1865
var vinnuaflið í helztu menningarríkjunum met-
ið 12 miljónir hestafla, 1878 22 milj., og árið
1900 60 miljónir hestafla. Hvert hestafl svarar