Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Qupperneq 24
22
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
það mjög alla vinnu við borun. Eftir ásigkomu-
lagi málmgrýtisins eru viðhafðar tvennskonar
borvélar: höggvélar eða meitilvélar, þegar grjót-
ið er mjög hart, og snúningsvélar eða nafra-
vélar, þegar það er mýkra. Hraðinn á þessum
vélum er afarmikill. Meitilvélarnar greiða þann-
ig um 350 högg á mfnútu hverri. Pegar bor-
holurnar eru orðnar nógu djúpar, er sett í þær
sprengiefni og kveikt í því síðan með rafmagtis-
straumi.
Málmgrýtið var fyrrum flutt að aðalbrurtn-
inum á vögnum, sem gengu á járnteinum, og
drógu þá oftast hestar. Svo var það dregið
upp á jörð í körfum. Nú fer alt þetta fram
með mótoraafli, og vagnar eru dregnir með
rafmagnsreiðum, ef rúm leyfir í námunni niðri.
Rafmagnsreiðir voru fyrst notaðar við náma-
rekstur, og þóttu þær þegar hinar ágætustu
því að þeim eru engar gastegundir samfara,
svo að þær spilla alls ekki lofti, heldur bæta
það miklu fremur og styðja að því að loft-
endurnýjun fái sem greiðastan gang.
Samt eru margar hættur námavinnunni sam-
fara, eins og sjá má á blöðunum; það er æði-
oft getið þar um ýmiskonar námaslys, og hafa
oft farizt þar margir menn og dáið hinum versta
dáuða. Ef ekki eru nógu ramlegar stoðir og
skilrúm sett í námagöngunum til þess að styðja
bæði þak og veggi, hrynja þau einatt sam3n
og loka þá svo inni, sem eru að vinnu þar
fyrir innan, eins og nýlega fór í Englandi, ef
menn lenda þá ekki beint undir hruninu! Svo
geta oft gosið fram stórkostleg vatnsflóð í nám-
um og fylt þær á stuttri stundu; verður bæði
að varna því og leiða það burtu. Þá eru og
til í námum ýmsar skaðlegar gastegundir, sem
verður að leiða burtu, og leiða inn hreint og
gott andrúmsloft til þeirra, sem eru við vinn-
una. Valn í námum er leitt burt eftir náma-
göngum, sem til þess eru gerð, eða dælt upp
í námabrunnum.
Loftleiðsla ofan í námur fer fram bæði á
náttúrlegan hátt og með tilfæringum. Hið fyrra
fer fram þannig, að loft að utan streymir inn
1 námuna, en hitt streymir útj án þess að það
þurfi nokkurra sérstakra aðgerða við. En hin
síðari loftendurnýjun er gerð með ofnum og
vélum. Ofnarnir eru settir í eða ofan á loft-
leiðslubrunn, og hraða þeir loftskiftunum með
því að loftið hitnar í þeim; myndu þeir þann-
ig uppstígandi hitaloftsstraum og kemur þá
kaldara loft að í þess stað, er burtu fer. Vél-
arnar eru aftur á móti loftsdæluvélar, sem soga
loftið upp úr djúpi námunnar.
Hættulegast í námum er sprengiloft það, er
oft myndast í námum, sambland af kolvatns-
efni oð lofti (námugas); það kviknar í því, ef
það snertir loga, springur eins og púðurskot
og veldur oft voðalegu tjóni. Til þess að var-
ast hættu þesssa, nota menn óryggislampa Da-
vys; er hann luktut þéttu neti úr málmvír.
Námugasið kviknar ekki fyr en netið er orðið
hvítglóandi, en það kemur sjaldan fyrir, og
má sjá ef gas þetta er fyrir hendi, þvf þá rýk-
ur lampinn. Námugasið er lettara en andrúms-
loftið, en er annars litarlaust og lyktarlaust, en
ef mikið er af því, er það banvænt að anda
því að sér. Sprengingunum eru samfara mikill
hiti og svo banvænar lofttegundir. Tíðastar eru
þessar voðalegu sprengingar í kolanámum; urðu
fyrrum oft ógurleg slys af þeim, en nú er það
orðið fátíðara, sem betur fer.
Þegar gætt er að þýðingu steinaríkisins yfir
höfuð í búnaðarsögu mannkynsins, verður því
ekki mótmælt, að kolin standa þar efst á blaði.
Næst þeim koma málmarnir, og verður járnið
þar aftur efst á blaði, því að kol og járn verða
nú ekki lengur aðskilin, enda hafa þau mesta
þýðingu á þessari vélaöld. Pað er varla orðið
hægt að komast bæja á milli erlendis nema
nota til þess gufuskip eða gufuvagna. Þvínæst
koma góðmálmarnir, guilið og silfrið, og svo
renna þungu málmarnir í sporaslóðina á' eftir
þeim. Sérstakan flokk mynda dýrustu málmarn-
ir, og fljóta gimsteinarnir i röð með þeim. Svo
koma söltin, lagar- og loftkend efni og stein-
tegundir og jarðtegundir síðar. Petta eru alt
námaafurðir.
Kol og járn hafa stundum verið kölluð hin-
ir »svörlu demantar« vegna þess, hvað þaa