Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Side 26
24
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
hans við kirkjutrúna, eða trúarbrögðin, sem
hann kallar, og svo að síðustu niðurlagsorð.
Hér er hvorki tími né rúm til þess að fara
að rekja hugsunarþráð hans og rök, og ekki
heldur það, hvernig hann hugsar sér kerfi til-
veruunar. Rað þyrfti að skrifa upp svo mikið
af bókinni til þess. Eigi er þá heldur hægt að
taka til meðferðar eða rökræða ástæður hans
eða niðnrstöður þær, sem hann kemst að, því
þær eru saga hugsananna; og svo þyrfti þá
að skýra frá einstökum köflum, ef ælti að rök-
ræða þá, og yrði þá hætt við að þeir kaflar
yrðu slitnir út úr sambandi heildarinnar. Eg
Ieiði því hvorttveggja hjá mér. En til þess vildi
eg ráða hverjum hugsandi manni að lesa bók-
ina, lesa hana með athygli, og það oftar en
einu sinni; hngsunin er víða þung og erfið
viðfangs; það þarf oft mikið til að átta sig
vel á henni fyrst. En við aó lesa hana tvisvar
— þrisvar, greiðist altsaman og verður Ijóst.
Lífsskoðunin er fögur og göfugmannleg, og
hið háleita takmark mannsins er þar margítrek-
að. Mér brá við að hitta þar hugmyndir, sem
höf. mér vitanlega gat ekki vitað neitt um að
eru nú ríkjandi meðal eins flokks trúspekinga í
heiminum — það er skoðun hans á tilveru og
ástandi manna eftir dauðann. Pað mál útlistar
hann í 47.-49, gr. F*að kemur þar fram hjá
honum sú skoðun, að menn geti »setið eftir«
i mannlegu eðli, ef menn hafa ekki haft færi
eða vilja á því að þroskast svo og fulikomn-
ast í lífinu, sem til var hægt að ætlast; að
menn þrái þá til jarðlífsins aftur, þegar ekkert
í jarðlífinu hafi getað lyft andanum hærra en
til hversdagslegra síngirnismála; þá fylgi sú
þrá manninum yfir um og geri annað líf hon-
um að kvalastað um stundarsakir. Ressum sál-
um þykir honum líklegt að verði fyrirsett að
holdgast aftur, lifa upp aftur og læra betur, og
það hvað eftir annað þangað til þeir hafa lært
að fullkomnast á jörðu. Petta verða þær að
lifa sjálfum sér til fullkomnunar. Annað er það,
að göfugar og fullkomnar verur geti einnig
eftir ráðstöfun hinnar eilífu speki klæðst aftur
mannlegu holdi og fæðst að nýju til þess að
koma fram með mannkyninu sem fræðarar þesS
og fullkomnarar, til þess að birta því ómetan-
leg sannindi eg lyfta því á hærra stig. Hug-
mynd þessi er ný fyrir oss, og mun því mörg-
um finnast athugaverð. En hvað sem því líð-
ur, þá er hún þess verð að hún sé tekin til
greina eftir framsetningu hans og rökleiðslu.
Pannig er allmargt í bókinni alveg nýtt fyrir
oss, — og þess munu iíklega fá dæmi, þótt
víða um heim se leitað, að bóndamaður ofan
úr sveit reki þannig hugsanarökleiðslur, eins og
hann hefur gert. Og það gerir hann með allri
auðmýkt vísindamannsins og guðsbarnsins í
einu — mannsins, *sem hefur móti vilja sín-
um liðið skipbrot á barnstrú sinni, verið næst-
um sokkinn í hyldýpi vantrúar, bjargazt þó með
guðs hjálp að landi — ekki samt að skoðunar-
landi, heldur að hugsjónarlandi. Par finnur hann
loksins hvíld — með guðs hjálp. Um þétta er
saga mín. Guði tilheyrir dýrðin, en mér ber
að fyrirverða mig,« — svo endar hann bók
sína.
Eg er hræddur um fáir kanpi og lesi bók-
ina — og er illa farið. Pað ættu að lesahana
sem flestir, sem kunna að lesa og nenna að
hugsa. Peir geta grætt mikið á henni. Pað er
í henni mikill andlegur auður, göfgandi og
Iyftandi fyrir hvern mann á þessum efnishyggju-
tímum.
/• /
Hefnd vinnukonunnar.
F r ú i n við vinnukonuna, sem er að hafa
vistaskifti: »Og svo verð eg nú að fá að sjá í
koffortin yðar, því þar sem þér höfðuð lykl-
ana að öllum geymslubúrum og hirzlum í hús-
inu, get eg búist við að þér hafið tekið hitt
og þetta með yður.«
»Vinnukonan: »0-nei, frú, þess þurfið
þér ekki. Pað einasta sem eg tek með mér
héðan er ást mannsins yðar.«