Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Blaðsíða 3
HVERJUM ER UM ÐA KENNA
123
En samt var alt í ólagi með stofnunina.
Drengirnir dóu eins og flugur, útivinnan gaf
ekkert af sér og frá hinum ágætu verkstæðum
kom ekkert nema hið argasta rusl. Rað var þó
merkilegt. Rað fór að fara um þingið. Ráðherr-
ana líka. Seinast fór að fara um nefndina sjálfa
við græna borðið, og það svo að einn af
nefndarmönnum sagði þessi viturlegu orð: »Ö1I
ógæfan stafar af því, að það vantar stjórn.
Það þarf járnhönd þar.«
Eg að mínu leyti hef aldrei séð aðrar járn-
hendur en þær, sem hafðar eru sem búðar-
merki á hnnzkasölubúðum, og þær eru úr
pjátri og málaðar rauðar. En svo Iangt sem
eg man, hef eg heyrt fólk stagast á járnhendi,
ef einhverja örðugleika hefur þótt þurfa að
yfirvinna við opinber eða einstök fyrirtæki. Það
heldur að ekkert þjóðveldi eða frjáls stjórnar-
skipun standist, nema menn nái í einhverja
járnhönd, mann með hörðum hnefa.
Til þess að koma nú þessari ófæru stofnun
aftur í stöfunina reyndu menn nú að finna
mann með þessari járnhendi, og það hepnað-
ist rétt strax að finna hann. Hann fékk meira
að segja embættið nærri meðmælendalaust. Pað
þurfti ekki meðinæli nema frá fjórtán þing-
mönnum og átta öldungum, auk þess sem það
reið baggamuninn, að hann var mágur dyra-
varðarins hjá einni af frillum ráðgjafanna.
Steinn kapteinn hafði eitthvað, sem minti á
nafnið hans, í hjartastað, og hafði hann nýlega
með heiðri og sóma fengið lausn frá embætti
sínu sem heiðariegur embættismaður við hegn-
ingarherdeildina í Afríku. Hann hafði ekki út-
helt blóði sínu á neinum vígvelli, en var af-
bragð til þess að setja mann í svartholið eða
setja hann í krappabeygju í brennandi sólarhita
fyrir hvað lítið sem var.
Þessi fyrverandi þrælafógeti með offíseratign
hafði þessa margþráðu járnhönd, og hann lét
ekki bíða að láta hana falla þungt niður á
lærisveina stofnunarinnar. Formaður hans hafði
að vísu ekki verið sjóðnum sérlega þarfur, en
að öðru leyti var hann heldur meinleysingur.
Honum var alveg sama, hvernig það sióðaðist
áfram, ef hann fekk launin sín og dálítil ómaks-
laun að auki, og þurfti auk þess ekki annað
að gera en að éta og drekka. Steinn kapteinn
var aftur grimmur maður, því að hann var
skyldumaður. Hann hafði verið settur við stofn-
unina til þess að láta þar til sín taka, og hann
vildi að stjórnin hefði eitthvað upp úr pening-
um sínum. Rað var af einberri samvizkusemi,
að hann setti drengina inn í refsingarstofuna
fyrir hverja smáyfirsjón, og honum fanst hann
starfa í nafni hins strangasta réttlætis, þegar
hann misbeitti fangelsisrefsingu og fjötrum.
Þetta ruddamenni var í aðra röndina heið-
arlegur maður; hann hafði undir sér eitthvað
um þrjátíu manns með hermannahúfur og í
grábláum klæðisfrökkum með gulum snúrum,
og var hann bæði afarharður við þá og þó
umburðarsamur. Ef það vantaði svo mikið sem
eitt jarðepli í matarskamta stofnunarinnar, hefði
hann vel getað rekið alla umsjónarmenn henn-
ar burtu, en ef einhver þeirra barði einhvern
strákinn nærri til dauða í vonzku, þá lét hann
það hjá líða umtalslítið — svona var virðingin
fyrir yfirvaidsmegninu rótgróin í honum.
F*að var nú reyndar enginn hægðarleikur
að ráða við strákana í stofnuninni. Flestir voru
þeir þverúðarfullir og gerspiltir, annaðhvort af
því að þeir höfðu erft ýmsa ókosti, eða af því
að þeir voru illa uppaldir. Það varð ekki ráð-
ið við þá nema með hörku, en því mátti ekki
gleyma, að réttlætistilfinningin var þó til í þeim.
Þeir voru svo vanir vondri meðferð, að þeim
datt ekki í hug að nöldra um það, þó að þeir
væru lúbarðir, en þeir höfðu andstygð á öllu
gerræði og þrælameðferð. Og þar sem um-
sjónarmennirnlr áttu víst að fá meðhald hjá
yfirmönnum sínum, tvöfölduðu þeir refsingarn-
ar, hertu á þeim að ástæðulausu, ranglega, svo
að vistin fyrir aumingja drengina varð nærfelt
alls óþolandi, og mátti þó ekki á bæta, þar
sem hún var voðaleg áður.
En nú skulum vér vera réttlátir og leita að,
hvar sökin liggur. Meðal hvaða fólks leita menn
þeirra manna, sem eiga að hafa umsjón með
lé*