Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Blaðsíða 22
142
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
»Eg gerði ekki viðvart, þetta hlýtur að
hafa verið rotta,« sagði hún. »Farið þið nú
og flýtið ykkur að Ijúka ykkur af, eg er orðin
leið á því að hanga hér.«
Eg fór inn aftur með þessi góðu tíðindi,
og nú var Ijósið enn kveikt og við tókum all-
ar til óspiltra málanna. Við vorum ekki lengi
að gera kökunni skil og því næst var byrjað
á hnetunum og möndlunum, og var áform
okkar að bíta þær sundur með tönnunum Svo
slysalega tókst þá til að bréfpokinn sem hnet-
urnar voru í hvolfdist í höndunum á einni okk-
ar og hneturnar hrundu eins og hagladrífa of-
an á bert gólfið og framleiddi þetta pikkandi
hljóð.
»Par fórstu með það,« hvíslaði Sally^ en
María tók til að krafsa eins og rotta fram á
ganginum. Umgangur heyrðist niðri því skóla-
stýran var ekkert heyrnarsljó, og hún var snar-
ari í snúningum enn Betsey. Pað var því með
naumindum að María komst undan henni frá
stiganum. Við hinar björguðum okkur í rúmið
hver sem bezt gat. Fyrst kom skólastýran inn
til mín og vorum við þar tvær í rúmi. Við
láum hreyfingarlausar en rauðar mjög í andliti,
en það sá hún auðvitað ekki. Hún var fremur
fáklædd og skringileg og stúlkan sem hjá mér
var í þann veginn að skella uppúr, en eg
læknaði hana með því að klýpa hana svo fast
sem eg gat.
»Hvaða skellir voru hér uppi?« spurði
skólastýran. Við svöruðum auðvitað engu en
önduðum þungt og lá við að hrjóta. í næsta
herbergi spurði hún hins sama. Þar var eins
ástatt, engu var svarað öðru en hrotunum í
stúlkunum. Því næst fór hún inn til Sallyar og
fór okkur þá ekki að verða um sel, því þar
vissum við að yfirheyrslan murtdi verða ná-
kvæmust. Við risum því upp og hlustuðum
með öndina í hálsinum.
»Sally, eg skipa þér að segja mér hvað
hér er um að vera,« sagði kenslukonan.
En Sally gerði ekki annað en andvarpa í
svefninum og talaði upp úr honum mæðulega’:
»Ó, mamma taktu mig heim aftur, eg er að
deyja úr hungri hjá þessari kerlingu.«
»Hvað gengur að barninu hefir hún hita-
sótt,« sagði þessi aldraða skólastýra, sem ekki
sá hnetudréifina um gólfið.
»Hér er svo leiðinlegt, eg vil fara heim,«
kveinaði Sally og sló um sig handleggjunum
og lét illa í svefni.
»Að öllu má ofmikið gera, segir máltækið
og sannaðist það á Sally litlu. Því þegar hún
fór að veifa höndunum upp í loftið kom rauði
nálapúðinn, sem hún hafði á brjóstinu í Ijós-
mál, og þótt skólastýran sæi illa, rak hún þó
augun í þetta einkennilega skraut, og um leið
í vænt epli sem lá á koddanum við vangann á
Sally. Var þá ekki frekar um sakir spurt, en
stýra svifti ábreiðunni ofan af stúlkunni, sem
lá þarna með stígvélin á fótunum, og þau eigi
sem þokkalegust eftir ferðina um kvöldið. Ald-
ini, sætabrauð og brjóstsykur komu þar einnig
í Ijós undir ábreiðunni. Sömuleiðis hafði kertis-
stúfnum verið stungið þar inn undir og hafði
hann brent gat á rekkjuvoðina áður en á hon-
um hafði slokknað. Stýra æpti upp yfir sig af
undrun, og við það óp vaknaði Sally og fór
þegar að skellihlægja. Við hinar gátum ekki
heldur varist hlátri og tókum svikalaust undir,
og hljómaði því hlátur okkar um alt loftið í
rúma mínútu. Ekki er að vita, hvenær við
hefðum hætt, ef hneta, sem Sally hafði upp í
sér, hefði ekki hrokkið ofan í hverkar henni og
verið nærri búin að kæfa hana, svo við urð-
um allar hræddar.«
»Hvað var svo gert við þetta mál og hvaða
hegningu fenguð þið?« spurði Fanny sem far-
in var að hlægja að sögu ömmu sinnar.
»Leifarnar frá gildinu fengu svínaungarnir,
en við fengum eigi annáð en vatn og brauð í
þrjá daga.«
»Tókuð þið ykkur fram við þetta?«
»Og ekki verulega. Við gerðum okkur margt
fleira til gamans þetta ár á bak við skólastýr-
una, og þótt eg væri þá ekki barnanna bezt,
og geti stundum hlégið að þessu, finn eg þó