Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Blaðsíða 15
TUMI LITLI
135
>Parna getið þið nú séð hvort eg sagði
ekki satt! Við Huck eigum sinn helminginn
hvor!«
Gestirnir störðu steini lostnir á gullið og
mæltu ekki orð frá vörum. En brátt drifu að
Tuma hvaðanæfa áskoranir um frekari upplýs-
ingar. Hann hóf svo sögu sína og hún varð
ærið löng, en allir hlýddu þó á hana með eft-
irtekt og tóku aðeins fram í með stuttum spurn-
ingum. Þegar Tumi hafði lokið sögu sinni
sagði Valliser gamli: »Eg hélt að eg mundi
geta vakið dálitla undrun meðal gestanna, en nú
sé eg að eg er algjörlega yfirbugaður!*
Peningarnir voru nú taldir; voru þeir að
upphæð í kring um 50000 krónur, og slíka
uppiiæð hafði enginn þeirra er viðstaddur var,
séð í einni hrúgu, þó margir þeirra ættu langt
um meira virði í fasteignum.
XXXI.
Eins og gefur að skilja. vakti hinní óvænti
auður þeirra félaga mikla eftirtekt í þessu fá-
menna og afskekta þorpi. Menn töluðu nú ekki
um annað og hugsuðu ekki um annað. Slík
upphæð í tómu gulli þótti ganga ýkjum næst.
Hvert einasta hús í kringum Pétursborg, sem
nokkrar sögur fóru af að reymt væri í, og þau
voru ekki svo fá, var svo að segja efnafræðis-
lega ransakað frá mæni og niður í kjallara,
fjöl fyrir fjöl og stein fyrir stein, ef ske kynni,
að þar fyndust huldir fjársjóðir. Pað var gosin
upp regluleg fjárgraftrarsýki, er við lá að rugla
mundi heila veslings borgaranna, og það voru
ekki einimgis drengirnir eða börnin, sem feng-
ust við slíkar ransóknir, heldur einnig fullorð-
nir, og að allra dómi, skynsamir menn.
Hvar sem þeir komu, Huck og Tumi, var
dáðst að þeim og þeim óskað til hamingju.
Hvað sem þeir gjörðu, var álitið eitthvað svo
aðdáanlegt; þeir voru alveg hættir að geta gerl
nokkuð hversdagslegt eða lítilvægt. Menn fóru
að líta yfir æfiferil þeirra og fundu þá skjótt
ýmislegt, er bent gat þeim á dæmafáa hæfileika;
var nú líka dagblað þorpsins farið að flytja
þættiyúr æfisögu þeirra.
Frú Douglas hafði komið peningum Hucks
á vöxtu með 6°/o ársrentu og hið sama gjörði
Thatcher dómari við peninga Tuma, Pessir
»fínu herrar,«— svo voru þeir félagar nú tíðast
kallaðir — höfðu allálitlegar árstekjur, hérumbil
4 krónur á dag árið út. Pað var næstum eins
miklar tekjur eins og þær sem presturinn hafði;
en hann fekk aldrei svo mikið. blessaður, þó
honum væri lofað því. Dómarinn hafði alveg
hóflaust álit á Tuma. Hann sagði það svo oft
að enginn svona algengur drengur á Tuma
aldri, hefði getað bjargað sér og dóttur hans
út úr hellinum. Og þegar Bekka sagði föður
sínum frá því, er Tumi tók á sig refsingu þá
er henni bar í skólanum, þá komst herra That-
cher innilega við. Og þegar Bekka bað hann
að taka ekki hart á þeirri haugalýgi, sem Tumi
án umhugsunar hafði spunnið upp, til að velta
sökinni og höggunum yfir á sitt eigið bak,
staðhæfði dómarinn, að sú lýgi hefði verið
bæði göfug og drenglyndisleg; kvað hann sögu
þessa bera vott um svo óvenjulega mikið veg-
lyndi hjá jafnungum dreng, að hún ætti fullan
rétt á að glitra á spjöldum sögunnar samhliða
sögunni um hann Washington og öxina hans.
Bekku litlu fanst líka að íaðir sinn hefði aldrei
verið jafn tignarlegur, eins og þegar hann
mælti þessi orð! Enda líka þaut hún strax á
stað til Tuma og sagði honum frá öllu saman.
Dómarinn bar þá von i brjósti, að hann ætti
eftir að sjá Tuma verða frægan lögfræðing eða
hraustan herforingja eða hvorttveggja. Hann
ætlaði sér, er tími væri til kominn, að sjá um,
að drengurinn kæmist á herlistaháskólann og
þaðan á lögfræðingaskóla; gat hann þá, að því
búnu, valið hvora leiðina sem hann vildi, eða
kanske báðar.
Auðæfi Hucks ásamt veru hans hjá frú
Douglas, komu honum brátt í félagsskap heldra
fólksins, eða réttara sagt, endastakk honum
nauðugum þangað, og þjáningar þær, er hann
leið við þetta, voru næstum meiri en hann gat
undir risið. Perna frúarinnar hélt honuin hrein-
um og vel til fara, þvoði hann, greiddi og
burstaði daglega og lét hann á hverju kvöldi,