Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Blaðsíða 19
HATTPRÚÐA STULKAN.
139
þangað skip og flýtur þá aftur heim með
margskonar dýrindis menjagripi.
»Hvar er Po!Iy?« endurtók Fanny.
»Veit ekki,* svaraði Tumi stuttur í spuna,
því nú var söguhetjan í þann veginn að kom-
ast undan krókódíl sem var voðaskepna.
Maud kom nú Iíka inn með þrjár Parísar-
brúður, sem allar þurftu að fá viðgerð á há-
tíðarfötum sínum. Hún spurði líka eftir Polly
með ákefð.
»Ef til vill hjá ömmu,« hreytti Tumi út úr
sér, bað hann svo systur sínar að lofa sér að
vera í friði. Pær svöruðu honum ónotum en
því veitti hann enga eftirtekt, því þá hefði
söguhetjan stungið sér í sjóinn og var í þann
veginn koma lagi á krókódílinn með voðaleg-
um hníf, sem hún kafaði með milli tannanna.
Pær systur fóru síðan upp til ömmu sinn-
ar og fundu hana sitjandi frammi fyrir opnum
skáp með ýmsum fornum munum. Polly sat
þar á lágum stól og hlustaði á frásagnir gömlu
konunnar, sem voru í sambandi við munina
í skápnum. Hún hafði tekið fram útsaumaða
skó með háum hælum, sýndi Polly þá og tók
þannig til máls:
»Já, góða mín! Petta eru skórnir sem hún
var á, þegar Joe mágur kom inn til hennar,
þar sem hún sat við vinnu sína, og sagði:
»Dolly! við verðum að gifta okkur nú þegar.«
»Eins og þér sýnist, kæri,« sagði Dolly móð-
ursystir, og svo fór hún ofan í dagstofuna, þar
sem presturinn beið eftir þeim. Hún hafði ekki
einusinni fyrir því að hafa fataskifti, en lét
víga sig í því sem hún stóð, með saumnála-
púðan við belti sér og fingurbjörgina á fingr-
inum. Petta var líka ófriðarárið 1872 og Joe
varð að fara til bersins þegar eftir vígsluna.
Hann tók nálapúða brúður sinnar með sér og
eignaðist eg hann síðar og hann er hérna í
skápnum. Joe sagði að hann hefði frelsað líf
sitt, þvi kúlan hafði sig eigi í gegnum hann,«
og gamla frúin tók fram og sýndi Polly gaml-
an upplitaðan nálapúða með holu í, sem Polly
skoðaði undrunarfull.
»Pví hefir þú aldrei sagt mér þessa sögu,
amma?« spurði Fanny.
»Pú hefir aldrei beðið mig að segja þér
sögur, og því hefi eg ekki verið að flíka mín-
um gömlu sögum,« svaraði amman stillilega.
»Segðu okkur þá nokkrar núna, og meg-
um við ekki skoða eitthvað af hinum gömlu
munum í skápnum,* sögðu þær systur og
horfðu inn í skápinn með mikilli forvitni.
»Ef Polly er ánægja að því, að þið séuð
hér, megið þið það. Hún er gestur minn, og
eg vil eigi að henni leiðist, því mér er sönn
ánægja að heimsóknum hennar,« sagði frúin
með gamaldags kurteisi.
»Já, já, mér þykir vænt um að þær verði
hér og hlýði á frásagnir yðar með mér. Eg
hefi oft sagt þeim að hér uppi væri svo skemti-
legt og beðið þær að koma hingað með mér,
en þeim mun hafa fundist hér vera svo kyr-
látt og haldið því, að þær mundu eigi una
sér. Fáið ykkur nú sæti stúlkur, og lofið ömmu
ykkar að segja frá. Eg ætla að taka fram þá
muni sem mér virðast eftirtektaverðir og biðja
svo ömmu að segja okkur eitthvað þeim við-
víkjandi,« sagði Polly. Hún vissi, að gömlu
frúnni var það hin mesta ánægja að tala um
gamlar endurminningar og hafa unglinga hjá
sér til að hlusta á frásagnir hennar.
»Hér eru þrjú hólf, sem langt er sfðan að
hafa verið opnaðar,* sagði gamla konan. »Par
eru nokkrir munir, og ef þið viljið vita eitt-
hvað um þá, skal eg segja ykkur það og sögu
þá, sem við þá er tengd.«
Stúlkurnar opnuðu sitt hólfið hver og Maud
fann þegar skrítilegan leðurpung sem saumað
var í upphafs F mað bláu garni. Hún bað
ömmu sína að segja sér eitthvað um til hvers
þetta ílát hefði verið haft. Gamla frúin sagði
henni skemtilega sögu frá bernskuárum sínum,
þegar henni og Nelly systir hennar hafði um
tíma verið komið fyrir hjá föðursystur þeirra,
sem var mjög hörð við þær. Einusinni þegar
hún var ekki heima og vinnukonan hafði lagt
sig út af, fundu þær upp á því að klifra upp
18*