Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Blaðsíða 11
HVERJUM ER UM AÐ KENNA 131 beytislag. Fyrverandi vasaþjófur, langur og ó- lánlegur sláni eins og ógæfan, kemur fram sem bumbuslagi og slær hringa í loftinu með nikk- elhöfðuðu priki. Og hópurinn skálmar framhjá samfeta, geng- ur fram og aftur, fyrst í röðum, svo í flokk- um — »beygið til — vinstri> — og skipast svo í fylkingu. »TiI hægri, — horfið—fram!«réttframmi fyrir yfirskoðandanum. Rað er svo sem auðvitað, að burgeisinn í fna frakkanum segist vera hrifinn, hugfanginn. Það er ekki lítið í það varið fyrir óbreyttan broddborgara að halda heræfingaskoðun. Rótf það væri ekkert hermannlegt eða riddaralegt við hann — alt annað en það — fanst honum hann vera yfirhershöfðingi þessa stundina. Hann kallar yfirmanninn kaptein og hneigir sig fyrir honum. Þegar nýlega var búið að bera fánann hjá, tók yfirskoðandinn ofan með lotningu, og það var ekki langt frá því að hann færi ofan í vest- isvasa sinn eftir neftóbaksdósunum — svo lifandi stóð honum fyrir hugskotssjónum keisarinn sjálfur, eins og hann hafði séð hann sýndan á skrípaleikhúsum, þegar hann var barn. Steinn kapteinn má vera vel ánægður. Skýrsl- urnar um uppeldisstofnun Hásléttunnar verða hinar glæsilegustu. En úti í horni við múrinn stendur Chretien Forgeat, drengurinn halti, og hafði hann séð hópana ganga fram hjá sér heim til skálanna. Litlu fangarnir eru nú komnir í hvarf frá yfir- manni sínum, svo að nú má sleppa sér. Reir koma sparkandi, heitir af heræfingunni, þefillir af svita og óhreinindum. Reir tala halfhátt, segja ljótt og flissa ósiðlega. Chretien sér þar rétt hjá sér þá drengi, sem eiga hlutskifti með honum i eymdinni og skömminni, og aldrei hafa honum sýnst þeir eins voðalegir einog þá. En saman við skelfinguna blandast hjá hon- um einhver óljós meðaumkunartilfinning, og við og við líka einhver óskiljanleg aðlöðun. Hann veit hvað mikið af sáru hatri og bældri reiði liggur inst inni við hjartarætur þessara aum- ingja drengja. Hann veit að það rennur upp sá dagur, að þeir munu hefna sín. Og hann afsakar þá, af því að þeir eiga svo skelfilega bágt. Og er hann ekki sjálfur heigull, sleima, hengilnæma, að láta þetta viðgangast, þar sem alveg eins er farið með hann eins og þá? Er ekki í rauninni meiri hreinskilni í ruddaskap þeirra —meira hugrekki í þrjózku þeirra?« En hvað þessi litli angi af skyldurækni og sómatilfinningu, sem Símon Benediktus hefur gróðursett í sálu hans, lifir enn veiku lífi. Og nú stendur vinur hans ekki lengur við hlið honum til þess að segja við hann: »Hertu upp hugann, drengur minn.« Fyrir stuttri stundu, þegar hann var í hegningarstofunni og gekk þar í kring, álútur undir þessari hörðu og grimdarlegu refsingu, hafði hann unnið þess eið, að hann skyldi ekki bregða heiti sínu við hinn trúa, kæra, látna vin sinn, en halda út í hinu góða. En nú, þegar hann sér alla þessa illu stráka ganga hjá, þá verður hann eins og agndofa af skelfingu þeirri, er streymir ut frá þeim, verður eins og ærður af loftspillingunni út frá þeim, og finnur til stuggvænlegrar löng- unar að hlaupa inn í raðirnar með þeim og fylla hóp glæpamannaefnanna. (Meira.) Sagan af honum Tuma litla. Eftir Mark Twain Niðurl. Þéir klifruðuðust nú niður í hellinn, þar sem krossmarkið var, því þangað var bratt og næsta ógreitt að komast. Leituðu þeir þar um alt, en hvergi fundu þeir kassann, og sáu ekk- ert nema troðninga í leirnum. Reir leituðu líka í hliðargöngum mörgum og afhellum, en það

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.