Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Blaðsíða 20
140
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
í eplatréð og hrista niður epli, sem þær svo
fóru að sjóða. Matreiðslan misheppnaðist þó
algerlega og þegar vinnukonan kallaði ofantil
þeirra og spurði, hvað þær væru nú að hafast
að, varð henni svo bilt við að hún misti nið-
ur blikkausuna með sjóðandi eplaleginum og
skaðbrendi sig á fótunum. Henni var svo kom-
ið í rúmið og föðursystir hennar var sótt. Hún
varð ekkert vond við hana, en annaðist hana
með mestu nákvæmni og blíðu meðan bruna-
sárin voru að gróa. Þá gaf hún henni þennan
leðurpung og saumaði F-ið hennar á hann.
Hengdi hann svo fyrir ofan rúmið hennar og
laumaði við og við í hann brjóstsykri, sýróps,
kökum og öðru góðgæti, og var hún þó ekk-
ert fyrir, frekar en eg er nú, að venja börn á
sætindi.
Sagan varð Iítið lengri, en þegar henni var
lokið hafði Fanny tekið upp úr sínu hólfi sam-
anbundinn bréfabunka. Þau voru rituð á þykk-
an og grófan pappír og flest lökkuð eða hafði
verið lokað með oflátu. Sýndi þetta að bréfin
höfðu verið rituð áður en farið var að hafa
tilbúin umslög utan unr bréf. Fanny bað ömmu
sína að segja sér eitthvað um þessi bréf.
Frúin virti fyrir sér bréfin og fór svo að
hlæja svo hjartanlega að stúlkurnar þóttust viss-
ar um að bréfin mundu hafa vakið hjá henni
einhverjar gamansamar endurminningar, sem
skemtilegt væri að heyra um.
*Nú skuluð þið fá að heyra dálítið skrítið.
Eg hefi eigi hugsað um það í fjörutíu ár.
Veslings kæra reikula Sally Pomroy. Hún er
nú satht orðin langamma núna,« sagði gamla
frúin þegar hún hafði lesið eitt bréfið, og þurk-
aði döggina af gleraugunum sínum.
»Já, segðu okkur eitthvað um hana. Vafa-
laust verður það eitthvað skemtilegt fyrst þú
getur hlegið svona dátt að endurminningunum
um hana,« sögðu þær Polly og Fanny.
»Já, það var skrítilegt, mér þykir vænt um,
að eg mundi eftir þessu, því hér er sagan
sem er ágæt fyrir ungar stúlkur.«
»Það eru nú mörg ár síðan,« sagði gamla
frúin, »og kennararnir voru þá miklu strangari
en þeir eru nú á dögum. í skólanum hjámng-
frú Cattons var hin mesta reglusemi í öllum
greinum. Við máttum ekki hafa Ijós í svefn-
loftum okkar eftir kl. 9 á kvöldin, eigi fara
einar út á kvöldin, og það varætlasttil að við
værum sönn fyrirmynd að allri háttprýði og
siðsemi frá morgni til kvölds. Það var ekkert
undarlegt, að tíu ungar stúlkur, sem fengið
höfðu fjör og galsa í ríkum mæli, þætti það
þreytandi að fara eftir öllum þeim reglum, sem
þarna voru settar, og þær reyndu að bæta sér
þetta upp með ýmiskonum glettum, þegar þær
voru einar.
Ungfrú Catton og bróðir hennar höfðust
vanalegast við í innra herbergi, þegar kenslu-
tímanum var lokið og búið var að senda læri-
meyjarnar til herbergja sinna í rúmið. Herra
Jön var mjög heyrnarsljór en ungfrúin aftur í
meira lagi nærsýn. Þessi vangefni þeirra kom
okkur ungu stúlkunum oft vel, þegar við vor-
um í einhverjum galsa, en einu sinni treystum
við þó of mikið á hæfileikaskort systkinanna,
er með fram stafaði af því, að herra Jón hafði
skarpa sjón þótt hann heyrði illa, en systir
hans næma heyrn þótt nærsýn væri.
Einusinni þegar við höfðum haldið okkur
vel í skefjum heila viku, varð okkar bælda og
innilukta kátína á einhvern hátt að brjótast út.
Við urðum að skemta okkur á einn eða annan
hátt og við fórum að brjóta heilari um hvernig
því yrði bezt viðkomið, og komumst að þeirri
niðurstöðu að haga þessu þannig:
Við skyldum láta Sally síga út um glugg-
ann, hún var lítil og létt en órög og mesti
galgopi. Við skutum svo sarnan dálítilli upp-
hæð sem hún átti að kaupa fyrir hnetur, brjóst-
sykur, sætar kökur, epli, aldini og fleira góð-
gæti, svo og kertisstúf, svo við gætum þó brugð-
ið upp ljósi, þegar Betsey að vanda tæki frá
okkur Ijósið klukkan 9. Áformið var að hengja
ábreiðu fyrir gluggan á insta loftherberginu.
Setja vörð við stigann, kveykja svo á kertinu
og skemta sér svo sem bezt með masi og
sætindaáti.
Kvöldið, sem þetta skyldi framfara, þóttust