Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Blaðsíða 2
122
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
skyldir nokkurntíma heyra nokkurn þeirra kann-
ast viö það auðmjúklega, að þeim hefði fatast,
lesari góður, þá ætla eg að biðja þig að segja
mér það, því að þá skal eg gefa hverjum sem
við er staddur, vel í staupinu, og það ekki af
verri endanum, heldur af því bezta, sem erað fá.
Vitmennirnir héldu þvi fast við þá sann-
færingu sína, eða að minsta kosti létu svo, að
það væri hægur vandi að breyta Parísargötu-
strák í bónda. Og einn þessara háu herra
skrifaði höfuðþykka bók, sem kostaði hálfa
sjöttu krónu, um uppeldisstofnunina á Háslétt-
unni, og sannaði þar með sífeldum svigagrein-
um og ótal yfirlitstöflum ennþá einusinni, að
siðgæðisviðreisn spiltra barna og gulrófnarækt
væri eitt og hið sama. Bókin var reyndar lítið
lesin, eg held eg þori að segja, að það hafi
varla verið skorið upp úr henni. En höfund-
inum var eigi að síður hælt á hvert reipi fyrir
lærdóm hans og skarpleik og fekk hann einhvern
kross í viðurkenningarskyni.
Aðferðinni var því ekkert breytt, en sum-
staðar varð þó að gera ýmsar tilhliðranir. Sterk-
bygðustu strákarnir, eða réttara sagt þeir sem
ekki voru allra blóðlausastir, héldu áfram sveita-
vinnu sinni á drepandi hásléttunni, löðrandi í
óhreinindum og veðurbarðir af vetrarstormum;
en hnuda hinum voru útbúin verkstæði, þar
sem þeim voru kend hin og önnur handverk,
þar mátti heyra hamarslög skella á steðja, hefl-
ana ryðja við og skósmiði lemja á Ieðri.
Hugmyndin var góð. »Við setjurn þig inn,
óhræsið þitt, og þar færðu að dúsa öll æsku-
árin; en þegar þú sleppur út héðan, hefur þú
verkfær í höndum, sem þú kant að nota. Ef
þú vilt vinna og lifa sómasamlegu lífi, þá get-
ur þú það.«
En því er nú miður, að góð hugmynd er
einkisvirði, ef hún er ekki færð út í mannlíf-
inu með þolgæði og ósérplægni. Parísardreng-
irnir litiu voru fingrafimir, og stjórnin, sem er
vön að borga hlutina þrefalt meira en þeir eru
verð r, getur oft orðið hlægilega nánasarleg
þegar sízt skyldi, fór óðara að hugsa sér að
græða á vinnu fanganna. Hún útvegaði sér
pantanir af burstasmíði og barnagullum. Börn-
in lærðu því ekki nein handverk, sem þeim
gátu að gagni komið síðar, heldur bjuggu til
tóman hégóma. Alt var gert að lélegasta gróða-
fyrirtæki.
Páverandi yfirmaður stofnunarinnar var mis-
fara stjórnmálamaður, sem einhverntíma á stú-
dentsárum sínum hafði drukkið nokkur ölglös
með fáeinum ráðgjöfum, sem seinna urðu. Peir
höfðu svo seinna látið hann fá þetta starf, til
þess að hann gæti fengið sem mest laun fyrir
sem minsta vinnu að hægt var. En hann var
ekki svo lítið brot af þorpara, manntetrið. Hann
tók mútur, bæði af þeim, sem pöntuðu vörur
frá stofnuninni, og þeim sem létu þær af hendi.
Börnin fengu versta fæði — hver skifti sér af
því? — og það var svo mikið fé haft af ríkinu,
að það fór að aka sér og malda í móinn. Og
svo varð hneyksli út úr öllu saman. Málið var
ransakað og kom til umræðu á þinginu. Sumir
herrar, sem færir þóttust í flestan sjó, fóru af hendi
þingsins til stofnunarinnar og settu upp mesta
spekings- og þykkjusvip. En yfirmaðurinn hafði
fengið aðvörun í tíma. Hann lagði fram reikn-
inga, hreina eins og tærasta lindarvatn, og fór
svo með þá ofan í eldhús og lét þá smakka
súpuna, sem var ágæt þann daginn, og voru
þeir þá ærið mannalegir. Svo komu þessir hátt-
virtu herrar aftur til Parísar, og voru þá mjúk-
ir og hrærðir í skapi, því að þeir höfðu feng-
ið »fínasta» morgunverð áður en þeir fóru.
Þeir friðuðu ráðgjafann, svo að hann lýsi upp-
eldisstofnun Hásléttunnar svo glæsilega í þing-
ræðu, að það minti á hirðingjarómana, og þing-
mennirnir, sem áttu að fara heim í kjördæmi
sfn daginn eftir, þurftu að hugsa um, hvernig
þeir ættu að ljúgá kjósendur sína fulla, svo að
ekki bæri á, samþyktu altsaman. En formaður-
inn var ekki fæddur í gær, og þóttist ómaklega
grunaður, fór og heimsótti nokkra af hinum
gömlu svallbræðrum sínum, og lét þá veita
sér annað embætti, auðvitað vellaunað, á Aust-
ur-Indlandi, þar sem enginn gat gefið honum
öfundarauga. Par dó hann nú annars fam árum
seinna; háu tekjurnar unnu á honum.