Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Blaðsíða 13
TUMI LITLI. 133 sem þið fáið ekki nema fáa aura fyrir í steypu- húsinu, enn þið eyðið til nytsamra starfa er gæfir ykkur meira í aðra hönd. Jaeja, eg læt þetta samt vera, það er þó betra en margt annað sem strákar bralla hér --,en tökum nú á og flýtum okkur!« Drengirnir spurðu hvað á lægi. Skiptið ykkur ekkert um það, þið fáið að vita alt þessu viðvíkjandi hjá frú Douglas.* Huck fór að verða hálfsmeykur, því hann var því vanastur að honum væri kent um alla skapaða hluti. «Hvað höfum við þá til saka unnið, herra Jones?« spurði hann. ^Það veit eg ekkert um,« svaraði Valliser, »eruð þið frú Douglas þá ekki góðir vinir?« »Jú, hún hefir altaf verið mér góð,« svar- aði Huck. »Jæja, þá ér alt sjálfsagt með feldu. Við hvað ertu þá hræddur?« Huck var ekki almennilega búinn að yfir- vega þessa spurningu, er honum var ýtt inn í dagstofu frú Douglas ásamt Tuma, vagninn lét Jones standa úti fyrir, og fylgdist á eftir drengj- unum inn. Þarna var alt uppljómað og alt heldra fólk þorpsins sat þarna í hóp. Par voru fjölskyldur þeirra Thatchers, Harpers og Rogers, Polly frænka Tuma og Siddi og María, presturinn, ritstjórinn og margt fleira. Frú Douglas tók betur á móti drengjunum en við var að búast, því þeir voru allir frá hvirfli til ilja uppmak- aðir í leir og tylgisslettum úr kertunum. Polly gamla varð blóðrauð af gremju yfir því hvern- ig Tumi var til fara, og lét hann fyllilega skilja það á svip sínum, að hann þyrfti ekki við góðu að búast, er hún næði til haris í góðu tómi. »Tumi var ekki heima,« mælti Valliser gamli, »og hvergi fann eg Huck, aú svo rakst eg á þá báða af tilviljun úti fyrir húsi mínu, og tók þá með mér hingað eins og þeir voru!« »Pað var alveg rétt af yður,« sagði frúin. »Komið nú með mér, drengir mínir!* Hún fór með þá upp í gestaherbergið og sagði: »Nú skuluð þið þvo ykkur hér og hafa fataskifti. Hér eru tvenn ný föt, með öllu til- heyrandi. — Nei verið þið ekki að þakka það. Eg keypti önnur fötin sjálf, en hin keypti hr. Jones; hygg eg að þau verði ykkur mátuleg. Komið svo ofan í stofuna er þið hafið klætt ykkur og þvegið.« Að svo mæltu fór hún. XXX. Hún var varla komin út úr dyrunum fyr en Huck sagði: »Pað vildi eg að við gætum náð okkur í reipisenda, þá væri hægðarleikur fyrir okkur að komast út um gluggann, hann er ekki svo hátt frá jörðu.« »Petta er vitlegt að heyra! Hví ættum við svo sem að strjúka!« »Pað er nú kanske öðru máli að gegna um þig en mig. Eg er ekki vanur við þessi fínu samkvæmi. Eg hefi blátt áfram mestu skömm á þeim! Og það segi eg þér fyrir satt, að eg fer þarna aldrei ofan!« »Hvaða vitleysa! Pú verður að fara að venja þig við veizlurnar, drengur minn. Komdu bara með mér, eg skal annast þig.« Nú kom Siddi upp til þeirra. »Frænka hefir verið að vonast eftir þér heim, Tumi, allan síðari hluta dagsins,« sagði hann; »María var búin að taka til sparifötin þín og allir hafa verið að spyrja eftir þér. En hvað er að sjá þig! Pú ert ekkert nema leir og slettur!« »Eg ætla að ráðleggja þér, Siddi minn, að vera ekkert að hnýsast eftir athöfnum okkar, því þér koma þær ekkert við. En segðu mér eitt, hvað eiga öll þessi grefils læti að þýða, sem áganga hér í kvö!d?« »Petta er eitt af samkvæmum þeim, sem frú Douglas heldur svo oft, en í þetta sinn á það víst að vera heiðurssamsæti fyrir Valliser gamla og syni hans, í þakklætisskyni fyrir hjálp- ina hérna um nóttina, og eg gæti sagt þér meira, kunningi eLþú vildir!« »Og hvað er nú það?« »Jones gamli ætlar sér víst að koma flatt upp á gestina með einhvern leyndardóm. En

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.