Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 32
174
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI
N. Kv.
þar brátt ráðrík um of og fór þaðan eftir
þrjú ár; töldu og sumir, að hún hefði náð
of miklu tillæti af presti. Réðist hún þá
(1863) ráðskona að Möðrudal. Segja sum-
ir, að það væri mest að tilstuðlun Ástríð-
ar og meðfram til að kenna dætrum
hennar. Nokkuð er það, að allar voru þær
frábærlega vel menntar. Þótti þar sækja
brátt í sama horf um ráðríki Sigríðar, en
búsýsla hennar og forsagnir voru hinar
skörulegustu og haldkvæmustu fyrir þrif
búsins. Er svo sagt, að í Möðrudal hafi
fyrst verið upp tekið á Austurlandi að
kæla mjólk í vatni, og um líkt leyti mun
það hafa verið tekið upp á Þverá í Laxár-
dal hjá Jóni Jóakimssyni.
Á þeim árum, sem Sigríður Magnús-
dóttir var ráðskona í Möðrudal, hafði
Sigurður námskeið á sumrum í meðferð
mjólkur, smjörgerð og ostagerð. Mælir
blaðið Norðanfari 1867 með námskeiðum
þessum, sérstaklega ostagerðinni; segir,
að nærri megi geta, að slíkur búhöldur
og þjóðvinur sem Sigurður í Möðrudal
myndi ekki hafa varið mjólk sinni til
ostagerða, ef það væri ekki hagsýnismál.
Lýsa þessi ummæli nokkuð álitinu á bú-
hyggindum Sigurðar í Möðrudal og bú-
skapartækni hans.
Sigríði Magnúsdóttur er svo lýst, að
hún hafi verið kona glæsileg í áliti, sund-
urgerðarkona í klæðaburði, aðgangsfrek,
kappgjörn og ráðrík. Hún var kölluð ým-
ist Sigríður fagra eða Sigríður stórráða.
Þar kom, að Sigríður fékk meiri tillæti
af Sigurði bónda en sæmilegt var. Áttu
þau saman stúlkubarn (19/2 1868), er
heitin var Þorbjörg; hún dó rúmlega
tveggja ára gömul.
Eftir þetta ágerðist óánægja og sundur-
þykki á heimilinu út af vist Sigríðar.
Lyktaði því svo, að haustið 1873, er Sig-
ríður hafði farið snögga ferð til átthaga
sinna, kom að Möðrudal Einar Ásmunds-
son frá Nesi; hann var þá fyrir 10 árum
kvæntur Elísabetu dóttur þeirra Möðru-
dalshjóna. Réðst þá svo, að farangur Sig-
ríðar var fluttur til Vopnafjarðar; þang-
fór hún einnig sjálf, er hún kom úr ferð-
inni; fluttist svo vestur á land og til
Kaupmannahafnar nokkrum árum seinna
og bar þar beinin.
Sigurður hlaut ámæli mikið af samvist-
um þeirra Sigríðar. Þótti sá einn vera
ljóður á ráði hans. Urðu og ýmsir til að
mikla þetta fyrir sér og öðrum, framar en
efni stóðu til, eins og oft vill verða um
slík mál. Fékk og Sigríður sinn hluta af
ámælinu, en hún tók hart á móti, eins og
líklegt var eftir skaplyndi hennar.
Til er samtímalýsing af Sigurði bónda.
Árið 1860, er hinn svokallaði Fox-leiðang-
ur var gerður til að athuga um símalagn-
ingu til íslands og yfir land, komu leið-
angursmennirnir í Möðrudal. Lýsa þeir
Sigurði svo, að hann hafi verið hár mað-
ur og vel á sig kominn á vöxt, fríður sýn-
um, höfðinglegur og vel menntur. Segja
þeir, að á búinu hafi verið 6—8 hundr.
sauðfjár. Viðtökur, viðmót og heimilis-
hættir þótti þeim vera með ágætum og
bera vott um velmegun og menningu.
Stórhrifnastir voru þeir þó af Aðalbjörgu
dóttur hjónanna, er var elzt dætra þeirra
og gekk þeim fyrir beina.
í Norðra 1860 ritar Sveinn Skúlason
ferðasögu um Austurland; þar getur
hann Möðrudals á þessa leið:
„Ég hefi oftsinnis, síðan ég var á 13.
ári, komið að Möðrudal á ferðum mínum
á milli Austurlands og Norður- eða Suð-
urlands. Það er þægilegt að finna fyrir
sér mannabyggð á fjöllum uppi. En þeg-
ar menn þekkja ekki til, skyldu menn
ætla, að þar væru menn einrænir og lítt
við alþýðuskap og stirðir komendum, en
hér er þó öðru máli að gegna, því að fólk-
ið, sem býr hér hvað mest afskekkt, er
oft hið gestrisnasta og elskulegasta.
Möðrudalur hefir nú að maklegheitum