Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 15
^í. Kv.
KENNIMAÐUR
157
birtu tunglsgeislanna sá hún hana nokk-
urn spöl á undan sér. Hún mundi auð-
veldlega ná henni. Hún gat ekki hlaupið
til lengdar, stúlkan, komin að falli.
En allt í einu dró ský fyrir tunglið og-
um leið dimmdi. Viðbrigðin voru svo
mikil, að hún sá ekki handa skil fyrst í
stað, og þegar hún hélt áfram að hlaupa,
datt hún endilöng um þúfu. Hún reis á
fætur, rýndi og hleraði út í myrkrið, en
sá ekkert eða heyrði. Svo kallaði hún
nokkrum sinnum, en án þess að fá svar.
Svo hélt hún áfram að hlaupa í áttina
til árinnar. Hún varð lafmóð, og hjartað
barðist svo í brjósti hennar, að henm
fannst sem það mundi springa á hverju
augnabliki. Hún náði árbakkanum eftir
tíma, sem henni fannst heil eilífð, en hún
varð ekki vör við neitt. Hún kallaði,
hlustaði og rýndi út í myrkrið, en árang-
urslaust. Á hverju augnabliki bjóst hún
við að heyra neyðaróp drukknandi mann-
eskju. Kæfandi angist lagðist yfir hana.
Gat það verið, að allt væri um garð geng-
ið og hún hefði komið of seint?
En allt í einu birti á ný, svo að nú gat
hún séð hið næsta umhverfi nokkurn veg-
inn greinilega. Þá sá hún Sigríði. Hún var
komin fram á bakkann dálítinn spöl fyrir
neðan hana.
— Sigga! Sigga! hrópaði hún og hljóp
•allt hvað hún orkaði í áttina til hennar.
En annaðhvort var, að Sigríður heyrði
ekki eða vildi ekki heyra, því að hún herti
ferðina og hljóp beint fram af bakkanum
í ána, rétt í sömu svifum og frú Vigdís
náði þangað.
Sigríður hafði ekki gefið sér tóm til
neinna athugana. Þarna var bakkinn lág-
ur og áin grunn við landið. Hún var samt
nægilega djúp til þess að inna af hendi
það hlutverk, sem hún átti að vinna, ef
frú Vigdís hefði ekki gripið inn í rás við-
burðanna. Hún sá móta fyrir dökkleitri
Jiústu úti í straumnum, og án nokkurra
umsvifa stökk hún út í á eftir Sigríði og
náði tökum á þessari dökku þústu, sem
var að þokast út í strenginn. Hún beygði
sig niður í ískalt vatnið, náði utan um
Sigríði og hálf-dró hana aftur upp á
bakkann. Á þessari stundu fannst frú
Vigdísi hún hafa yfirnáttúrlegt afl.
Þegar upp á bakkann kom, fór hún að
líta eftir því, hvort Sigríður mundi enn-
þá vera lifandi. í fangi hennar hafði hún
verið þung og slyttuleg eins og dauður
hlutur. Já, hún var lifandi og hafði meira
að segja meðvitund. Þetta hafði heldur
ekki skipt neinum togum. Hún hreyfði
sig til og hóstaði upp vatni, sem hún hafði
dr ukkið.
Frú Vigdís reyndi að hjálpa henni eftir
megni og jafnframt fór hún að hugsa ráð
sitt. Það var ekki allt búið, þó að hún
væri búin að koma stúlkunni á land. Það
var mikið vafamál, hvort hún kæmi henni
heim hjálparlaust, og hún þorði ekki að
skilja við hana á þessum stað og í þessu
ástandi. En heim varð Sigríður að komast
sem allra fyrst. Þó að veðrið væri gott,
var dálítill kuldi í loftinu, og stúlkan
svona á sig komin.
— Treystirðu þér til þess að standa á
fætur, Sigga mín? spurði hún blíðlega.
Ekkert svar. Sigríður hafði setzt upp
og starði sljóu augnaráði fram undan sér.
Frú Vigdís endurtók spurninguna.
En Sigríður svaraði ekki ennþá. í stað-
inn beygði hún út af og fór að gráta þess-
um þunga, vonleysislega gráti, sem ekki
færir neina svölun. Svo stundi hún upp:
— Því lofaðirðu mér ekki að deyja?
Mér er ómögulegt að lifa. Ég er svo synd-
ug manneskja. Það er enginn góður við
mig. Ég vil deyja.
— Þú átt að lifa Sigga mín. Ekki ein-
ungis sjálfrar þín vegna, heldur vegna
barnsins þíns, sem þú átt í vændum.
— En hann sagði, presturinn, að ég
væri óguðleg manneskja. Og svo er hann-