Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 29
N. Kv. SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLl 171 Fleiri eru til skráðar sögur um afburða- afl Metúsalems. Eftir lát Metúsalems er það af Krist- björgu að segja, að hún var enn undir hendi Gísla læknis í eitt ár. Mun hún þá hafa verið talin komin nokkuð á bataveg. Fluttist hún þá (1851) til Þorbjargar syst- ur sinnar í Stakkahlíð. Þaðan fór hún eftir tvö ár (1853), þá sem sjúklingur til Guttorms prófasts Pálssonar í Vallanesi, er fékkst við lækningar. Þar var hún í 5 ár (1853—1858), en náði þó ekki heilsu. Þar mun hún hafa kynnst séra Pétri á Valþjófsstað, sera síðar kom fram. Frá Vallanesi fluttist hún til Akureyrar (1858) og náði þar fullri heilsu hjá Jóni lækni Finsen. Á Akureyri dvaldi hún í 7 ár, vann þar að nokkru fyrir sér með saumum, en að nokkru leyti framfærðist hún á eignum sínum, að því er kirkju- bækur Hrafnagilssóknar herma. Frá Ak- ureyri flutti Kristbjörg árið 1865 til Jóns sonar síns, sem það sama vor hóf búskap í Víðidal. Tveim árum síðar fluttist hún að Valþjófsstað og gifitst í annað sinn (8/8 1867), séra Pétri Jónssyni. Hann lét af prestskap nokkrum árum síðar (1877). Fluttust þau þá að Langhúsum, kirkju- jörð frá Valþjófsstað, og bjuggu þar í eitt ár. Þá fluttust þau að Berufirði til séra Þorsteins Þórarinssonar, sem var kvænt- ur Sigríði dóttur séra Péturs af fyrra hjónabandi. Séra Pétur dó í Berufirði ár- ið 1883. Fluttist Kristbjörg þá að Hjalta- stað til Ragnhildar dóttur sinnar og séra Stefáns stjúp- og tengdasonar síns. Eftir andlát séra Stefáns fluttust þær mæðgur að Geitagerði í Fljótsdal, kirkjujörð frá Valþjófsstað; átti Kristbjörg rétt til ábúð- ar á jörðinni sem prestsekkja frá Val- þjófsstað og taldist því fyrir búinu. Vorið 1894 leystu þær mæðgur upp búskapinn í Geitagerði. Fór Kristbjörg þá til Aðal- bjargar dóttur sinnar og Jóns A. Kjerúlfs manns hennar að Melum og var hjá þeim nokkur ár. Upp úr aldamótunum flutti hún til Akureyrar, til Þórdísar Stefáns- dóttur, dótturdóttur sinnar, og andaðist þar árið 1908, níræð að aldri. Þótti hún hafa verið hin merkasta kona. Frá afkomendum Metúsalems og Kristbjargar. Þegar Metúsalem féll frá, voru börn þeirra þrjú á bernskuskeiði, hvert öðru mannvænlegra. Þar sem móðir þeirra var þá enn sjúklingur og utan heimilis, voru ekki tök á að halda áfram búskapnum. Sigurður tók alla jörðina til ábúðar og keypti síðan, en börn Metúsalems og Kristbjargar ólust upp á búi hans um nokkura hríð. 1. Jón Metúsálemsson (f. 1842) fór seyt- ján ára gamall til smíðanáms hjá Jóni Kr. Stefánssyni timburmeistara á Akureyri. Þar var hann í þrjú ár og fór þá aftur heim að Möðrudal (1862). Vorið 1865 hóf hann búskap í Víðidal, mun hafa fengið jörðina að einhverju leyti eða öllu fyrir erfðahluta sinn í Möðrudal, eftir föður sinn. Tveim árum síðar (31/12 1867) kvæntist hann systrungu sinni, Stefaníu Stefánsdóttur frá Stakkahlíð. Jón bjó alls í Víðidal í 14 ár; þá flutti hann búferlum að Möðrudal, en bjó þar aðeins í tvö ár, fyrra árið á allri jörðinni, en síðara árið með Stefáni Einarssyni. Verður þess enn getið. Frá Möðrudal fluttust þau Jón og Stef- anía að Brú á Jökuldal og bjuggu þar í 5 ár (1881—1886). Þaðan fluttu þau að Fossvöllum, en bjuggu þar aðeins eitt ár og fóru þaðan vorið 1887 með börn sín til Vesturheims. Settust þau að fyrst í Álfta- vatnsbyggð við Manitobavatn. Fluttust svo til Narrows og loks til Siglunesbyggð- ar við sama vatn. Þar dó Jón 21. marz 1915, en Stefanía 25. marz 1923. Um æfi Jóns í Vesturheimi má lesa í Almanaki Ó. G. Thorgeirss. 1910 og 1914. 22*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.