Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 34
N. Kv_
C. Krause:
Dætur frumskógarins.
Saga frá Mexíko. Guðmundur Frímann þýddi.
(Framhald).
Dolores horfði með athygli yfir hið
skóglausa svæði, sem lá næst haciend-
unni. Tunglið skein 1 heiði, svo að bjart
var næstum því eins og hádagur væri.
Hún átti því auðvelt með að greina hvern
einstakan blett á stóru svæði.
„Ég þykist á þessari stundu geta með
vissu ráðið í huga yðar, Donna Dolores“,
sagði Banderas með fagurgala.
„Það væri fróðlegt að heyra“, svaraði
Dolores með daufu brosi.
„í fyrsta lagi aðgættuð þér, hvort faðir
yðar væri horfinn úr augsýn, og í öðru
lagi hlustuðuð þér eftir hófaadyninum“.
„Þér hafið næma athyglisgáfu“, svaraði
Donna Dolores, „ég verð að viðurkenna
að þér gátuð rétt til“.
„Ég er ekki alltaf jafnóskeikull, kæra
ungfrú, en það er köllun mín að kynnast
yður, fagra Dolores11, svaraði hershöfð-
inginn.
Donna Dolores leit undrandi á hann.
„Hvað meinið þér?“ spurði hún loks.
„Að þér séuð fegurst og eftirsóknar-
verðust allra þeirra kvenna, sem ég hefi
kynnst“.
Donna Dolores var vissulega óviðjafn-
anlega fögur, svo að ekki var neitt und-
arlegt, þótt hún gæti hitað jafnvel hinum
kaldrifjaðasta manni um hjartaræturnar.
„Hvað heyri ég!“ mælti hún brosandi,
„hvenær byrjaði hinn hrausti herforingi
og veiðimaður að leggja ástarsnörur sín-
ar?“
„Það var daginn þann, er mér varð
ljóst, Sennora, að þér væruð fegursta
meyja Ameríku“.
„Það mun enginn draga í efa riddara-
hæfileika yðar, hershöfðingi, en yður fer
sannarlega betur að tala um bardaga yðar
við dýr og villta menn, en að slá mér gull-
hamra“.
„Meinið þér það?“
„Vissulega“, svaraði Dolores, „ekkert er
mér ógeðfelldara en það, þegar mér er
hrósað upp í eyrun. — En, guð minn góð-
ur! Hvað var þetta?“
Donna Dolores náfölnaði.
„Mér heyrðist ég heyra eitthvert vein
utan úr skóginum“, mælti hún svo lágt að
varla heyrðist.
Don Jaime fölnaði og Banderas var
sýnilega órótt. Hann sneri sér undan, föl-
ur eins og liðið lík. Þrátt fyrir skapró
hans gat hann ekki dulið geðshræringu
þá, er hann komst í. Hún var ekki sprott-
in af samvizkubiti, heldur stafaði hún af
því að hann vissi, að þessi stund var af-
drifarík fyrir ráðabrugg hans.
Hann jafnaði sig þá fljótlega og sneri.
sér við, og mælti með þvinguðu, hálfaf-
skræmdu brosi við Dolores:
„Það lá við, að ég yrði sjálfur hálf
skelfdur vegna geðshræringar yðar, Senn-
ora. Þér heyrið ofheyrnir og sjáið aðeins
drauga 1 kvöld. Ég hefi ekkert hljóð heyrt
og heyri þó mjög vel“.
„Hershöfðinginn hefir rétt fyrir sér“,
mælti Don Jaime. „Þessi eilífi, óskiljan-