Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 16
158 KENNIMAÐUR N. Kv; farinn og kemur aldrei aftur. Ég vil ekki lifa. — Hertu upp hugann, Sigga mín! Það er ekki synd að elska. Annað hefir þú ekki til saka Ainnið. Það er guðdómlegt að elska — elska svo heitt, að maður lifir ekki og hrærist fyrir annað en það eina. Ekkert er eins fagurt og guðdómlegt. í bleikri tunglsbirtunni sá frú Vigdís vonarbjarma bregða fyrir í augum Sig- ríðar, sem reis upp og greip dauðahaldi um handlegg hennar. — Er það satt? Er það ekki synd að elska. Er ég þá ekki óguðleg manneskja? Er það áreiðanlegt, að presturinn hafi verið að ljúga að mér? — Já, Sigga mín. Hann var að ljúga að þér, sagði frú Vigdís með vissu sannfær- ingarinnar í röddinni og án þess að hvarfla að því huga, að það var maðurinn hennar, sem í hlut átti. Henni var meira í mun að friða hrellda sál en hika við að segja manninn sinn ljúga. — Nú komum við heim, Sigga mín, sagði hún svo blítt, en ákveðið, og jafn- framt tók hún utan um hana og reisti hana á fætur. Svo héldu þær af stað heim- leiðis. Frú Vigdís varð að taka á öllu sínu þreki til þess að halda Sigríði uppréttri. Hún skeytti því ekki, þó að fötin blaut og köld læstu sig um líkama hennar. Hún hugsaði um það eitt að koma Sigríði sem fyrst heim í rúm. Það gat ekki farið hjá því, að þessi líkamlega og andlega þrek- raun hefði slæmar afleiðingar fyrir hana. Nú var hún farin að skjálfa, svo að tenn- urnar glömruðu í munni hennar. Þegar þær komust í kallfæri við bæinn, fór frú Vigdís að hrópa á hjálp. Eftir stutta stund kom Gunnar bóndi fáklædd- ur á móti þeim. Inn um opinn gluggann hafði hann vaknað við köllin og brugðið fljótt við. Hann eyddi ekki tímanum í að krefjast skýringa á því, sem fyrir hafði komið. Hann tók Sigríði, sem var að gef- ast upp, í fangið eins og lítið barn og bar hana inn. Frú Vigdís leit eftir því, að Sigríði væri hjúkrað sem bezt, áður en hún fór sjálf að hugsa um að hafa fataskipti. Ólöf varð blátt áfram að reka hana til þess. Þegar hún kom inn í svefnherbergið sitt, svaf maður hennar værum svefnh saklaus af því að vita nokkuð um það, sem gerzt hafði. Þegar hún sá hann, fyllt- ist hún óstjórnlegri reiði í garð hans. Þetta var allt honum að kenna. Það var hann, sem hafði rekið Sigríði út í þetta örþrifatiltæki. Á þessu augnabliki hatað- ist hún við þessa slepjulegu skinhelgi guðhræðslunnar, sem hafði komið þessari vesalings auðtrúa stúlku til þess að leita dauðans. — Hún greip í hann og hristi hann svo rækilega til, að hann vaknaði með andfælum. — Hvað — hvað gengur á? — Þetta er þér að kenna allt saman,,. æpti hún án þess að hafa stjórn á orðum sínum. Með þessum steindauðu og heimskulegu guðfræðis- og siðferðispré- dikunum þínum hefir þú hrætt Siggu vesalinginn til þess að fremja sjálfsmorð. Séra Bjarna varð það fljótlega ljóst, að eitthvað óvenjulegt hafði komið fyrir. Konan hans stóð þarna fyrir framan hann í rennblautum fötum og í óvenjulegri æs- ingu. Hann spurði aftur: — Hvað — hvað hefir komið fyrir? — Hún reyndi að drekkja sér í ánni. Heyrirðu það? Og það er allt þér að kenna. Þú hræddir hana til þess, af því að hún er þessi vesalingur. Ef þú hefðir tek- ið málstað hennar og komið fram eins og maður, þá hefði þetta aidrei komið fyrir. Það var ekkert smáræði að fá þetta yf- ir sig af vörum konu sinnar. Á þessu stigi málsins gat hann ekki komið fyrir sig. neinum vörnum, svo að hann spurði: — Tókst — tókst henni að drekkja sér?

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.