Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 27
N. Kv.
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI
169
skráðar voru þær ekki alllöngu eftir að
þeir voru á dögum. Hafa einnig fundizt
leifar mannabústaða (1880) í Hvannalind-
um, sem ekki er fullvíst, hverjir verið
hafa.
Á manntali 1840, er Jón faðir þeirra
var nýlátinn, eru þeir Sigurður og Metú-
salem báðir taldir fyrir búi með móður
sinni. Svo hefir verið mikið jafnræði
þeirra bræðra og gott samkomulag, að
hvorugur hefir verið öðrum það framari,
að aðeins annar þeirra teldist fyrirvinna á
búinu. Var þó Sigurður þá kvæntur og
fjórum árum eldri.
Metúsalem Jónsson og Kristbjörg
Þórðardóttir.
Þeir bræður, Sigurður og Metúsalem,
fengu jörðina úr búi foreldra sinna, en
hinir bræðurnir, sem burt voru fluttir,
lausafé. Reistu þeir bú á sínum helmingi
jarðarinnar hvor.
Metúsalem bjó þar miklum mun skem-
ur; verður því fyrst frá honum sagt.
Metúsalem var fæddur árið 1818. Hann
kvæntist 20. sept. 1841, Kristbjörgu Þórð-
ardóttur frá Kjarna í Eyjafirði (f. 6/11
1818). Þau voru vígð saman af Skinna-
staðapresti heima þar í Möðrudal. Munu
þau þá hafa hafið búskap næsta vor á
móti Sigurði og Ástríði.
Svo mikið orð fór af vænleik og at-
gjörvi þeirra Kjarnasystra, að efnismenn
gjörðust til kvonbæna við þær um langar
leiðir, af því orðspori einu saman, að því
er sagt er. Það er sagt að þeir hafi orðið
samferða í bónorðsförina að Kjarna,
Metúsalem og Stefán Gunnarsson frá
Hallgilsstöðum á Langanesi, síðar bóndi í
Stakkahlíð í Loðmundarfirði, bróðir séra
Gunnars á Hallormsstað. Sigfús Sigfússon
segir frá bónorðsför þeirra á þessa leið:
„Nálega jafnaldri Metúsalems sterka
var Stefán Gunnarsson að Hallgilsstöðum,
atgjörvismaður, þriggja álna hár og þrek-
inn. Þeir Metúsalem voru jafnháir, þó
sýndist Metúsalem lægri vegna gildleika
og þess, hve vel hann var vaxinn.1) Kunn-
ingsskapur var með þeim Stefáni og
Metúsalem. Þeir fóru saman í bónorðsför
norður að Kjarna í Eyjafirði, að biðja
dætra Þórðar bónda Pálssonar, er þar bjó,
og fengu sína dóttur hans hvor, Metúsal-
em Kristbjargar, en Stefán Þorbjargar.
Voru þær hin mestu valkendi".
Vel má það vera, að þessi frásögn Sig-
fúsar eig' við rök að styðjast, en farið
munu þeir þá hafa, a. m. k. Stefán, til að
leita samþykkis þeirra Kjarnahjóna, því
að hvorug þeirra systra var þá heima á
Kjarna. Kristbjörg var á Hálsi í Fnjóska-
dal, en Þorbjörg í Árnanesi í Kelduhverfi
hjá Árna bróður sínum, en ekki allfjarri
því, sem Stefán átti þá heima. Munu þau
þá hafa verið orðin kunnug áður, hvað
sem verið hef-ir um Metúsalem og Krist-
björgu. Hefði Kjarnaferð þeirra átt að
vera 1840 eða 1841, því að báðir giftust
þeir árið 1841, þó ekki samtímis.
Eins og fyrr var sagt, var Kristbjörg
næstu árin áður en hún giftist á Hálsi í
Fnjóskadal, hjá Sigurði presti Árnasyni
og síðari konu hans, Valgerði Magnúsdótt-
ur frá Hrafnagili. Nam hún þar kvenleg-
ar íþróttir, eftir því sem títt var í þá
daga. Höfðu þau Hálshjón á henni mikið
dálæti og álit. Til dæmis um skarpleika
hennar og færni er það sagt, að síðar
(1853—1858), er hún var í Vallanesi hjá
Guttormi prófasti Pálssyni, hafi hún ver-
ið fljótari en hann að reikna út uppistöðu
í mislitan vef; hún reiknaði í huganum,
en hann á blaði. Hún var í öllu tilliti vel
að sér gjör og reyndist hin mesta búsýslu-
kona.
Sambúð þeirra Metúsalems og Krist-
U Aðrir telja Metúsalem meira en þriggja álna
liáan. Kristbjörg, sem var meðalkvenmaður á
hæð, gat staðið upprétt í handarkrika hans.
22