Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 26
168
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI
N. Kv.
Brunahvammi í Vopnafirði. Þar dóu tvö
börnin, Sigurður og Aðalbjörg, vorið eft-
ir, en móðir þeirra og stjúpi fluttust
sama ár með Ástríði til Vesturheims.
Jón Jónsson (f. 1812) fór rúmlega tví-
tugur að aldri, vorið 1833, bústjóri til
Gunnlaugs Þorkelssonar á Eiríksstöðum á
Jökuldal, er þá um hríð gat ekki sinnt
bústjórn sjálfur sökum vanheilsu. Eftir 3
ár (1836) kvæntist Jón Guðrúnu dóttur
hans. Voru þau í búi með foreldrum
hennar í tvö ár, en hófu þá búskap á
móti þeim. Eftir dauða Gunnlaugs bónda
(1857) bjuggu þau á jörðinni allri.
Jón var þrekmaður, hinn mesti bú-
höldur og orðlagður fjármaður. Hann
andaðist 23. marz 1860, tæplega 48 ára að
aldri. Guðrún bjó á Eiríksstöðum í mörg
ár eftir hann.
Synir þeirra tveir, Jón og Gunnlaugur,
mikilir efnismenn, bjuggu á Eiríksstöðum
eftir foreldra sína, en urðu ekki langlífir
(Jón dó 1873, en Gunnl. 1888).
Dætur Jóns og Guðrúnar voru: Aðal-
björg, er átti ísak verzlunarstjóra Jóns-
son; Anna, er átti Gísla gullsm. Jónsson á
Seyðisfirði; Guðlaug, er átti Jónas skóla-
stjóra á Eiðum, Eiríksson; Sigurbjörg og
Ragnhildur, er giftust hvorug.
Yngri bræðurnir, Sigurður og Metúsal-
em, staðfestust á óðali ættar sinnar.
Frá uppvaxtarárum, eða fyrstu búskap-
arárum þeirra, er svo sagt, að það hafi
verið venja þeirra, að fara í eftirleitir á
haustum og vetrum inn á öræfi, m. a. í
Herðubreiðarlindir, þar sem var hið forna
ítak Möðrudalskirkju til ómerkinga. Þess-
um eftirleitarsögnum fylgir það, að þeir
hafi þá oftar en eitt sinn orðið varir við
útilegumenn. Eitt sinn hafi þeir fundið
axlabönd úr hrosshári, sem álitið var, að
væru af úlilegumanni. í annað sinn hafi
þeir komizt í kast við útilegumenn; hafi
Sigurður lent í höndum þeirra, en Metú-
salem náð honum frá þeim aftur. Er sagt,
að þeir hafi þá verið í vaðmálsfötum
sterkum, heimaunnum sem líklegt var;
hafi föt Metúsalems öll verið táin og tætt^
er þeir komu heim, en föt Sigurðar heil.
Ekkert vildu þeir þó um þetta ræða, þeg-
ar heim kom. En nokkru síðar, er þetta
barst í tal, er sagt, að Sigurði hafi farizt
svo orð, að sér hefði verið gagn, að Metú-
salem bróðir sinn væri sterkur. Og enn
síðar í brúðkaupsveizlu, er Metúsalem
var vínteitur, á hann að hafa sagt: „Sterk-
ar voru. hendur þær, sem bundu Sigurð
bróður minn“. Eftir þessa för er sagt, að
þeir bræður hafi þótt taka óeðlilega mik-
ið út af kaupstaðarvöru, og eins hafa
meiri vöru til innleggs í verzlanir en lík-
indi þóttu til. Var álitið, að þeir hefðu
haft milligöngu um kaupstaðarviðskipti
fyrir útilegumenn. Hefðu þeir ekki nema
að nokkru leyti losað sig úr höndum
þeirra fyrir harðfylgi sitt, en að hinum
þræðinum með því að heita þessari milli-
göngu. Lík sögn er um þá Eirík Sigurðs-
son á Aðalbóli og Jón Andrésson á Vað-
brekku, er uppi voru einum ættlið fyrr
en Möðrudalsbræður. Má vera, að þessi
sögn hafi flutzt af öðrum á hina á aðra
hvora hönd. Má og vera, að hvorttveggja
sögnin sé þjóðsagnaskáldskapur einn.
Um 1840, eða litlu fyrr, er þess sérstak-
lega getið, að þeir bræður færu í eftirleit
í Herðubreiðartungur. Fundu þeir þar þá
9 kindur; þar á meðal var ein ær grá, 5
vetra gömul, ómörkuð. Næsta vetur voru
jarðbönn, og varð þá að farga ánni, vegna
þess að ekki var hægt að kenna henni
átið.
í einni af eftirlitsferðum þessum fann
Sigurður sverð í Grafarlöndum. Úr búi
hans gekk það til Stefáns Einarssonar og
úr hans búi til Sigurðar Haraldssonar,
tengdasonar hans.
Hvort sagnir þessar eiga við sannindi
að styðjast, er ekki auðið að segja nú, en