Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR • JANÚAR—MARZ 1942 • XXXV. ÁR, I.—3. HEFTI m Sigurður Róbertsson er fæddur að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 10. jan. 1909, sonur hjónanna Róberts Bárðdals og Herborgar Sigurðardóttur. Eru þau bæði ættuð úr Suður-Þingeyjar- sýslu, Fnjóskadal og Mývatnssveit, og er hagmælska í ættum beggja. Sigurður var á Hallgilsstöðum í sautján ár, en þá fluttu foreldrar hans að Lögmannshlíð og síðar að Glerá í Kræklingahlíð, og bjuggu þar í átta ár; þá fluttu þau að Sigríðar- stöðum í Ljósavatnsskarði. í æsku naut Sigurður ekki annarrar menntunar en þeirrar, sem krafizt er til fermingar, en veturna 1930—31 og 193? -—33 var hann við nám á Laugaskóia. Varð skóladvölin honum að ágætum not- am, enda hefur hann námsgáfur góðar og var þá orðinn fullþroska maður. Snemma hneigðist Sigurður að ritstörf- om, og innan fermingar var hann farinn að rita ýmislegt í laumi. Lét hann ekkert á því bera og hætti því alveg um margra ára skeið, en eftir skólaveruna á Laugum byrjaði hann aftur. Arið 1935 var hann heilsuveill og mátti lítið á sig reyna ár- langt, og upp úr því fór hann að rita smá- sögur. Fyrsta saga hans, Jarðarförin, var prentuð í Nýjum kvöldvökum 1936, —- Og nefndist höfundurinn Þórir þegjandi —, og þá hver smásagan á fætur annarri: Eitur, Atli, Griðastaður og Kain, sem allar birtust í Nýjum kvöldvökum. í árslok 1938 kom út Lagt upp í langa ierð, átta smásögur, sem var mjög vel tekið af al- menningi. Síðasta og langlengsta sagan, Kennimaður, hefur verið aðalsagan í Nýj- um kvöldvökum síðustu tvö árin. Siétirður Róbertsson. Upp á síðkastið hefur Sigurður Róberts- son átt heimá á Akureyri og þar í grennd. Hefur hann auk ritstarfanna gengið að allri vanalegri vinnu, og er því furða, hvað af- kastamikill hann hefur verið. — Hann er kvæntur Maríu Indriðadóttur frá Dvergs- stöðum í Eyjafirði. Lesendum Nýrra kvöldvakna eru sögur Sigurðar Róbertssonar svo kunnar, að-það er óþarfi að eyða mörgum línum í það að kynna höfundinn. Á fyrstu sögum hans var 1

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.