Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 8
2 SIGURÐUR RÓBERTSSON N. Kv. óvenju lítill viðvaningsbragur, og með hverri nýrri sögu hefur hann aukið hróður sinn; finnst öllum, sem lesið hafa, mest vert um þá síðustu, enda er það verkefnið stærst. Má vænta þess, að Sigurður eigi eftir að auðga bókmenntir vorar, svo að um muni. Ekki mun hann skorta viðfangs- efni, og hann hefur einn kost, sem mun reynast honum drjúgur. Það er vandvkktú. J. R. Fjalla-Bensi. Oft um reginauðnir fjalla einn á ferð hann var, þótt að veðra bólgin blika byrgði sólarfar. Fyrir því, sem öðrum ægir aldrei kvíða bar. Þegar vetrarrökkur reifar rammefld fjallavé, þangað tíðum tölti Bensi til að leita að fé. Enginn maður á þær slóðir auðnumeiri sté. Úr heljargreipum hungurdauðans hreif hann lömb og ær. Þegar allar bjargir byrgði bæði klaki og snær. Lifa munu um aldur og æfi afreksferðir þær. Meðan kringum arineldinn aðrir héldu jól. Einn í skafli á eyðileiðum átti hann vesalt skjól. Yfir honum villtum vegar veðrahundur gól. Margoft undir fannafeldi fékk hann næturstað, en Bensi orðinn ýmsu vanur æðrast lítt við það. Þó að ógnir yfir þyrmdu aldrei vægðar bað. Sízt hafa forlög prjúkum mundum mótað skapgerð hans. Við óblíð kjör og æðiveður oft var kraþpur dans. Hún er ólík annarra lífi æfi þessa manns. Samt er gnótt af yl og ástúð undir grófum hjúp. Viti hann líða lítilmagnann lund hans verður gljúp. En Bensi sýnir ekki öllum ofan í hugans djúp. Leið hann oft af veðravöldum vos og hungursnauð við að hætta lífi og limum í leit að týndum sauð. En glaður Bensi þrautir þoldi þegar skyldan bauð. Sigurður Róbertsson.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.