Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 9
N. Kv. Sigurður Róbertsson: Kennimaður. — SAGA. — (Niðurlag). 27. — Um leið og ég segi þennan fund sett- an, leyfi ég mér að bjóða ykkur öll vel- komin, jafnt gesti sem félagsmenn. Það var formaður ungmennafélagsins, sem mælti þessi orð. Hann stóð við lítið borð inni við stafn salsins; lágur, hvat- legur maður og fann augsýnilega tölu- vert til sín. Eftir að hafa mælt þessi inn- gángsorð, stóð hann dálitla stund þegj- andi og virti fyrir sér áheyrendahópinn. Þarna var margt fólk saman komið, flest ungt fólk. Hann naut þess að sjá það bíða með eftirvæntingu eftir því, að hann segði meira. Hann beygði sig niður iítið eitt, tók upp pappírsblað, sem lá á borðinu fyr- ir framan hann, leit á það sem snöggvast og lagði það síðan frá sér; leit síðan upp og horfði hvössum augum yfir áheyrenda- hópinn, um leið og hann hélt áfram máli sínu. — Eins og ykkur mun flestum kunnugt, liggja nokkuð óvenjulegar orsakir til þe&s, að þessi fundur var boðaður, og ef til vill kunna- einhverjir að líta svo á, að ung-' mennafélagið sé hér að seilast inn á svið, sem því sé óviðkomandi. Við, stjórnend- ur félagsins, lítum samt öðrum augum á það mál. Við höfum þá skoðun, að ekkert það mál sé ungmennafélaginu óviðkom- undi, sem á einhvern hátt snertir það, beint eða óbeint. Þau mál, sem snerta hvern einstakan félaga þess, snerta raun- ar félágsskapinn um leið, því að félags- skapur sem þessi stendur og fellur með einstaklingunum, sem í því eru. Ég ætla að leyfa mér að rekja fyrir ykkur höfuðdrættina í máli því, sem ligg- ur hér fyrir til umræðu, hélt ræðumaður áfram eftir nokkra þögn. Til þess /verðum við að bregða okkur tvö ár aftur í tímann, því að þar liggja rætur þess grafnar. Aftur tók hann sér stutta málhvíld. Áheyrendurnir sátu hljóðir, til þess að missa ekki af einu einasta orði. Ræðu- manninum fannst hann vaxa við þessa þöglu eftirvæntingu fólksins, sem hann hafði fyrir framan sig. Hann hélt áfram, og rödd hans endurspeglaði öryggistil- finningu og sjálfstraust þess manns, sem er sér vel meðvitandi um yfirburði sína og málsstaðar síns. — Fyrir tveimur árum fóru fram prest- kosningar hér í Breiðdal. Þá áttum við þess kost, að sýna manndóm okkar og viðhorf við þeim málum, sem enginn kemst hjá að taka afstöðu til. Þá áttum við þess kost, að velja milli hins nýja tíma, hins víðsýna, sannleiksleitandi anda, sem þroskar og göfgar, og hins gamla tíma, tíma hinnar gömlu, steinrunnu trú- ar, sem réttir mönnunum steina í staðinn fyrir brauð og sér ofsjónum yfir hverri viðleitni til aukins þroska og menningar, — hinnar gömlu, myrku miðaldatrúar, sem batt hverri frjálsri og sjálfstæðri hugsun blý við vængi. En þetta próf á manngildi okkar og þroska varð okkur síður en svo til hróss. 1*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.