Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 11
KENNIMAÐUR N. Kv. Tveir ungir menn risu nú upp hver á eftir öðrum. Ræður þeirra voru ekki ann- að en lélegur útdráttur úr ræðu for- mannsins og yfirlýsingar um, að þeir væru honum í einu og öllu samþykkir. Þeir höfðu ekkert nýtt að segja, sem hrif- ið gat áheyrendur, sem héldu áfram að spjalla sín á milli. — Ekki nema einn í einu, kallaði for- maðurinn með myndugleik, þegar honum þótti hávaðinn vera farinn að hafa óþægi- lega truflandi áhrif. Við þessa áminningu sljákkaði í mönnum í bráðina. — Vilja ekki fleiri taka til máls, bætti hann við. Fáeinir litu til Guttorms á Vatni, sem sat aftarlega í salnum. Það var eins og þeir væntu þess, að hann mundi hafa eitt- hvað að segja í þessu máli. Flestum var kunnugt um viðskipti hans og prests. — En Guttormur sat rólegur. Nokkrir fleiri gerðust nú til þess að rísa úr sætum sín- um og segja nokkur orð. Flestir voru á sömu skoðun og formaðurinn; þó komu fram raddir um, að hyggilegast mundi vera að fara gætilega, og vildu þeir hinir sömu ekki taka skýra afstöðu að svo komnu máli. Hjá þeim, sem svæsnastir voru, fékk séra Bjarni mörg óþvegin orð. Einn bar honum jafnvel á brýn, að hann hefði drepið Sigríði sálugu á Breiðavaði. •— Á meðan þessu fór fram, sat formaður- inn rólegur í sæti sínu, hárviss um að á þessum fundi mundi hann vinna glæsileg- an sigur. Eftir nokkurt þóf reis Guttormur upp úr sæti sínu og bað um orðið. Hann gekk í hægðum sínum upp að borðinu, sem átti að tákna ræðustól. Þar nam hann staðar og sneri sér að áheyrendunum. — Fyrir nærri tveimur árum fóru hér fram á ungmennafélagsfundi svipaðar um- ræður sem þessar, byrjaði hann ræðu sína. Þá bar ég fram tillögu þess efnis, að ungmennafélagið hefði engin afskipti af þessu máli. Sú tillaga var felld. Ég bar þá tillögu fram vegna þess, að það var skoð- un mín, og þá skoðun hefi ég enn, að það sé félaginu fyrir beztu að skipta sér ekk- ert af málum sem þessu. Vitanlega eru félagsmenn sjálfráðir að því, hvaða afstöðu þeir taka persónulega til þessa niáls. Þeir mega gjarna segja sig úr þjóðkirkjunni, ef þeir treysta sér ekki til þess að verjast ásælni hennar á annan hátt. En ég mótmæli því fyrst og fremst, að þetta sé gert að félagsmáli. Ég lít svo á, að trúmál eigi fyrst og fremst að vera einkamál hvers og eins, þar sem flokksleg togstreita eigi ekki að hafa nokkurn íhlut- unarrétt. Félagið okkar sannar það, að ég hafði rétt fyrir mér þá. í þann aldarfjórðung, sem það hefir starfað, hefir það dafnað vel og látið til sín taka um mörg nytja- mál. Og hér eru ennþá ærin verkefni fyr- ir hendi fyrir það að leiða til úrlausnar. Það hefir líka átt því láni að fagna, að samvinna og samheldni hefir verið góð í því, að undanskildum tveimur síðustu ár- um, síðan það sté það óheillaspor, að hafa nokkur afskipti af þessum prestskosning- um. Síðan hefir það verið vettvangur sundrungar og óeirða, svo að annað hefir bókstaflega ekki komizt að. Það stafar af því, að trúmál eru fyrst og fremst í eðli sínu einkamál og tilfinningamál, en ekki félagslegs eðlis. Ég.tel það því mjög mis- ráðið að blanda svo ólíku saman. Við höfum nægileg verkefni til þess að vinna að, verkefni, sem við getum öll sam- einast um, þegar þetta er frá skilið. Hvers vegna eigum við þá áð vera að seilast eft- ir því, sem hlýtur að sundra og kljúfa? Ég vil taka það fram aftur, að ég er ekki að banna neinum að ganga úr þjóðkirkj- unni, ef honum sýnist svo. Ég er aðeins að mótmæla því, að um það séu gerðar samþykktir eða félagið sé á einn eða ann- an hátt haft fyrir skálkaskjól.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.