Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Qupperneq 12
6 KENNIMAÐUR N. Kvo- Jafnskjótt og Guttormur hafði lokið máli sínu, stóð formaðurinn upp. — Áður en ég gef orðið laust, vil ég leyfa .mér að taka til athugunar það, ssm síðasti ræðumaður sagði. Ég get ekki litið á þctta mál frá sama sjónarmiði og hann. Það er ranglega ályktað hjá honum, að trúmálin séu sérmál, sem ekki grípi inn í önnur mál eða séu þeim óviðkomandi. Þessi svokallaða kristna, kirkjulega trú hefir meiri og víðtækari áhrif á allt, sem hún kemst í snertingu við, en allf annað. Einmitt þess vegna hefir hún um allar aldir verið hættulegasta vopnið á.viðleitni mannanna til manndóms og þroska. Hún hefir verið þeim steinn um háls og hindr- að allan eðlilegan vöxt og viðgang. Nei, góðir hálsar! Þetta er ekki ein- staklingsmál, þetta er félagslegt mál öllu meira. Áhrif kirkjunnar er eins og átu- mein, sem skera verður fyrir, ef full lækn- ing á að fást. Ég get verið samþykkur síðasta ræðumanni um það, að þessi átök tvö undanfarin ár hafa skaðað félagið. En það liggur í augum uppi, að með því að losa sig algerlega undan áhrifum kirkj- unnar, slíta öll þau tengsl, sem félagið og einstaklingarnir innan þess eru bundin henni, getur ekki lengur komið til neinna átaka um slík mál. Þá er félagið í eitt skipti fyrir öll laust við þennan óþægi- lega draug, sem við erum nú að reyna að kveða niður. — Orðið er laust, góðir hálsar! Guttormur kvaddi sér aftur hljóðs. — Þessar mótbárur afsanna ekkert af því, sem ég hélt fram, byrjaði hann. Það var miklu fremur, að þær sönnuðu mál mitt. Viðurkenndi ekki síðasti ræðumað- ur, að átökin um þessi mál nú undanfarin tvö ár, hefðu raunverulega staðið félags- Skapnum fyrir eðlilegum þrifum? Víst gerði hann það. En það veldur mér sann- arlega mikilli furðu, að jafnskynugur maður og sí^asti ræðumaður er í raun og veru, skuli í alvöru halda því fram, að bót verði ráðin á því með því einu, að félagið segi sig úr þjóðkirkjunni, eða öllu heldur félagar þess, því að vitanlega er félagið sem félag ekki í þjóðkirkjunni. Nú verð- ur því ekki mótmælt með neinum rökum, sem að gagni koma, að þjóðkirkjan ís- lenzka og trú manna eru í rauhinni ærið óskyld efni. Það fannst mér síðasti ræðu- maður ekki gera sér nægilega ljóst. Ég lít þess vegna svo á, að það sé ekk- ert unnið með þessu brölti, sem meira er stofnað til af löngun til þess að láta á sér bera en áhuga fyrir velferð félagsins. Fé- lagið vinnur ekkert með því, að því sé blandað inn í slíkt einstaklingsmál, sem það, að einhver segi sig úr þjóðkirkjunni. Þó að hér kunni að finnast æði margir, sem andvígir eru séra Bjarna Símonar- syni, munu margir þeirra áreiðanlega ekki segja sig úr þjóðkirkjunni af þeim ástæð- um einum, og þeir hinir sömu munu á- reiðanlega ekki vera neitt betri eða verri félagar en þeir, sem hafa vakið þsnnan draug upp. Það liggur því í augum uppi, að verði þetta mál barið í gegn með slíku ofurkappi, sem raun ber vitni um, getur ekki hjá því farið, að félagið klofni, og það tel ég illa farið. Ég vil þess vegna biðja menn að skoða vel hug sinn, áður 'en þeir ljá þessu máli stuðning. Formaðurinn var fljótur að taka til máls þegar Guttormur hætti. Hann gáði þess ekki að gefa orðið laust, eins og fundar- sköp mæla þó fyrir. Áheyrendur hlust- uðu með vaxandi hrifningu og athygli, því að það leit út fyrir reglulega orrahríð. — Maður er farinn að kannast við þessa vafninga og útúrdúra hjá síðasta ræðu- manni, sagði formaðurinn og bar ótt á. En slíkt er aðeins til þess að spilla fyrir framgangi allra góðra mála. Hvenær hef- ir hann komið fram öðruvísi en svona? Hvenær sýnir hann hreinan skjöld? Hann þykist ekki fylgja neinum flokki, ein- A

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.