Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 13
KENNIMAÐUR
7
göngu fyrir þá sök, að hann reynir helzt
alltaf að fleyta sér, þar sem einhver hagn-
aðarvon er. Menn eins og hann þora al-
drei að sýna hreinán lit af ótta við
óþægilegar afleiðingar.
Formaðurinn var nú orðinn svo æstur,
að hann varð að þagna sem snöggvast til
þess að dreypa á vatni og ná andanum.
Svo hélt hann áfram vitund rólegri.
— Ungmennafélagið hefir margsinnis
sætt þyngstu áfellisdómum af hendi séra
Bjarna, og það algerlega ómaklegum dómJ
um. Við getum ekki svarað honum betur
en með því einu, að segja skilið við
kirkju þá, sem hann er fulltrúi fyrir.
Það er aðeins þröngsýni að halda því
fram, að þetta þurfi að verða til þess að
kljúfa félagið. Menn þurfa aðains að líta
á málið frá skynsamlegu sjónarmiði.
Menn þurfa að hafa kjark til þess að þora
að horfast í augu við nátttröllin. — Ég
trúi því fremur, að félaginu vaxi ásmeg-
in við að hafa óskipta forystu í þessu
máli.
— En nú er það algerlega útilokað, að
félagið standi óskipt um þetta mál, sagði
Guttormur; — sem betur fer, vil ég leyfa
mér að segja, því að það- er hið mesta
frumhlaup að blanda ungmennafélaginu
inn í þetta. Gangið þið úr þjóðkirkjunni,
sem ekki getið unað þar lengur, en án
þess að neyða aðra til þess jafnframt.
Allar þvingunarráðstafanir eru aðeins til
ills eins og hafa oftast öfug áhrif við það,
sem þeim er ætlað að hafa. Með því vinnst
tvennt. Félagið kemst hjá óþægilegum
skakkaföllum og þið, sem óánægð eruð,
náið ykkur niðri, án þess að það verði á
kostnað annarra, sem gjarna vilja standa
utan við þetta mál.
Ég tel ungmennafélagið of nytsamt og
of nauðsynlegt, til þess að það sé eyðilagt
með þessu brölti, sem því kemur ekkert
við. Ungmennafélagsskapurinn á að geta
rúmað ólíkar skoðanir og látið gott af
sér leiða, án tillits til þess, hvaða tru
menn játa. Menn þurfa aðeins að hafa
þann manndómsneista í sér, sem nauðsyn-
legur er til þess að geta látið gott af sér
leiða. Hin sanna trú er hin raunverulega
breytni mannsins í daglegu lífi, en ekki
lítt hugsað og fávíslegt orðagjálfur.
Síðasti ræðumaður sagði, að menn yrðu
að hafa kjark til þess að horfast í augu
við nátttröllin. Þar er ég á sama máli.
En með öllu þessu frumhlaupi sannar síð-
asti ræðumaður, að það er hann og hans
fylgismenn, sem brestur þann kjark, sem
til þess þarf. Þetta úrræði þeirra er ekki
annað en vesall flótti. Það er síður en
svo, að þessar aðgerðir þeirra nægi til
þess að ganga á milli bols og höfuðs á
þjóðkirkjunni. Hún mun lifa eftir sem áð-
ur. Með þessu eru þeir einmitt að tor-
velda þá möguleika, sem kunna að vera
fyrir hendi til þess að bæta hana, til þess
að hreinsa úr henni sorann, til þess að
skapa úr henni skíran málm, sem eitt-
hvert verulegt verðmæti sé í.
Formaðurinn var farinn að verða ugg-
andi um sinn málstað. Hann fann það, að
hann hafði misst hin góðu tök á áheyr-
endunum, sem hann hafði haft til að
byrja með. Til þess .að eiga ekki á hættu
að tapa meiru, taldi hann réttast að tak-
marka umræðurnar og leiða málið til
lykta eins fljótt og unnt væri.
Ég geri ekki ráð fyrir, að frekari um-
ræður séu nauðsynlegar, sagði hann.
Tíminn er líka svo liðinn og fleiri mál
eftir á dagskrá. Við höfum komið okkur
saman um að bera fram tillögu í þessu
máli. Hún er alveg að verða fullsamin.
A meðan formaðurinn og samherjar
hans luku við að semja tillöguna, reis úr
sæti sínu Finnur gjaldkeri Brúarkirkj-
unnar sáluga, sá sem mest hafði þybbazt
gegn kirkjubyggingarmálinu. Þá sjaldan
hann reis upp til þess að halda ræðu,
lögðu menn hlustir við, því að hann var