Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Blaðsíða 16
10 KENNIMAÐUR I N. Kv. afstöðu hans til yðar persónulega veit ég aftur á móti ekkert. — Mér hefir skilizt annað á honum Jó- hannesi, sagði prestur. — Það er vani hans að tortryggja og rægja alla, sem honum finnst vera í vegi fyrir sér, svaraði Gunnar hiklaust. — Svo, þér segið það, Gunnar minn. Þetta hefir kannske við eitthvað að styðj- ast. Mér var sjálfum farið að detta það í hug. Hann er nokkuð frekur, karlinn. — Það var aftur að nálgast vor. En það var ekki vorlegt í sál séra Bjarna Símon- arsonar. Áhrifa- og aðgerðalaus varð hann að horfa upp á það, hvernig allt rann úr höndum hans. Hann varð svo skapstyggur, að konu hans stóð beinlínis stuggur af. Svo bættist það við, að hann fór að eiga örðugt með svefn. Kvöld eftir kvöld bylti hann sér svefnvana í rúminu langt fram á nætur og glímdi dauðþreytt- ur við sömu spurningarnar upp aftur og aftur. Hvernig stóð á því, að hann þurfti alltaf að bíða ósigur? Hvernig stóð á því, að allt snerist við í höndum hans honum sjálfum til ófarnaðar? Var hann ekki á réttri leið? Honum flaug það í hug, hvort ekki mundi farsælast fyrir hann að sækja um annað brauð — freista gæfunnar ann- arsstaðar. En var það ekki að fiýja af hólmi? Var hann ekki með því að viður- kenna sinn eigin vanmátt og þess mál- staðar, sem hann barðist fyrir? Honum fannst hann vera þreyttur bæði á sál og líkama, og þó gat hann ekki sofið. af hverju stafaði sú þreyta? En ekki einu sinni við þeirri spurningu fékk hann svar, því að honum var ekki ennþá orðið það ljóst, að hann var þreyttur af því að gera ekki neitt. Engin þreyta er eins þung og lamandi eins og sú, sem er sprottin af að- gerðaleysi. Ekki einungis líkamlega hreysti mannsins brýtur hún niður, held- ur einnig andlegt þrek hans og viljann til athafna. — Þegar frú Vigdís var að ámálga það við hann öðru hvoru, að þau tækju sjálf, þó að ekki væri nema ofur- lítinn part af jörðinni og hefðu fáeinar skepnur til þess að vinna fyrir, daufheyrð- ist hann lengi vel. Þegar hann að síðustu gaf það eftir, var það eingöngu fyrir þá sök, að með því mundi hann losna við þetta sífellda nauð í konu sinni, sem hon- um leiddist svo mikið. — Klofningurinn í ungmennafélaginu var um þessar mundir helzta umræðuefnið í Breiðdal. Sigur meirihlutans varð ekki eins glæsilegur, þegar frá leið, og virzt hafði í upphafi. Þegar til alvörunnar kom, svikust sumir undan merkjum. Menn urðu þreyttir á sífelldu rifrildi og átökum um mál, sem flestir létu sig raun- ar engu varða. Það er aðeins fyrst, sem nýungagirnin skipar mönnum í flokka með og móti. — Á öðrum fundi, þar sem ganga átti formlega frá málinu, urðu hörku-umræður, sem leiddu af sér nýjan klofning. Það varð því ekki þá gengið formlega frá úrsögn úr þjóðkirkjunni, eins og forystumenn málsins höfðu ætlazt til. Það varð að slá því á frest um óákveðinn tíma og bíða betri byrjar. Séra Bjarni fylgdist vel með öllu því, sem gerðist. Það var það eina, sem hann gat gert. Það svalaði honum dálítið, að svo leit út sem þetta margumrædda mál virtist ætla að enda í upplausn og ósam- komulagi. Minnihlutinn stofnaði nýtt fé- lag, og eftir að meirihlutinn klofnaði, stofnaði sá minnihluti annað nýtt félag. Ungmennafélögin voru því orðin þrjú í Breiðdal. Fljótt á litið virtist félagslegur þroski Breiðdælinga aldrei hafa verið meiri en nú. Þetta var tími ólgu og umbrota bæði- innra og ytra. Ennþá varð ekki séð fyrir,,. hvernig þessum félögum mundi reiða af eða þeim málefnum, sem bæði beinlínis og óbeinlínis áttu þátt í tilveru þeirra. Þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.