Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Side 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Side 17
N. Kv. KENNIMAÐUR 11 þannig er í pottinn búið, kann margt að skipast á þann veg, sem engan órar fyrir. 29. Tíðin var góð um vorið. Það kom •snemma gróður í jörð. Lambféð var látið liggja úti. Það var unnið óvenju snemma á túnum. Árgæzkan virtist leika í lyndi. En svo var það eitt laugardagskvöld á seinni hluta sauðburðar, að það fór að anda á norðan, fjarska hægt og meinleys- islega fyrst, eins og golan væri að þreifa fyrir sér, hvort henni væri óhætt. Svo komu þokuhnoðrar inn í hlíðarnar, og þá fór golan að færast í aukana og um leið kólnaði, svo að mönnum fór ekki að verða um sel. Bændurnir litu áhyggjufullir til lofts. Skyldi hann ætla að versna? Skyldi það vera óhætt að láta lambféð eiga sig i nótt? Útvarpið spáði breytilegri átt og hægviðri. Þó var einhver lægðarskömm að lámast upp undir land, en ekki hægt að segja um með neinni vissu, hvar henni kynni að þóknast að leggja leið sína. Menn róuðu sig með því, að það væri svo sem engin hætta á, að hann gerði mjög sviplegt hret, og þess vegna engin ástæða til þess að skipta sér af fénu; þetta væri ■ekki annað en meinleysisleg þokubræla, sem mundi hverfa með sólaruppkomu næsta dag. Með þá bjargföstu trú fóru flestir að sofa. En æði mörgum brá í brún, er þeir vöknuðu morguninn eftir. Það var komin grenjandi norðanhríð og jörðin var hvít af snjó. Frostið var að vísu ekki mjög inikið; snjórinn var hálfgerð krepja. En það var ekki betra fyrir litlu lömbin, úti voru; þau yrðu bjórvot, og ef svo setti niður mikinn snjó, myndu þau frjósa í hel í sköflunum. — Séra Bjarni vaknaði óvenju snemma þennan morgun. En það var ekki veðrið, sem vakti hann, heldur konan hans. Hánn vaknaði við það, að hún vatt sér fram úr rúminu og út að glugga. Þar stóð hún góða stund í náttfötunum einum og rýndi út. — Hvaða vit er þetta, Vigdís, sagði hann ásakandi. Það setur að þér, ef þú stendur þarna lengi. — Ég finn ekki til kulda, svaraði hún með nokkrum þráa og hélt áfram að horfa út um gluggann. Svo bætti hún við efth stutta þögn: — Litlu lömbunum, sem úti eru núna, er áreiðanlega kaldara en mér. — Hvernig er veðrið? spurði maður hennar í rúminu. — Andstyggilegt, nærri því stórhríð. Hún sneri frá glugganum og kom aftur upp í rúmið, köld á fótum. Nú tók hann eftir því, að krapasnjór var á rúðunum, og hann heyrði storminn þjóta á bænum. — Ég kenni svo mikið í brjósti um litlu lömbin, sem úti eru núna, byrjaði kona hans aftur. Ég er svo hædd um að þau deyi úr kulda. — Menn ná fénu vonandi í hús, áður en svo fer, svaraði hann til þess að segja eitthvað. Svo varð þögn um stund og þau heyrðu hríðina hamast við gluggann, en allt í einu reis frú Vigdís upp við olnboga og sagði: — Hvernig skyldi henni Guðríði í Ási ganga núna við að hafa lambærnar í hús. Nú er hún ein með börnin, síðan vetrar- maðurinn fór. — Þeir hjálpa henni, nágrannarnir, svaraði maður hennar dræmt. Raunar vissi hann, að þetta var blekking, því að þeir myndu áreiðanlega hafa nóg að gera við að bjarga sínu eigin fé í hús. Konu hans varð það líka ljóst, því að hún sagði strax: — Nei, þeir hjálpa henni ekki, — að minnsta kosti ekki fyrr en þeir eru búnir að ná sínu eigin fé í hús ,og þá verður 2*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.