Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 19
íí. Kv. KENNIMAÐUR 1Í3' á sóknarbörn sín meir en í andlegum efn- um? Tilheyrði það ekki starfi hans að rétta þeim hjálparhönd, sem erfiðast áttu? Hvað hefði hann gert — hirðirinn mikli, -— í hans sporum? Aður en hann vissi af, hafði hann tekið ákvörðun. Hann ætlaði að fara sjálfur út í óveðrið og fram í Ás og gera það, sem í hans valdi stóð, til þess að bjarga lömb- um ekkjunnar frá því að frjósa í hel. — Hann hafði komizt að því, að Breiðdæl- ingar reiknuðu ekki karlmennsku hans háu verði og gerðu jafnvel gys að honum í þeim sökum. En hann skyldi sýna þeim, að hann væri þó ekki rúinn allri mann- rænu, eins og þeir kynnu ef til vill að álíta, sumir hverjir. — Vigdís, kallaði hann hátt. — Hvað viltu? spurði hún og leit inn iyrir. — Viltu ná í ferðafötin mín? — Ætlarðu — ætlarðu að fara eitthvað? í>að var forvitni og undrun í röddinni. — Já, ég ætla að skreppa fram í Ás og hjálpa vesalings ekkjunni. Það er ekki fyrir kvenfólk og börn að koma fé í hús í þessu veðri. — Er þetta satt? Er þér alvara? spurði hún með ákefð og kom nær. -— Víst er mér alvara. Þó að ég sé lé- ■*egur, ætti ég þó að geta gert eitthvert gagn. Áður en hann vissi af, hafði hún flogið ^PP um hálsinn á honum svona eins og hann stóð. Svona gat hún verið skrítin stundum. En nú var ekki tími til þess að §efa neinum barnaskap lausan taum. Nú var hver mínúta dýrmæt. — Þakka þér fyrir, góði, hvíslaði hún i eyra hans. Ég vildi bara, að ég gæti farið ^eð þér. Mér þykir svo vænt um að þú vilt fara og hjálpa ekkjunni. Ég kenni svo ^uikið í brjósti um hana. Svo var hún þotin burt með það sama augnabliki síðar kom hún með fötin hans. Svo bar hún fyrií hann mat og kaffi. Svangur mátti hann ekki verða, Eftir stutta stund var hann ferðbúinn. Hún fylgdi honum út í dyr, lagði þar handleggina utan Um hálsinn á honum og kyssti hann. Á þessari stundu var hún stolt af honum. Henni hafði oft líkað það miður, hvað hann virtist ógjarn á að leggja á sig líkamlegt erfiði og óþægindi, en þetta bætti það allt saman upp. Þessi koss hennar snart hann svo ein- kennilega; hann var eitthvað öðru vísi en allir aðrir kossar. En nú var ekki tími til þess að hugsa um slíkt. Hann setti höfuð- ið niður í bringu og hljóp við fót á móti hríðinni út í hesthúsið. Hríðin lamdi hann svo í andlitið, að hann logsveið undan, og stormurinn svipti honum til. Rétt sem snöggvast flaug honum í hug að snúa við og hætta við allt saman, en hann skamm- aðist sín strax fyrir þá tilhugsun. Hann flýtti sér að leggja á Léttfeta og reið svo af stað. Þegar hann var búinn að vera dálitla stund úti, fannst honum veðrið ekki eins vont og fyrst, er hann kom út. Hann hafði veðrið á eftir sér, og þegar hann fór að venjast því, gat hann farið að líta í kring- um sig. Snjórinn var ekki mjög mikill og svo blautur, að hann spýttist undan hóf- um hestsins í hvert sinn, er hann steig niður. Hann fann krepjuna klessast í fötin sín. Hún þrengdi sér inn með hálsmálinu og byrjaði að seytla niður á herðarnar. Það fór að drjúpa af olíutreyjunni, sem hann yar í utan yfir, niður í hnakkinn. Hann var því ekki vanur að verða holdvotur, svo að það fór um hann hrollur, þegar hann fann kalda bleytuna læsast í gegn- um fötin. Eftir klukkutíma ferð náði hann fram að Ási. Þegar hann reið fram hjá fjár- húsunum, sá hann, að þau voru ólokuð.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.