Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Side 21
~N. Kv.
KENNIMAÐUR
)
15
þekkti hann ekki í fyrstu, því að hann
forðaðist að líta framan í gestinn. Hann
fór að þurrka framan úr sér með renn-
blautum vettlingsgarmi, því að það mátti
onginn komast að því, að hann hafði ver-
ið að gráta. Þessi óvænta hjálp fyllti hann
nýju þreki og hugrekki. Nú var erfiðið
ekki eins vonlaust og það hafði verið.
Þeir strituðu þegjandi við að koma án-
um áleiðis. Það gekk hægt, en þó alltaf í
úttina. Þeir máttu bera sum lömbin spöl
fyrir spöl, því að þau voru orðin svo þrek-
uð, að þau gátu ekki staðið á grönnum,
Veikbyggðum fótum sínum. Séra Bjarna
duldist það ekki, að drengurinn var að
gefast upp, þegar hann kom, en koma
hans hafði gefið honum nýja von og nýjan
þrótt. Tilhugsunin um að hafa komið til
hjálpar, þegar þörfin var mest og brýn-
ust, fyllti hann hlýrri gleði, sem vermdi
lnu að hjartarótum. Hann fann viljann
°g þróttinn stælast við að etja kappi við
erfiðieikana. Hann varð vígreifur eins og
vikingur, sem finnur mesta nautn í því að
- ^úta stálið tala við fjandmenn sína.
Eftir mikið erfiði komu þeir ánum
heim að húsunum. Þar var konan fyrir og
hjálpaði þeim til þess að setja þær inn.
h’að var ekki meira talað en þörf krafði,
°g þá aðeins um starf þeirra þessa stund.
Tvö lömbin voru svo dofin af kulda og
vosbúð, að konan tók þau í fangið og fór
þau inn í bæ, til þess að koma lífi í
Þau, ef kostur væri, við eldavélina. Á með-
an hjálpaði séra Bjarni drengnum við að
§anga svo frá ánum, að óhætt væri að
skilja við þær, á meðan þeir færu aftur
ht í hríðina og leituðu fleiri uppi. En það
Var allt annað en létt verk. Þær, sem áttu
lömbin sín heima í bæ, æddu jarmandi
Urn aht húsið og komu öllu á ringulreið.
h’egar ró færðist yfir, Ieit prestur á
hrenginn. Hann hafði hallað sér- fram á
garðabandið. Forin rann niður af honum.
Andlitið, sem var atað í óhreinindum, var
alvarlegt og þreytulegt.
— Er þér ekki kalt, góði minn? spurði
prestur vingjarnlega.
Drengurinn hrökk upp; sem snöggvast
hafði hann látið undan ofurvaldi þreyt-{
unnar, en hann mátti ekki láta neinn sjá,
að hann væri þreyttur.
— Nei, ekki svo mjög, svaraði hann
stuttaralega, en svarið var ekki sannfær-
andi.
— Áttu ekki olíutreyju, til þess að vera
í til hlífðar?
— Hún var lánuð í vetur og varð ónýt.
— En hefirðu ekki þurr föt að fara í,
áður en við förum út aftur, þó ekki sé
nema að ofanverðu? Ég lána þér svo olíu-
treyjuna mína, svo að þú getir haldizt
nokkuð þurr. Ég er of mikið búinn til
þess að geta hreyft mig nokkuð að gagni.
Og séra Bjarni lét ekki lenda við orðin
tóm. Hann klæddi sig úr treyjunni og
tróð henni upp á drenginn, sem tók við
henni tregðulega, en þorði þó ekki að and-
mæla.
— Svo bíð ég hér, hélt prestur áfram, —■
á meðan þú ferð heim og hefir fataskipti.
Þú verður ekki mjög lengi, því að okkur
veitir ekki af því að hafa hraðan á. Þér
er óhætt að trúa mér fyrir því að líta hér
eftir öllu á meðan.
Þegar hurðin hafði lokazt á eftir
drengnum, kraup séra Bjarni niður í
króna og fór að verma lömbunum, sem
kaldast var. Hann hristi þau til og nudd-
aði á þeim fæturna, þangað til þeim fór
að hlýna svo mikið, að þau fóru að geta
staðið. Þá fór hann að reyna til að koma
þeim á spena, en það gekk illa. Hann varð
því að gefast upp við þær tilraunir.
Eftir skamma stund komu mæðginin.
Drengurinn hafði skipt um föt og var nú
kominn í olíutreyjuna. Hann var hress-
ari í bragði og honum leið betur í þurru
fötunum.