Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Qupperneq 22
16
KENNIMAÐUR
N. Kv.
— Það er þó aldrei alvara yðar að láta
drenginn fara í olíutreyjnua? spurði kon-
an. Þér verðið að hugsa um yður sjálfan.
— Ég er einmitt að hugsa um sjálfan
mig, svaraði séra Bjarni hressilega. í
treyjunni utan yfir þessum þykka frakka
gat ég bókstaflega ekkert hreyft mig. Það.
var svo sem ekki eingöngu mannkærleiki,
sem fékk mig til þess að láta treyjuna af
hendi, bætti hann við með blæ af gaman-
semi í röddinni. Hann vildi vera laus við
allt þakklæti að þessu sinni.
— Ég get ekki fellt mig við, að þér sé-
uð að stríða í þessu okkar vegna, hélt
konan áfram.
— Er það ekki einmitt hlutverk okkar
prestanna, að leita týndra sauða? sagði
prestur léttilega og bjó sig til ferðar. Nú
förum við karlmennirnir og leitum uppi
það, sem vantar. En þér skuluð ekki
hætta yður út í þetta véður. Það er ekki'
fyrir kvenfólk. Þér lítið eftir hér, á með-
an við erum í burtu.
Án þess að bíða eftir svari, snaraðist
hann aftur út í óveðrið, ásamt drengnum.
Þeir gengu greitt undan veðrinu suður í
hvammana nokkru fyrir sunnan túnið, en
þar var helzt von að ærnar héldu sig.
Prestur teymdi Léttfeta á eftir sér fyrst,
en þegar kom suður fyrir túnið, skipaði
hann drengnum að fara á bak, en hljóp
sjálfur með. Honum fannst hann aldrei
hafa verið jafnléttur á sér og nú.
í hvömmunum rákust þeir á fáeinar
lambær. Þar var dálítið skjól, svo að þeir
létu þær eiga sig, á meðan þeir leituðu
þar í grend.
Eftir nokkra leit rákust þeir á fleiri,
komu þeim til hinna og héldu síðan áfram
og fóru nú um stærra svæði, en höfðu að-
eins þrjár.
— Vantar ekki eitthvað ennþá? spurði
séra Bjarni drenginn, er þeir voru búnir
að koma þeim öllum saman í hóp.
Drengurinn taldi og lagði saman; það,
sem þarna var, og það, sem heim var
komið.
—- Það vantar þrjár ennþá, upplýsti
hann að lokum.
— Geturðu gizkað á, hvar þær muni
vera? . j
— Ef til vill .hér fram með ánni, sagði
drengurinn hugsandi.
— Viltu ekki skreppa þangað á honum
Léttfeta? Ég reyni að koma þessum áleið-
is á meðan.
Drengurinn fór orðalaust. Hann treystí
sér ekki til þess að andmæla prestinum.
Þrátt fyrir storminn og hríðina var hon-
um svo undarlega létt í skapi. Það var
munur að sitja á gæðingi hjá því að detta
sífellt um sína eigin fætur. Léttfeti sýndi
honum, fulla auðsveipni. Það var eins og
hann skildi, að hann mætti ekki bregðast
því trausti, sem til hans var borið. —
Eftir nokkra leit fann drengurinn ærnar,
sem vantaði. Honum hlýnaði öllum af
feginleik, þó að það erfiðasta væri eftir.
að koma þeim heim gegn veðrmu.
Þegar drengurinn var farinn, fór séra
Bjarni að reka ærnar heimleiðis, en hon-
um varð það brátt ljóst að það var hægra
sagt en gert. Þær,| sem höfðu elztu og
sprækustu lömbin, rásuðu sitt á hvað og
sátu um að verða eftir, þar sem voru
skjól. Yngstu og veikbyggðustu lömbin
gátu varla gengið, og mæðurnar viku ekkx
fet frá þeim. Hann varð ýmist að þoka
þeim áfram fet fyrir fet, eða vera á harða-
spretti, til þess að týna ekki neinu út í
hríðina. Þó að þetta væri raunar vonlaust
verk fyrir einn ,datt honum ekki í hug að
gefast upp. Hann tók í fangið þau lömbin,
sem þjökuðust voru, og hljóp með þau
spöl og spöl og lét mæðurnar elta. Það
gekk ekki alltaf vel. Ærnar voru hræddar
við manninn. Þær áttuðu sig ekki alltaf á
því, hvað orðið hafði af lömbunum,
hringsnerust jarmandi um sjálfar sig og
hlupu stundum góðan spöl til baka til