Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Qupperneq 23
N. Kv.
KENNIMAÐUR
17
þess að leita. Þá varð hann annaðhvort að
sleppa lömbunum og hlaupa fyrir þær
eða lokka þær með því að líkja eftir
skjálfandi, grönnum lambsrómi, me-e,
ffie-e-e-e.
Eftir nokkurn tíma kom drengurinn
með ærnar, sem hann hafði fundið. Þær
voru allar með gömul og tápmikil lömb
og höfðu rekizt vel. Þá fór þeim að ganga
betur, en þó gekk þeim erfiðlega að koma
þeim heim og í hús. Fyrst þegar því var
lokið, fann séra Bjarni, að hann var dauð-
þreyttur, en hann var svo ánægður með
sjálfan sig og árangurinn af starfi sínu,
að hann skeytti ekki um þreytuna. Hon-
um leið nærri því ótrúlega vel, þó að
hann væri holdvotur.
Veðrið var að breytast. Stormurinn var
að vísu hinn sami ennþá, en úrfellið var
minna. Það var farið að rofa í heiðríkju-
bletti á stöku stað. Það mundi birta upp
með frosti, er liði á nóttina. Vís dauði fyr-
*r öll þau lömb, sem ekki gátu komizt í
hús.
En það var ekki öll fyrirhöfn búin, þó
að ærnar væru komnar í hús. Það varð að
setja upp skilrúm, svo að þær ærnar, sem
höfðu veikbyggðust lömb, gætu verið sér.
Svo þurfti að hjúkra þeim, sem verst voru
í^rin. Með fáein þurfti heim í bæ, til þess
að hlýja þeim við eldavélina.
^egar kyrrð tók að færast yfir, tóku
þeir sér hvíld. Prestur sat á kassagarmi
UPP í garðanum með lamb í fanginu, sem
hann var að verma. Hann smeygði því
lnn undir frakkann sinn, til þess að geta
uuðlað því sem mestum yl. Hann fann
Htla kroppinn kippast til af kuldahrolli,
Sem fór smá-rénandi. Eftir dálitla stund
■^ér það að mimra með snoppuna upp við
b^jóst hans, eins og það vildi leita að
spena. Því var borgið, öllum lömbunum
Var borgið og honum varð hlýtt í huga
v*ð þá hugsun, að hann hafði þó átt nokk-
urn þátt í því að bjarga þeim frá vísum
dauða.
Drengurinn stóð við garðann og hallaði
sér upp að hopum. Þrátt fyrir þreytuna
gleymdi hann ekki eitt augnablik, að það
var hann, sem bar ábyrgðina á þessu öllu
saman. Með athugulu augnaráði leit hann
eftir því, að allt væri í röð og reglu.
Prestur var öðru hvoru að fitja upp á
umræðuefni við hann, en drengur var
hálffeiminn í fyrstu, svo að lítið varð úr
samræðum.
— Langar þig ekki sjálfan til þess að
verða fermdur? spurði séra Bjarni. Raun-
ar sá hann eftir spurningunni strax og
han var búinn að bera hana upp. Ep þrátt
fyrir það gat hann ekki sleppt þessu tæki-
færi til þess að komast eftir vilja drengs-
ins sjálfs í þessu máli. Þó að móðir hans
hefði aftekið, að hann yrði fermdur, gat
drengurinn sjálfur óskað þess, og ef svo
reyndist, hafði móðirin engan rétt til þess
að koma í veg fyrir það.
— Nei, svaraði drengurinn, emþó með
nokkrum dræmingi.
— Hvers vegna viltu ekki láta ferma
Þig?
Drengurinn þagði nokkra stund áður
en hann svaraði, en svo sagði hann allt í
einu með nokkrum ákafa í röddinni.
— Ég vil ekki fara á sveitina.
— Þú þarft ekki að fara á sveitina, þð
að þú verðir fermdur, sagði prestur.
— Jú, það er svo dýrt að láta ferma
sig, og mamma á enga peninga.
Það va'rð þögn. Prestur vissi ekki vel,
hvort hann átti að halda samtalinu áfram
eða láta staðar numið. En þá var það
drengurinn, sem tók til máls, lágróma og
hikandi, eins og hann hálfpartinn blygð-
aðist sín fyrir að ávarpa prestinn að fyrra
bragði.
— Hvernig er það? Er ekki hægt að
verða góður og duglegur maður, þó að
maður sé ekki fermdur?
3