Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Blaðsíða 24
18 KENNIMAÐUK N.-Kv. Þó að hann sneri andlitinu hálfvegis undan, sá séra Bjarni, að hann kafroðn- aði við að stdma upp þessari spurningu. Sjálfur var hann í fyrstu óviðbúinn því, hverju svara skyldi, en áður en honum hafði eiginlega hugkvæmst nokkuð, heyrði hann sjálfan sig segja: — Fermingin sjálf gerir engan að betra eða duglegra manni. Sá, sem hefir ein- lægan vilja til þess að láta gott af sér leiða, getur tekizt það, þó að hann sé ekki fermdur. — Ég lofaði pabba mínum að gera það, sem ég gæti, til þess að verða góður og duglegur maður, hélt drengurinn áfram, knúinn af ómótstæðilegri þörf til þess að trúa prestinum fyrir því, sem honum lá þyngst á hjarta. En — en ég hélt kannske, að — að það væri svo erfitt, ef maður væri ekki fermdur, og það — það þótti mér verst af öllu. — Þú verður áreiðanlega góður og dug- legur maður, sagði séra Bjarni og gat ekki annað en komizt við af hinni hrein- skilnislegu játningu drengsins. Það þlaut að hafa kostað þennan hlédræga dreng mikla þrekraun að opna sál sína fyrir honum, ókunnugum manni. — Það er hugarfarið og viljinn til þess að láta gott af sér leiða, sem gerir okkur að góðum mönnum og guði þóknanlegum, en ekki ytri kennisiðir. Hvað var hann annars að segja? Var hann, sjálfur presturinn, farinn að telja barninu trú um, að allir kirkjusiðir væru raunar óþarfir og einskis virði? Hann, sem einmitt hafði barizt fyrir því gagn- stæða. Það brá fyrir bjarma í augum drengs- ins. —• Þá er mér sama um ferminguna, sagði hann ,og það var leyndur fögnuður í röddinni. Þá get ég efnt það, sem ég lof- aði pabba mínum, og við þurfum ekki að fara á sveitina. Mér er sama um allt ann- að. Ég er nú að verða stór, og þá lagast allt. Hann þagnaði snögglega; það var eins og strengur hrykki í sundur. Hann beygði sig niður að garðabandinu og brast í grát. Þreytan, fögnuðurinn yfir því, sem presturinn hafði sagt, og þær miskunnarlausu kröfur, sem lífið gerði til hans, allt þetta kom slíku róti á til- finningar hans, að hann réði ekki við þær lengur; þær urðu að fá útrás í gráti. Séra Bjarna fannst að hann ætti að segja eitthvað huggandi og sefandi, en hann kom ekki upp einu orði. Hann sat bara og kingdi í sífellu einhverju, sem sat í hálsinum á honum. Hann rétti út hend- ina og strauk henni létt yfir hnakka drengsins. Honum fannst hann verða svo smár frammi fyrir þessum granna, fjórtán ára dreng, sem alvara lífsins hafði hrint út úr áhyggjuleysi bernskunnar og gert að fullorðnum manni löngu fyrir aldur fram. Hann varð að ræskja sig duglega áður en hann tók til máls, og þegar hann byrjaði, kannaðist hann varla við sinn eigin málróm. —Já, það lagast allt bráðum. Bara að vera ákveðinn í því að vera góður og dug- andi maður. Þar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir. Hann langaði að segja eitthvað meira, en honum var varnað máls. Honum fannst hann líka vera svo fátækur af því, sem nokkurt gildi hafði. Hversdagsleg huggunarorð höfðu hér ekk- ert að segja. Hurðin opnaðist og konan kom inn með tvö lömb í fanginu, sem voru orðin svo hress, að óhætt var að láta þau til mæðra sinna. Drengurinn gerði sér eitthvað til erindis inn í aðra króna, þar sem skugg- sýnt var. Þar þurrkaði hann af sér tárin. Mamma hans mátti ekki sjá, að hann hefði verið að gráta. — Þér verðið veikur af því að sitja þarna bæði blautur og kaldur, sagði kon- an ásakandi og sneri orðum sínum til séra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.