Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 25
N. Kv. KENNIMAÐUR 19 Bjarna. Þér áttuð að koma strax heim í bæ. — Við vorum alveg að koma, sagði prestur. Það er allt að verða í góðu lagi. — Og það er allt yður að þakka, sagði konan. Lömbin mín hefðu áreiðanlega fengið að krókna úti í hríðinni, ef þér hefðuð ekki hjálpað okkur svona drengi- lega. Ég veit ekki, hvenær ég verð sú manneskja, að geta launað yður eins og vert er. — Minnumst ekki á það, flýtti séra Bjarni sér að segja. Mér er margborgað með því einu, að ferð mín hingað skyldi koma að svona góðum notum. — Þegar heim í bæinn kom, vildi ekkjan lána honum þurr föt, en séra Bjarni af- tók það með öllu. Á endanum þá hann þó þurra sokka, því að satt að segja voru faaturnir á honum dofnir af kulda. — Ég get því miður ekki boðið yður kaffi; sagði konan afsakandi, því að kaffi- birgðirnar mínar eru þrotnar. En ég hefi hér flóaða mjólk, ef þér getið gert yður bana að góðu. Þér megið til með að úrekka eitthvað heitt. -— Ah, sagði séra Bjarni. Flóuð mjólk. Hún er hreint það bezta, sem hægt er að fá undir svona kringumstæðum. Raunar íninntist hann þess ekki að hafa nokkurn Hma bragðað flóaða mjólk, en þegar hann saup á henni, fannst honum hún vera breint og beint guðadrykkur. Hún vermdi hann niður í tær og fram í fingurgóma. Hann drakk nægju sína og bórðaði síð- au heitan mjólkurgraut. Honum fannst hann hafa ótæmandi matarlyst. — Svo fór hann að búast til ferðar. — Ég vona að þessu reiði öllu vel af hjá yður, sagði hann um leið og hann kvaddi. — Það vona ég líka, sagði ekkjan. Svo Varð stutt þögn, því að hugur hennar var sv° fullur af þakklæti, að hún átti erfitt mál. ' ^ér megið ekki álíta, að það sé af persónulegri óvild í yðar garð, sem ég vil ekki láta ferma drenginn, sagði hún svo. Sannleikurinn er sá, að ég hefi ekki efni á því. Ég met það meira að geta gefið börnunum mínum eitthvað að borða. Ég vil ekki þiggja náðarbrauð af nokkrum manni. Við fátæklingarnir eigum líka okkar metnað, sem okkur er dýrmætari en allt annað. — Ég get fullkomlega sett mig í yðar spor, sagði prestur. Drengurinn yðar þarf ekki að minnkast sín fyrir það, að vera ófermdur. í honum eigið þér örugga stoð. Svo tölum við ekki meira um það. En þér megið ekki láta það bregðast að leita til mín, ef yður liggur á hjálp. Svo gekk hann út úr baðstofunni og lokaði hurðinni á eftir sér. Hann vildi vera laus við frekara þakklæti. 30. Veðrið var farið að lægja og það var tekið að birta til í lofti, en kuldalegt var útlitið. Það yrði tvímælalaust höx’kufros'* um nóttina. Krapið var að breytast í klakabrynju, sem mundi spenna helgreip- ar sínar um vorgróðurinn, sem ennþá var svo ungur og þróttlítill. Náttúran er oft miskunnarlaus, jafnvel grimmlynd við börnin sín. En þó er eitt óbreytanlegt: Nýr gróður kemur ætíð í stað þess, sem deyr. Léttfetti var léttstígur að vanda. Á hröðu tölti bar hann húsbónda sinn heim- leiðis. Og séra Bjarni var í svo notalega léttu skapi, þrátt fyrir það, að blaut fötin væru dálítið óþægileg. Hann hlakkaði til þess að koma heim. Skyldi ekki Vigdís hafa verið hugsandi út af honum í dag? Vigdís. Konan hans. Mikið var hún orð- in breytt. Þrátt fyrir allt hafði hann sakn- að söngs hennar og hlátra, þó að honum hefði stundum þótt nóg um. Líklega hafði henni ekki alltaf liðið vel. Ef til vill hafðí henni liðið ennþá verr en honum. Skelf- 3*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.