Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Side 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Side 27
31. Kv. KENNIMAÐUR 2! hafa úr honum hrollinn, sem hafði sett að honum á heimleiðinni. Á meðan spurði hún tíðinda. — Var þér ekki voða kalt, góði? — Kalt, nei. Ég hafði aldrei tíma til þess að láta mér verða kalt. Það var allt- sf einn sprettur. — Heldurðu, að öll lömbin lifi ? — Áreiðanlega, fullyrti hann. En það mátti ekki tæpara standa með sum þeirra. — Ertu ekki fjarska þreyttur, góði? — Ekkí svo mjög, svaraði hann. Þó var hann þreyttur, en samt leið honum svo Vel. — Vigdís, hvíslaði hann, þegar hún var háttuð og lögzt út af við hlið hans og hjúfraðí sig upp að honum. Mér finnst ég hafi verið svo lengi að heiman, — í heilt sr eða lengur. En nú finnst mér að ég sé kominn heim fyrir fullt og allt. — Já, vinur minn. Þetta ár hefir verið larigt og erfitt. Mér hefir svo oft liðið illa. Það- hefir verið svo langt á milli okkar. En nú verður allt gott aftur. — Já, hann fann það, að nú var allt að hreytast til hins betra. Hann hafði gengið 1 gegnum hreinsunareld og komið út úr honum aftur nýrri og betri maður en áð- Ur- Hann var að vísu þreyttur, svo þreytt- Ur! að aðeins einu sinni hafði hann ver- því jafnfeginn að hvílast og nú. Það Var að morgunlagi eftir að hafa villzt í þoku heila nótt um eyðilega heiði. Síðan Voru tæp tvö ár. Eyrir löngu síðan hafði hann gleymt Þeirri nótt. Hann hafði ekki viljað muna kana, því. að hún minnti hann um of á ^annlega ófullkomnun og veikleika. En ftu stóð hún honum svo lifandi í minni, °g áður en hann vissi af, var hann íarinn aS setja hana í samband við starf sitt og kenningu sína. Hver hafði verið árangur- *nn af starfi hans? Hvað hafði hann bor- ór býtum? Hafði hann ekki alltaf verið að berja höfðinu við steininn? Hafði hann ekki alltaf verið að villast í þoku? Hann gat ekki annað en glímt við þess- ar spurningar, án þess að gera sér grein fyrir því, hvers vegna hann var að því einmitt núna. Hann fór að vega og meta starf sitt, kenningu sína, breytni sína. Á þessari stund varð hann skyggn á svo margt, sem hann hafði aldrei komið auga á fyrr. Já, hann hafði alltaf verið að villast í þoku, þangað til í dag, þá fór að rofa til. í dag hafði honum opnazt sýn inn í sál fjórtán ára drengs, og sú sýn hafði gert hann svo skyggnan, að honum fannst hann sjá um heima alla, og þó gleggst inn í sína eigin sál. En þar var ekkert að sjá; þar var aðeins auðn og tóm, en hann skelfdist þó ekki, því að hann fann, að þar var að spýra nýr og þroskavænlegur gróður, sem hann hlakkaði til þess að hlúa að. , Honum fannst hann vera að fæðast tiL nýs lífs, eða hafa verið í álögum og hafa nú tekizt að varpa af sér álagahamnum. — Vegurinn, sem hann hafði farið, var ekki neinn vegur og lá ekki að nemu tak- marki. Hann var þrotlaus vaðall í rót- lausri mýri hring eftir hring, án tilgangs, upphafs og endalaus. , En nú sá hann nýja vegi, sem lágu að nýjum og áður óþekktum markmiðum; fann nýjan þrótt hnyklast í öllum vöðv- ' um, öðlaðist nýjan skilning á þeim verð- mætum, sem hann byggði kenningu sína a. En mundi honum takast að rata þessa nýju vegi að þessum nýju markmiðum? Mundi honum takast að skapa skíran málm úr deiglunni miklu, sem við þekkj- um undir nafninu trú. Hann vissi það ekki, en hann ætlaði að gera sitt bezta. En eitt var áreiðanlegt: í nótt mundi hann sofa vel. Endir.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.